Fréttablaðið - 01.04.2011, Page 70

Fréttablaðið - 01.04.2011, Page 70
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR54 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Auðvitað byrjar maður kvöldið á Mushroom með Can, drekkur í takt við endurtekningarsaman taktinn, þar til maður hefur safnað kjarki til að hlusta á Katy Perry og Lady Gaga.“ Jón Örn Loðmfjörð ljóðskáld. „Þetta gekk alveg eins og í lyga- sögu,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á fimmtudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfar- in misseri. „Þetta var ofboðslega gaman og ég fékk rosalega góðar móttökur.“ Tónleikarnir fóru fram í leik- húsinu Göta Lejon í Stokkhólmi og um átta hundruð manns mættu. Stemningin var gríðargóð, sér- staklega í lokalaginu þegar Frið- rik söng Eurovision-lagið This Is My Life með leynigestinum Reg- ínu Ósk. Áður hafði Friðrik sungið dúett með Jóhönnu Guðrúnu, auk þess sem hún söng Eurovision- lögin sín Is It True? og Nótt. Með tónleikunum vildi Friðrik kynna sig og sína tónlist fyrir Svíum og naut hann til þess lið- sinnis íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Eftir hálfs árs undir- búning mætti Friðrik vel undirbú- inn til leiks með slatta af nýjum lögum í farteskinu sem hann hefur samið, öll á ensku. Einnig söng hann eitt lag á sænsku, ballöðuna Stad i ljus sem Tommy Körberg söng í Eurovision árið 1988. Friðrik viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður fyrir tón- leikana, enda voru sænskir söngv- arar, umboðsmenn og fulltrúar frá útgáfufyrirtækjum á meðal gesta. Nú þegar hafa nokkrir lagahöf- undar óskað eftir samstarfi við hann. „Það sem er svo gaman við að gera þetta í nýju landi er að enginn veit hver maður er. Þetta minnti mig á þegar maður var að byrja að syngja. Þá kom þessi extra fiðringur en heima var maður orðinn svo vanur að koma fram að maður hálfpartinn sakn- aði þess að vera stressaður,“ segir hann. Eitthvað af Íslendingum var í salnum, þar á meðal þingmenn sem voru á Norðurlandaráðstefnu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru þau Bjarni Bene- diktsson, Siv Friðleifsdóttir og Helgi Hjörvar á meðal gesta. Friðrik er þessa dagana að undir- búa sólóplötu með nýju lögunum og er hún væntanleg í haust. Tilefnið er þrítugsafmælið hans 4. október og heldur hann einmitt afmælistón- leika í Hofi á Akureyri 1. október. Þar ætlar hann að syngja í fyrsta sinn opinberlega dúett með pabba sínum. freyr@frettabladid.is FRIÐRIK ÓMAR: TÓNLEIKARNIR GENGU EINS OG Í LYGASÖGU Sólóferill Friðriks fær fljúgandi start Í ÍSLENSKA SENDIRÁÐINU Friðrik Ómar og Jóhanna Guðrún ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, í hófi sem var haldið fyrir tónleikana. „Hjólin eru farin að snúast,“ segir Margrét Björnsdóttir, nem- andi í Verzlunarskóla Íslands. Margrét vann keppnina fyndn- asti Verzlingurinn í síðustu viku. Á meðal dómara í keppninni voru Dóri DNA og Bergur Ebbi úr grínhópnum Mið-Íslandi, en Mar- grét falaðist etir að fá að starfa með þeim í viðtali við Frétta- blaðið á laugardaginn. Þeir hafa nú boðið henni að vera sérstakur gestur á uppistandskvöldi hóps- ins í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudaginn í næstu viku. Margrét segir kvöldið leggjast vel í sig. „Þetta er algjör snilld – ég er ógeðslega spennt,“ segir hún. Spurð hvort hún ætli að nota sigurbrandarana úr keppninni í Verzló í Þjóðleikhúskjallaranum segist hún ekki vera viss. „Ég kem kannski með nýja rútínu,“ segir hún. „Mér fannst hitt höfða meira til framhaldsskólanema og aldurshópsins míns. Þarna verð- ur fólk á öllum aldri og ég vil reyna að höfða til þess. Ég læt kannski brandara um píkuprump vera. Mig langar samt að vera svolítið óviðeigandi.“ Mið-Íslandshópurinn, þeir Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð, Dóri DNA og Bergur Ebbi, var með tvö skemmtikvöld í Þjóðleikhús- kjallaranum í mars og var upp- selt á þau bæði. Þá var Sólmund- ur Hólm sérstakur gestur, en ásamt Margréti verður enginn annar en Pétur Jóhann Sigfússon gestur í næstu viku. Margrét er gríðarlega ánægð með að fá að skemmta á sama kvöldi og hann, enda mikill aðdáandi. Ertu stressuð? „Nei, það hjálpar mér ekki að vera stressuð,“ segir hún. „Það er best að vera mjög slök – taka þessu með stóískri ró. Mér finnst það langbest.