Fréttablaðið - 01.04.2011, Side 28

Fréttablaðið - 01.04.2011, Side 28
28 1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR Nei við Icesave Sá mikli skáldjöfur og skemmtipenni, Hallgrímur Helgason, reit um öfugt Icesave á dögunum og kallaði Britsave. Fór yfir staðreyndir með öfugum formerkjum án hlutdrægni. Að minnsta kosti miðað við skáld. Pæling Hallgríms er væntan- lega sú að setja okkur í spor við- semjendanna og spyrja hvernig málið sneri ef okkar eigin landar hefðu tapað á viðskiptum sínum við breskt bankaútibú á Íslandi en breskir þegnar í heimaland- inu hins vegar stikkfrí í skjóli neyðarlaga. Spyrji nú hver Íslendingur sig sjálfan hvort hann fremur myndi átelja eigin landa sem létu blekkjast af gylliboði breska úti- búsins eða krefja bresku þjóð- ina um endurgreiðslu þeim til handa? Fyndist okkur óeðlilegt af Bretum að vernda eigin þegna fram yfir aðra yrði heildstætt bankahrun þar í landi? Mynd- um við ásækja þá fyrir misvís- andi yfirlýsingar ráðamanna? Beita hryðjuverkalögum, hót- unum og þrýstingi? Ætla bresku þjóðinni heilan Versalasamn- ing til borgunar með vöxtum og vaxtavöxtum? Svari hver fyrir sig. Ákvæði EES um innistæðu- tryggingar kveða á um inni- stæðusjóði EES -ríkjanna til að bregðast við hruni bankastofnana. Bankakerfin skuli sjá um áfyllinguna undir eftirliti hins opinbera. Bank- arnir á Íslandi rændu þessu fé eins og öðru og eftirlitið úti á túni. En er Ísland eina EES- ríkið sem þannig er ástatt um? Hvernig ætli innistæðutrygging- arsjóðir annarra EES-ríkja séu í stakk búnir til að mæta þjóðar- hruni? Líkast er lítið hald í þessu ákvæði ef til kæmi. Vilji menn hins vegar virkja þetta ákvæði þrátt fyrir augljósan ágalla má benda á annan ágalla. Nefnilega þann að þó hið opinbera gangist við eftirlits skyldu er ekkert sem segir að sé hún vanrækt skuli viðkomandi ríki borga brúsann. Þetta hafa lögfræðingar ítrekað bent á. Inngrip forsetans í Icesave- deiluna hafa sætt gagnrýni. Þau eru þó samkvæmt stjórnarskrá og varin lýðréttindi. Íslenzka þjóðin mun því ganga aftur að kjörborðinu í aprílbyrjun. Margir eru skiljanlega orðnir þreyttir á þessu vafstri en að samþykkja Icesave þýðir ekki að við séum laus við okið heldur þvert á móti að skuldbindingin sé okkar. Gætum líka að því að óvissa um endanlega upphæð er mikil. Björtustu spár miða við 100% skil úr þrotabúi Lands- bankans, þær svörtustu nálgast núllið. Sömuleiðis er enn óútkljáð hverjir munu sitja að forgangi í þrotabúið og óvíst að íslenzka ríkið verði þar í öndvegi. Þessi vafi gerir Icesave að óútfylltum víxli. Tal um lokun lánalína og einangrun hirði ég lítt um enda sýnt sig að vera marklaust. Alvarlegast við samþykkt Ice- save er þó þetta: Íslenzk þjóð er ekki að taka á sig skuldir örv- asa manna heldur ránsfeng ein- staklinga sem við sjáum enn sem hluthafa, fjárfesta, stóreigna- menn og rekendur risakompanía, bæði heima og heiman. Þeir gangast ekki við glæpum sínum, sýna hroka og yfirlæti og ljóst að enginn þeirra mun reiða krónu af hendi ótilneyddur. Já við Icesave losar alla þessa menn úr viðjum og við þeim tekur alsaklaust fólk. Nei við Icesave mun hins vegar beina sjónpípum Breta og Hollendinga einmitt að þessum einstaklingum, hinum einu og sönnu sökudólgum. Stjórnvöld beggja ríkja munu finna þá í fjöru og hundelta. Nei við Ice- save inniber þannig dómstóla- leið en hún verður ekki gegn íslenzka ríkinu og skattborgur- um þess heldur bankaræning- junum sjálfum. Segjum því NEI við Icesave. Icesave Lýður Árnason læknir og kvikmynda- gerðarmaður Þeir gangast ekki við glæpum sínum, sýna hroka og yfirlæti og ljóst að eng- inn þeirra mun reiða krónu af hendi ótilneyddur. Matsfyrirtækið Moody‘s segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í rusl- flokk fari svo að þjóðin hafni Ice- save-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Fari svo að þjóðin sam- þykki samninginn er lík- legast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar,“ segir einn- ig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloom- berg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum.