Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 16
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR16 FRÉTTASKÝRING: Hvað er líklegt að Icesave kosti skattgreiðendur? 3. hluti Það eru einkum óvissa um gengi krónunnar, heimtur úr þrotabúi Landsbankans og hvenær greitt verður út úr því sem veldur óvissu um hversu háar fjárhæðir gætu lent á íslenskum almenningi verði Ice- save-samningurinn samþykktur, segir Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og meðlimur í Advice-hópnum. „Í fyrsta lagi er spurning um gengið sem menn eru að miða við. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25 prósent. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg,“ segir Jón Helgi. „Svo er spurning hvaða gengi við eigum að miða við. Gengi dagsins er vegna gjaldeyrishafta. Ef við miðum við aflandskrónur er gengið 35 prósentum lægra,“ segir Jón. „Það er því firra að tala um að kostnaðurinn sé þekkt stærð. Þetta er opinn tékki og kostnaðurinn getur legið á bilinu frá litlu upp í hundruð milljarða króna,“ segir hann. „Rannsóknir sýna að raungengi gjaldmiðils getur verið víðsfjarri langtímameðaltali í fjölda ára. Það getur náð jafnvægi á Íslandi með hlutfallslega hárri verðbólgu. Auk þess þess getur raungengi náð jafnvægi í gegnum hlutfallslega háa verðbólgu á Íslandi og það þýðir skert lífskjör,“ segir Jón Helgi. Samninganefndin gerir ráð fyrir að greitt verði mjög hratt út úr þrotabúi Landsbankans, en tæplega þriðjungur af búinu er skulda- og hlutabréf í nýja Lands- bankanum, segir Jón Helgi. Gengið sé út frá því að þessi bréf verði seld, og þá sé spurningin hverjir greiði skuldabréfið á endanum. Jón Helgi segir það á endanum falla á viðskiptavini bankans. „Ég á eftir að sjá að það sé svona auðvelt að selja þessi hluta- og skuldabréf í nýja Landsbankanum og fá gjaldeyri fyrir og að slíkt hafi ekki áhrif á gengi,“ segir Jón Helgi. „Svo getum við ekki látið sem eignaverð í heim- inum sveiflist ekki; jafnvel skráðar eignir sveiflast töluvert mikið. Eignirnar eru fjárhagsleg áhætta sem bætist við gengisáhættu og áhættu vegna áætlunar um útgreiðslur. Lítil töf þar skiptir milljörðum,“ segir Jón Helgi. „Þetta er alls ekki fast í hendi enda vilja Bretar og Hollendingar ekki snerta á þessu. Af hverju ættu íslenskir skattgreiðendur að taka á sig alla áhættu þegar ávinn- ingurinn rennur til innistæðueigenda og stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi vegna neyðarlaganna?“ Kostnaðurinn ekki þekkt stærð Kostnaðarmat samninganefnda Íslands í Icesave-deilunni byggir fyrst og fremst á varfærnu mati skilanefndar Landsbankans. „Frá því í apríl 2009 hefur áætlað mat eigna búsins hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverjum árs- fjórðungi. Það eru um 160 milljarðar frá apríl 2009 til síðustu áramóta. Það segir manni að þetta er að þróast í rétta átt,“ segir Lárus. Einnig þarf að horfa til sam- setningar eignasafns þrotabús Landsbankans. Þar eru nú um 400 milljarðar í peningum og fer vaxandi. Þá er verð- tryggt skuldabréf Nýja Landsbankans milli 300 og 400 milljarðar. „Það er orðinn býsna stór hluti af kökunni sem er í algerlega tryggum eignum sem allir geta lagt mat á,“ segir Lárus. „Ég met það þannig að það sé alls ekki mikil áhætta í eignasafninu sjálfu.“ Ein af stærstu eignum þrotabúsins er verslanakeðjan Iceland Foods. Lárus bendir á að skilanefndin sé mjög varfærin í mati á verðmæti keðjunnar. Verði hún seld á því verði sem nú sé fullyrt að verið sé að bjóða í hana muni Icesave-skuldin hverfa algerlega. „Núna er staðan önnur en hún var fyrir hrun. Þá sner- ist allt um að blása sem mestu lofti í blöðruna en núna snýst allt um hið gagnstæða. Það hentar skilanefndinni betur að meta eignirnar á lægra verði og koma óvænt með betri niðurstöðu en að meta eignirnar á hærra verði og koma svo með verri niðurstöðu. Það er ákveðin varkárni byggð inn í