Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 8
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR Nokia E7 er einn öflugasti viðskiptasíminn á markaðinum, með öflugan stuðning við MS Office™, MS Communicator™, Outlook™ og Lotus NotesTraveler™. Hann er með stóran snertiskjá og QWERTY- lyklaborð svo einstaklega þægilegt er að vafra um vefinn, skoða skjöl og eiga tölvu- póstsamskipti. 129.995 Verð Verslu n Ármúl a 26 522 30 00 Opið: virka d aga 9.30–1 8 laugar daga 12–17 www.hataekni . is /E7 V i l t u v i t a m e i r a u m þ e t t a t æ k i ? AMOLED snertiskjár stuðningur kortum og raddleiðsögn sjónvarp og/eða skjávarpa Það er enginn að snuða Breta og Hollendinga ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is www.advice.is Með íslensku neyðarlög- unum voru hagsmunir inni- stæðueigenda í Bretlandi og Hollandi tryggðir mun betur en tilskipun ESB um innistæðutryggingar fer fram á: Í stað 674 milljarða munu þeir fá 1175 milljarða. En þeir vilja samt meira. Að við tökum ábyrgð á þrotabúinu og borgum líka vexti. Okkur ber engin skylda til að verða við því, hvorki lagaleg né siðferðileg. Greiðsla til Breta og Hollendinga ESB tilskipun 674 1.175 Óvíst Ef Nei Ef JÁ DANMÖRK Fyrstu tveir af „rokkur- unum“ sextán, meðlimum í Vítis- englum eða AK81 sem ákærðir eru fyrir morðtilraunir og marg- víslega aðra glæpi, voru kallaðir til vitnis í réttarsal í gær en neit- uðu að tjá sig. Mennirnir tveir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að myrða meðlim í innflytjendaklíku í Kaupmannahöfn en ekkert varð af ódæðinu þar sem fyrirhugað skotmark fannst ekki þegar til kastanna kom. Þetta mál er það umsvifamesta sem höfðað hefur verið gegn dönskum rokkurum. Réttarhöld- in eru talin verða langvinn og standa jafnvel fram á haust. - þj Danskir „rokkarar“ fyrir rétti: Neituðu að tjá sig um ákærur VÍTISENGLAR Réttarhöld standa nú yfir gegn hópi danskra „rokkara“. Þeir vilja ekki tjá sig í vitnastúkunni. NORDICPHOTOS/GETTY Góði hirðirinn borgi skatt Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur enn á ný hafnað ósk Góða hirðisins um styrkveitingu í formi eftirgjafar á fasteignaskatti. Bæjarráð synjaði sams konar ósk í fyrra en Góði hirðirinn bað um endurupptöku málsins. HAFNARFJÖRÐUR ICESAVE Ef Icesave-samninganefnd- in undir forystu Lee Buchheit hefði ekki náð jafngóðum samn- ingum við Breta og Hollendinga og raun ber vitni hefði Alþingi – og nú íslenska þjóðin – staðið frammi fyrir mun auðveldari ákvörðun við afgreiðslu málsins. Þetta sagði Buchheit á fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Buchheit sagði val þjóðarinnar mjög erfitt og þakkaði guði fyrir að standa ekki í hennar sporum. Það snerist í raun um að leggja mat á óvissuna sem lægi sín hvoru megin kjalar, annars vegar óviss- una um gengisþróun og heimtur úr þrotabúi Landsbankans sem fylgdu já-leiðinni og hins vegar óvissuna sem óhjákvæmilega hlytist af nei-leiðinni og dóms- málinu sem líklega risi í kjölfarið. Buchheit áréttaði hins vegar að fyrri óvissuþætt- irnir hefðu verið hafðir mjög í huga við samnings- gerðina og niðurstaða við- ræðnanna tæki sér- stakt mið af þeim. Þannig væru varnir gegn óhóflegri greiðslubyrði Íslendinga t i l dæmis innbyggðar í samningana. Á hinn bóginn hefði ekkert tillit verið tekið til óvissunnar sem skapaðist ef samningunum yrði hafnað. Buchheit sagði að yrði samn- ingunum hafnað tæki að líkindum við langt ferli fyrir EFTA-dóm- stólnum og ef við töpuðum málinu þyrftum við senni- lega að semja enn eina ferðina, þá um það hvernig staðið yrði að því að endur- greiða mun hærri upphæð með mun veikari samn- ingsstöðu. Buchheit sagði að ástæðan fyrir því að Bret- ar og Hol- lendingar vildu semja væri sú að þeir óttuð- ust dómstólaleiðina, og ekki síst möguleg áhrif hennar á banka- kerfi Evrópu í heild – jafnvel þótt þeir væru sannfærðir um rétt sinn. Samninganefnd Íslands hefði spilað á þennan ótta og einn kollegi hans í nefndinni hefði iðulega lokið fundum með því að segja háðskt: „Sjáumst í réttarsal.“ Buchheit var spurður um sið- ferðilega hlið málsins og svaraði því til að Íslendingar bæru tals- verða ábyrgð í málinu. Hins vegar hefðu það eftir á að hyggja, að hans mati, verið mistök hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum að greiða reikningshöfum út Icesave-inni- stæðurnar upp í topp. Réttast hefði líklega verið að endurreikna þær miðað við eðlilega vexti sem stóðu fólki til boði í bönkum á þessum tíma og greiða út í samræmi við það. stigur@frettabladid.is Valið væri auðveldara með lélegri samning Lee Buchheit segir að ef þriðji Icesave-samningurinn væri ekki svona miklu betri en sá sem á undan fór stæði þjóðin frammi mun auðveldara vali en ella. Bæði já og nei feli í sér óvissu en í samningnum séu varnir gegn já-óvissunni. Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. Buchheit svaraði því að hann hefði til þessa fengið greitt frá ríkinu fyrir að kynna fólki innihald samningsins, enda hefði hann litið svo á að það væri meðal hlutverka hans sem formanns nefndarinnar. Í gærmorgun hefði hann hins vegar haft samband við fjármálaráðuneytið og látið vita af því að honum þætti hlutverk hans nú hafa breyst og að þessi fyrirlestur væri ekki bein kynning á efni samningsins. Því myndi hann ekki þiggja greiðslu fyrir ferðina. Afsalar sér greiðslu frá ríkinu LEE C. BUCHHEIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.