“ Miðasala á skemmtunina fer fram á Midi.is. - afb Fyndnasti Verzlingurinn fær tækifæri FYNDIN VERZLÓPÍA Margrét vann keppnina Fyndnasti Verzlingurinn og hefur nú verið boðið að troða upp á skemmtikvöldi grínhópsins Mið-Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þetta er bara fyrirtæki sem á að vera notað í kringum þann rekstur sem ég er í. Nafnið er síðan nátt- úrlega snilld,“ segir Ásgeir Kol- beinsson um nýstofnað fyrirtæki sitt, Kolb Entertainment. Ásgeir er maður með mörg járn í eldin- um, hann kemur að rekstri veit- inga-og skemmtistaðarins Austur og er með sjónvarpsþáttinn Sjáðu á Stöð 2 en hann fjallar um allar þær kvikmyndir sem frumsýndar eru á Íslandi. Ásgeir hefur einnig komið að tónleikahaldi á Íslandi, var meðal annars einn þeirra sem fluttu inn teknótröllið Scooter sællar minn- ingar, en tilgangur hins nýstofn- aða félags er meðal annars inn- flutningur á skemmtikröftum og tónlistarmönnum. Ásgeir segist þó ekki ætla að hella sér út í tón- leikahald á nýjan leik, að minnsta kosti ekki alveg strax, þótt hann viðurkenni að vissulega sé mark- aður fyrir þekkta stórstjörnu fyrir aðdáendur í yngri kantinum. „Maður heldur þessu auðvitað allt- af opnu og maður er með augun og eyrun hjá sér. Hins vegar er það alltaf ljóst að þetta eru erf- iðir tímar eins og gengið er núna. Þetta var erfitt þegar Scooter kom en núna er þetta helmingi verra. Og svo er alltaf mikil áhætta tekin með svona tónleikahaldi.“ - fgg Ásgeir stofnar Kolb Entertainment NÓG AÐ GERA Ásgeir Kolbeins er með mörg járn í eldinum og hefur stofnað fyrirtækið Kolb Entertainment til að halda utan um þau. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum stendur söngvarinn Alan Jones fyrir sérstökum stjörnu- leik í körfubolta í KR-heimilinu á morgun, en allur aðgangseyrir leiksins rennur til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Áður hefur komið fram að Haffi Haff, Auðunn Blöndal, Örlygur Smári, Sverrir Bergmann og rapparinn Kristmundur Axel spili í leiknum en nú hafa miðherjinn Logi Berg- mann, kraftfram- herjinn Gazman og partípinninn Óli Geir bæst í hópinn ásamt útvarpsmann- inum Heiðari Austmann og hjar- taknúsaranum Júlí Heiðari. Það er því ljóst að leikurinn verður mikið sjónarspil. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI Risinn í íslensku sjón- varpi síðustu þrjú ár, spurningaþátturinn Útsvar, hefur verið felldur af stalli sem vinsælasti sjónvarps- þáttur landsins. Og það þurfti leik- stjóra sem hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna til að hirða hásætið. Tími nornarinnar náði þessum ein- staka áfanga um helgina þegar rúmlega þriðjungur landsmanna í aldurshópnum 12-49 ára horfði á svaðilfarir Einars blaðamanns í leikstjórn Friðriks Þórs. Það virtist ekki hafa áhrif á Pressu, sem var sýnd á sama tíma á Stöð 2, því hún var með tæplega fjórðungs áhorf eins og í síðustu viku. Þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson hafa sennilega upp- lifað einhvern mesta hvirfilvind á ferli sínum á þessu sjónvarpsári. Fyrst kallaði umboðsmaður barna þá á sinn fund og greindi þeim frá fjölda kvartana vegna þáttar þeirra á leikskóla. Svo kom Einars Bárðar málið þar sem þeir voru sakaðir um að kynda undir einelti gagnvart feitu fólki og þeir hafa ekki komist inn á topp tíu lista Stöðvar 2 í dágóðan tíma þar sem þeir voru fastagestir. Það kom því vafalítið fáum á óvart að Auðunn Blöndal skyldi lýsa því yfir í viðtali við Monitor að þetta væri síðasta þáttaröð þeirra félaga, þeir væru orðnir þreyttir. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Sun 3.4. Kl. 15:00 Sun 10.4. Kl. 15:00 Sun 17.4. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 3.4. Kl. 14:00 Sun 3.4. Kl. 17:00 Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Fös 1.4. Kl. 20:00 8. sýn Lau 2.4. Kl. 20:00 Mið 13.4. Kl. 20:00 Fim 14.4. Kl. 20:00 Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Brák (Kúlan) Ö Lau 2.4. Kl. 20:00 Lau 9.4. Kl. 20:00 Sun 10.4. Kl. 20:00 Lau 16.4. Kl. 20:00 Sun 17.4. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö U Ö Fös 8.4. Kl. 20:00 Þri 12.4. Kl. 20:00 Fös 15.4. Kl. 20:00 síð.sýn U Ö Ö U Ö Ö Bjart með köflum (Stóra sviðið) Mið 6.4. Kl. 20:00 Fors. Fim 7.4. Kl. 20:00 Fors. Fös 8.4. Kl. 20:00 Frums. Lau 9.4. Kl. 20:00 2. sýn Fös 15.4. Kl. 20:00 3. sýn Lau 16.4. Kl. 20:00 4. sýn Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýnÖ Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö U U U Ö Ö FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.