þetta kerfi,“ segir Lárus. Þróunin á gengi íslensku krónunnar getur haft veruleg áhrif á kostnað íslenska ríkisins vegna Icesave. „Gengið er í raun eini stóri áhættuþátturinn að mínu mati,“ segir Lárus. Frá því kröfum var lýst í þrotabúið hefur krónan styrkst, en hrapi hún getur það haft mikil áhrif á kostnaðinn. Það þyrfti þó að vera mikið, og því fyrr sem það myndi gerast þeim mun verra væri það, segir Lárus. Gjaldeyrishöftin leiða þó að hans mati til þess að hættan á miklu falli krónunnar sé afar lítil. Allir þeir áhættuþættir sem eiga við um Icesave- samninginn eiga ekki síður við um það sem gerist verði samningnum hafnað og Ísland tapi dómsmáli í kjölfarið, segir Lárus. „Það skiptir ekki máli hvort borgað er sam- kvæmt samningi eða dómi, það eru sömu áhættuþættir. Gengið og endurheimtur úr búinu hafa sömu áhrif. Við losnum ekki við áhættuna þó að samningurinn verði felldur, nema auðvitað ef dómsmál vinnst.“ Sama áhættan tapist dómsmál Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. Talsverð óvissa er um hversu mik- ill kostnaður lendir á íslenskum skattgreiðendum, samþykki lands- menn Icesave-samninginn í þjóð- aratkvæðagreiðslu laugardaginn 9. apríl. Samninganefnd Íslands í deilunni segir það varfærið mat að kostnaðurinn gæti orðið 32 milljarðar króna. Það er margfalt lægra en mat á kostnaði við þann samning sem þjóðin hafnaði í þjóð- aratkvæðagreiðslu í mars í fyrra. Talið var að kostnaður íslenska rík- isins við þann samning yrði um 162 milljarðar króna. Í nýlegri greinargerð samninga- nefndarinnar voru settar fram tvær fráviksspár. Í annarri var gert ráð fyrir betri heimtum úr þrotabúi Landsbankans en nú er gert ráð fyrir. Samkvæmt henni verður enginn kostnaður við samn- inginn, og raunar þriggja milljarða króna eftirstöðvar. Í hinni spánni var gert ráð fyrir tuttugu prósenta afföllum af öðrum eignum þrotabús Landsbankans en þeim sem segja má að séu í hendi. Samkvæmt henni verður kostnað- urinn 98 milljarðar króna. Það eru einkum tvö atriði sem valda óvissu um nákvæmlega hver kostnaðurinn verður. Í fyrsta lagi skiptir máli hvernig gengi krón- unnar þróast. Í öðru lagi skiptir máli nákvæmlega hversu mikið fæst fyrir eignir sem eru í þrota- búi Landsbankans. Mat nefndarinnar á kostnaði byggir nær eingöngu á mati skila- nefndarinnar á verðmæti eigna þrotabúsins. Það mat er talið var- færið og möguleiki að heimtur verði betri en mat þeirra segir til um. Skilanefndin er ekki ein um að meta verðmætið; óháðir sérfræð- ingar hafa verið fengnir til að gera sjálfstætt mat á eignunum. Gengið má veikjast nokkuð Skuldir við Breta og Hollendinga eru í breskum pundum og evrum, en kröfur Tryggingasjóðs inn- stæðueigenda og fjárfesta á þrota- búi Landsbankans eru í íslenskum krónum. Þar verður til ákveðin gengisáhætta. Veikist gengi krónunnar þarf að borga fleiri krónur fyrir skuld- ina. Á móti kemur að eignir þrota- bús Landsbankans eru að mestu í erlendum myntum. Veiking á gengi krónunnar myndi því auka fjölda íslenskra króna sem fást út úr þrotabúinu. Þar sem Trygg- ingasjóðurinn á forgangskröfu sem nemur 51,26 prósentum af því sem fæst úr þrotabúinu myndi veiking krónunnar skila sjóðinum betri endurheimtum. Fram kemur í grein sem Friðrik Már Baldursson, prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands, skrif- aði í Fréttablaðið nýverið að gengi krónunnar megi veikjast um tólf prósent frá síðustu áramótum án þess að það hafi áhrif á kostnað við Icesave-samninginn. Gengið hefur raunar þegar veikst um fimm prósent frá áramótum. Veikist gengið meira aukast heimtur úr þrotabúinu, en þar sem íslenski tryggingarsjóðurinn fær ekki meira en 677 milljarða úr þrotabúinu, sem ætti að fást veik- ist krónan um tólf prósent, hefur öll veiking umfram það þau áhrif að skuldirnar aukast án þess að meira fáist úr þrotabúinu. Friðrik Már bendir á að raun- gengi krónunnar sé nú