Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 70
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR54 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Auðvitað byrjar maður kvöldið á Mushroom með Can, drekkur í takt við endurtekningarsaman taktinn, þar til maður hefur safnað kjarki til að hlusta á Katy Perry og Lady Gaga.“ Jón Örn Loðmfjörð ljóðskáld. „Þetta gekk alveg eins og í lyga- sögu,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á fimmtudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfar- in misseri. „Þetta var ofboðslega gaman og ég fékk rosalega góðar móttökur.“ Tónleikarnir fóru fram í leik- húsinu Göta Lejon í Stokkhólmi og um átta hundruð manns mættu. Stemningin var gríðargóð, sér- staklega í lokalaginu þegar Frið- rik söng Eurovision-lagið This Is My Life með leynigestinum Reg- ínu Ósk. Áður hafði Friðrik sungið dúett með Jóhönnu Guðrúnu, auk þess sem hún söng Eurovision- lögin sín Is It True? og Nótt. Með tónleikunum vildi Friðrik kynna sig og sína tónlist fyrir Svíum og naut hann til þess lið- sinnis íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Eftir hálfs árs undir- búning mætti Friðrik vel undirbú- inn til leiks með slatta af nýjum lögum í farteskinu sem hann hefur samið, öll á ensku. Einnig söng hann eitt lag á sænsku, ballöðuna Stad i ljus sem Tommy Körberg söng í Eurovision árið 1988. Friðrik viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður fyrir tón- leikana, enda voru sænskir söngv- arar, umboðsmenn og fulltrúar frá útgáfufyrirtækjum á meðal gesta. Nú þegar hafa nokkrir lagahöf- undar óskað eftir samstarfi við hann. „Það sem er svo gaman við að gera þetta í nýju landi er að enginn veit hver maður er. Þetta minnti mig á þegar maður var að byrja að syngja. Þá kom þessi extra fiðringur en heima var maður orðinn svo vanur að koma fram að maður hálfpartinn sakn- aði þess að vera stressaður,“ segir hann. Eitthvað af Íslendingum var í salnum, þar á meðal þingmenn sem voru á Norðurlandaráðstefnu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru þau Bjarni Bene- diktsson, Siv Friðleifsdóttir og Helgi Hjörvar á meðal gesta. Friðrik er þessa dagana að undir- búa sólóplötu með nýju lögunum og er hún væntanleg í haust. Tilefnið er þrítugsafmælið hans 4. október og heldur hann einmitt afmælistón- leika í Hofi á Akureyri 1. október. Þar ætlar hann að syngja í fyrsta sinn opinberlega dúett með pabba sínum. freyr@frettabladid.is FRIÐRIK ÓMAR: TÓNLEIKARNIR GENGU EINS OG Í LYGASÖGU Sólóferill Friðriks fær fljúgandi start Í ÍSLENSKA SENDIRÁÐINU Friðrik Ómar og Jóhanna Guðrún ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, í hófi sem var haldið fyrir tónleikana. „Hjólin eru farin að snúast,“ segir Margrét Björnsdóttir, nem- andi í Verzlunarskóla Íslands. Margrét vann keppnina fyndn- asti Verzlingurinn í síðustu viku. Á meðal dómara í keppninni voru Dóri DNA og Bergur Ebbi úr grínhópnum Mið-Íslandi, en Mar- grét falaðist etir að fá að starfa með þeim í viðtali við Frétta- blaðið á laugardaginn. Þeir hafa nú boðið henni að vera sérstakur gestur á uppistandskvöldi hóps- ins í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudaginn í næstu viku. Margrét segir kvöldið leggjast vel í sig. „Þetta er algjör snilld – ég er ógeðslega spennt,“ segir hún. Spurð hvort hún ætli að nota sigurbrandarana úr keppninni í Verzló í Þjóðleikhúskjallaranum segist hún ekki vera viss. „Ég kem kannski með nýja rútínu,“ segir hún. „Mér fannst hitt höfða meira til framhaldsskólanema og aldurshópsins míns. Þarna verð- ur fólk á öllum aldri og ég vil reyna að höfða til þess. Ég læt kannski brandara um píkuprump vera. Mig langar samt að vera svolítið óviðeigandi.“ Mið-Íslandshópurinn, þeir Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð, Dóri DNA og Bergur Ebbi, var með tvö skemmtikvöld í Þjóðleikhús- kjallaranum í mars og var upp- selt á þau bæði. Þá var Sólmund- ur Hólm sérstakur gestur, en ásamt Margréti verður enginn annar en Pétur Jóhann Sigfússon gestur í næstu viku. Margrét er gríðarlega ánægð með að fá að skemmta á sama kvöldi og hann, enda mikill aðdáandi. Ertu stressuð? „Nei, það hjálpar mér ekki að vera stressuð,“ segir hún. „Það er best að vera mjög slök – taka þessu með stóískri ró. Mér finnst það langbest.