um tuttugu til þrjátíu prósentum fyrir neðan meðaltal síðustu áratuga, jafnvel þó að þensluárunum skömmu fyrir hrun sé sleppt. Ekki sé hægt að útiloka sveiflur á gengi krónunnar, en efnahagslegar forsendur virð- ist vart fyrir hendi. Þá geti Seðla- bankinn stjórnað að verulegu leyti breytingum á gengi krónunnar svo lengi sem gengishöftin verði í gildi. Skilanefnd Landsbankans telur nú að um 89 prósent af forgangs- kröfum í þrotabúið fáist greiddar. Íslenski tryggingasjóðurinn á 51,29 prósent af forgangskröfum í búið. Samkvæmt síðasta mati skila- nefndarinnar nema áætlaðar heimtur úr þrotabúi Landsbankans 1.175 milljörðum króna. Verði það lokaniðurstaðan fær tryggingasjóð- urinn um 602 milljarða upp í kröfur sínar. Kröfur sjóðsins nema sam- tals 677 milljörðum með vöxtum. 677 milljarðar króna í hendi Friðrik Már er sammála mati samninganefndar Íslands um að mat skilanefndar Landsbankans sé varfærið. Hann bendir á að nefndin hafi enga hagsmuni af því að gera meira úr virði eigna þrotabúsins en efni standi til. Í uppfærðu mati samninganefnd- ar Íslands á kostnaði við Icesave- samninginn er vísað til þess að samsetning eigna bús Landsbank- ans hafi breyst frá fyrra mati. Hærra hlutfall er nú í reiðufé og verðtryggðu skuldabréfi, sam- tals um 677 milljarðar króna. For- sendur áætlana skilanefndarinn- ar um endurheimtur úr búinu séu því traustari en áður og óvissa hafi minnkað. Þetta þýðir að um 677 milljarðar af þeim 1.175 milljörðum sem taldir eru liggja í þrotabúinu eru í hendi, ef svo má segja. Óvissan snýst því um hversu nákvæmar áætlanir á virði annarra eigna þrotabúsins eru, en þær eru í dag metnar á 498 milljarða króna. Fjallað verður nánar um hættuna á gengisfalli krónunnar og endur- heimtur úr þrotabúi Landsbankans síðar í greinaflokki Fréttablaðsins. Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu KOSTNAÐUR Íslenska samninganefndin telur kostnað við Icesave-samninginn verða um 32 milljarða miðað við þær forsendur sem nú eru til staðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓN HELGI EGILSSON Óvissa er um tvö lagaleg atriði sem geta haft mikil áhrif á kostnað íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave. Tekist er á um þessi atriði fyrir dómstólum og mun dómur falla um annað atriðið í dag. Í mati samninganefndar Íslands í Icesave-málinu á kostnaði ríkisins vegna Icesave er ekki reiknað með hagstæðri niðurstöðu í dómsölunum. Verði niðurstaðan í öðru hvoru málinu hagstæð ætti íslenska ríkið að sleppa alfarið við kostnað vegna Icesave. Í dag verður kveðinn upp dómur í níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu í raun forgangskröfur í bú hinna gjaldþrota íslensku banka. Skilanefnd Landsbankans hefur skilgreint heildsöluinnlánin sem forgangskröfur, en aðrir kröfuhafar hafa höfðað mál til að fá því hnekkt. Teljist heildsöluinnlánin, sem nema um 150 milljörðum króna, ekki for- gangskröfur lækka forgangskröfur í bú Landsbankans úr 1.319 milljörðum króna í 1.169 milljarða króna. Slitastjórnin metur eignasafn þrotabúsins á 1.175 milljarða króna. Sé það mat rétt myndi kostnaður skattgreiðenda vegna Icesave-málsins verða enginn, þar sem tryggingasjóðurinn fengi allar sínar kröfur greiddar. Hitt lagalega atriðið sem tekist er á um er hvort íslenski tryggingasjóður- inn eigi forgang til greiðslna úr búinu umfram aðra innstæðutryggingasjóði. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður hefur haldið því fram að svo sé. Trygginga- sjóðurinn hefur höfðað mál til að freista þess að fá þetta staðfest. Gerist það fær sjóðurinn allar sínar kröfur greiddar upp í topp og kostnaður skatt- greiðenda verður enginn. Dómur um heildsölulán fellur í dag LÁRUS BLÖNDAL Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Gott úrval vinnukolla Sterkir – þægilegir – styðja undir rétta setstöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.