“ Miðasala á skemmtunina fer fram á Midi.is. - afb Fyndnasti Verzlingurinn fær tækifæri FYNDIN VERZLÓPÍA Margrét vann keppnina Fyndnasti Verzlingurinn og hefur nú verið boðið að troða upp á skemmtikvöldi grínhópsins Mið-Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þetta er bara fyrirtæki sem á að vera notað í kringum þann rekstur sem ég er í. Nafnið er síðan nátt- úrlega snilld,“ segir Ásgeir Kol- beinsson um nýstofnað fyrirtæki sitt, Kolb Entertainment. Ásgeir er maður með mörg járn í eldin- um, hann kemur að rekstri veit- inga-og skemmtistaðarins Austur og er með sjónvarpsþáttinn Sjáðu á Stöð 2 en hann fjallar um allar þær kvikmyndir sem frumsýndar eru á Íslandi. Ásgeir hefur einnig komið að tónleikahaldi á Íslandi, var meðal annars einn þeirra sem fluttu inn teknótröllið Scooter sællar minn- ingar, en tilgangur hins nýstofn- aða félags er meðal annars inn- flutningur á skemmtikröftum og tónlistarmönnum. Ásgeir segist þó ekki ætla að hella sér út í tón- leikahald á nýjan leik, að minnsta kosti ekki alveg strax, þótt hann viðurkenni að vissulega sé mark- aður fyrir þekkta stórstjörnu fyrir aðdáendur í yngri kantinum. „Maður heldur þessu auðvitað allt- af opnu og maður er með augun og eyrun hjá sér. Hins vegar er það alltaf ljóst að þetta eru erf- iðir tímar eins og gengið er núna. Þetta var erfitt þegar Scooter kom en núna er þetta helmingi verra. Og svo er alltaf mikil áhætta tekin með svona tónleikahaldi.“ - fgg Ásgeir stofnar Kolb Entertainment NÓG AÐ GERA Ásgeir Kolbeins er með mörg járn í eldinum og hefur stofnað fyrirtækið Kolb Entertainment til að halda utan um þau. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum stendur söngvarinn Alan Jones fyrir sérstökum stjörnu- leik í körfubolta í KR-heimilinu á morgun, en allur aðgangseyrir leiksins rennur til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Áður hefur komið fram að Haffi Haff, Auðunn Blöndal, Örlygur Smári, Sverrir Bergmann og rapparinn Kristmundur Axel spili í leiknum en nú hafa miðherjinn Logi Berg- mann, kraftfram- herjinn Gazman og partípinninn Óli Geir bæst í hópinn ásamt útvarpsmann- inum Heiðari Austmann og hjar- taknúsaranum Júlí Heiðari. Það er því ljóst að leikurinn verður mikið sjónarspil. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI Risinn í íslensku sjón- varpi síðustu þrjú ár, spurningaþátturinn Útsvar, hefur verið felldur af stalli sem vinsælasti sjónvarps- þáttur landsins. Og það þurfti leik- stjóra sem hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna til að hirða hásætið. Tími nornarinnar náði þessum ein- staka áfanga um helgina þegar rúmlega þriðjungur landsmanna í aldurshópnum 12-49 ára horfði á svaðilfarir Einars blaðamanns í leikstjórn Friðriks Þórs. Það virtist ekki hafa áhrif á Pressu, sem var sýnd á sama tíma á Stöð 2, því hún var með tæplega fjórðungs áhorf eins og í síðustu viku. Þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson hafa sennilega upp- lifað einhvern mesta hvirfilvind á ferli sínum á þessu sjónvarpsári. Fyrst kallaði umboðsmaður barna þá á sinn fund og greindi þeim frá fjölda kvartana vegna þáttar þeirra á leikskóla. Svo kom Einars Bárðar málið þar sem þeir voru sakaðir um að kynda undir einelti gagnvart feitu fólki og þeir hafa ekki komist inn á topp tíu lista Stöðvar 2 í dágóðan tíma þar sem þeir voru fastagestir. Það kom því vafalítið fáum á óvart að Auðunn Blöndal skyldi lýsa því yfir í viðtali við Monitor að þetta væri síðasta þáttaröð þeirra félaga, þeir væru orðnir þreyttir. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Sun 3.4. Kl. 15:00 Sun 10.4. Kl. 15:00 Sun 17.4. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 3.4. Kl. 14:00 Sun 3.4. Kl. 17:00 Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Fös 1.4. Kl. 20:00 8. sýn Lau 2.4. Kl. 20:00 Mið 13.4. Kl. 20:00 Fim 14.4. Kl. 20:00 Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Brák (Kúlan) Ö Lau 2.4. Kl. 20:00 Lau 9.4. Kl. 20:00 Sun 10.4. Kl. 20:00 Lau 16.4. Kl. 20:00 Sun 17.4. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö U Ö Fös 8.4. Kl. 20:00 Þri 12.4. Kl. 20:00 Fös 15.4. Kl. 20:00 síð.sýn U Ö Ö U Ö Ö Bjart með köflum (Stóra sviðið) Mið 6.4. Kl. 20:00 Fors. Fim 7.4. Kl. 20:00 Fors. Fös 8.4. Kl. 20:00 Frums. Lau 9.4. Kl. 20:00 2. sýn Fös 15.4. Kl. 20:00 3. sýn Lau 16.4. Kl. 20:00 4. sýn Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýnÖ Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö U U U Ö Ö FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.