“ (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011). Ef marka má framan- greinda yfirlýsingu Moody‘s eru miklir hagsmunir í því fólgnir að hafna lögunum um Icesave vegna kostnað- ar við endurfjármögn- un erlendra skulda hins opinbera. Samanlagðar heildarskuldir hins opin- bera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykja- víkur eru nú um 1.350 milljarðar króna sam- kvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Mikið af þessum fjármun- um hefur farið í fjárfestingar sem hafa mun lengri endurgreiðslutíma en skuldirnar. Af þeim sökum er eðlilegt að hluti þessara skulda sé endurfjármagnaður. Jafnframt þarf að stofna til nýrra skulda vegna nýrra verkefna í framtíðinni, t.a.m. vegna Hverahlíðar, Þeistareykja og Búðarháls. Kostnað sem líklegt er að falli á ríkissjóð vegna IceSave er sann- gjarnt og rétt að skoða í samhengi við þann ávinning sem hlytist af samþykktinni. Talið er að líklegast sé að ríkið muni þurfa að bera 47 milljarða kostnað vegna Icesave. Sá kostnaður er tæp 3,5% af áður- greindum skuldum hins opinbera. Ef marka má orð Moody‘s þarf ríkið því að reiða fram 47 millj- arða á næstu fimm árum til að við- halda lánshæfismati sínu og tryggja endurfjármögnun 1.350 milljarða skulda á alþjóðamarkaði á næstu árum. Ef samningnum verður hins vegar hafnað er svo til öruggt að endurfjármögnun skulda verður bæði erfiðari og dýrari. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver mun- urinn er á fjármögnunarkostnaði ríkis sem er í ruslflokki og ríkis sem er með fjár- festingareinkunn. Vís- bendingar er þó að finna með því að bera saman vexti á ruslskuldabréfum og skuldabréf fyrirtækja með fjárfestingareinkunn í Bandaríkjunum. Nú um stundir er munurinn á þessum tveim flokkum 3,2% á ári. Sú vaxtapró- senta gefur um 43 millj- arða á ári miðað við 1.350 milljarða höfuðstól. Ef við hins vegar lækkum muninn í 2% í varúðar- skyni þá er munurinn 27 milljarðar á ári. Þess má einnig geta að vaxtaálag Portúgals er nú 5,65% og Grikklands 9,80% sem gefur vísbendingar um að kjör Íslands yrðu um 5,44% í stað 2,24% nú (reyndar myndi betri ein- kunn í kjölfar samþykkt- ar lækka núverandi álag, en það er önnur saga og lengri). Nú er auðvelt að bera sviðsmynd- irnar tvær saman: 1. Samningar samþykktir og fjár- festingaeinkunn tryggð. Þá er lík- legast að ríkissjóður þurfi að greiða Bretum og Hollendingum 47 millj- arða á næstu fimm árum. 2. Samningnum hafnað og ein- kunn fer í ruslflokk. Þá er líkleg- ast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Ef menn vilja taka ákvörðun um hvort þeir samþykkja eða hafna Ice- save út frá kostnaði við endurfjár- mögnun skulda hins opinbera þá er augljóst hvor kosturinn er valinn – þetta er hið ískalda hagsmunamat. Hið ískalda hagsmunamat Icesave Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins Ef menn vilja taka ákvörð- un um hvort þeir sam- þykkja eða hafna Icesave út frá kostn- aði við endur- fjármögnun skulda hins opinbera þá er augljóst hvor kostur- inn er valinn Rökin fyrir því að Íslending-ar samþykki Icesave-kröfur Breta og Hollendinga jafnast á við rök handrukkarans sem ógnar saklausum vegfarendum og hefur af þeim fé. Vegfarendurnir þora ekki að standa á rétti sínum og láta undan kúgunum. Hvað sem því líður er ljóst að ef ríkissjóður gerir kröfur Breta og Hollendinga að skuld þá gerir hann vonda stöðu sína enn verri. Jafnvel má telja líklegt að hann stefni hraðbyri í gjaldþrot. Árið 2001 fóru 20% af heildartekjum ríkissjóðs Argentínu í vaxtagjöld, og brúttó skuldir hans voru um 54% af landsframleiðslu. Árið eftir var hann lýstur gjaldþrota. Í dag fara um 22% af heildartekjum hins íslenska ríkissjóðs í vaxta- gjöld, brúttó skuldir hans eru um 90% af landsframleiðslu og halla- rekstur mikill. Er þorandi að bæta Icesave-klafanum ofan á þá byrði? Skattahækkanir eru hættar að skila sér í aukinni skattheimtu svo auknum álögum á ríkissjóð þarf að mæta með lántökum og djúpum, hröðum og sársaukafullum niður- skurði á rekstri hins opinbera. Mun Icesave-klafinn draga erlendar fjárfestingar með sér til Íslands, eins og margir hafa haldið fram? Hugsanlega. En hvaða gagn er að því ef ríkissjóður verður gjaldþrota og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn tekur við efnahagsstjórn Íslands? Sennilega lítið. Þeir, sem vantar erlent fjármagn, verða ein- faldlega að sannfæra fjárfesta um arðsemi áætlana sinna. Arðsamar fjárfestingar laða að sér fjármagn. Aðrar ekki. Ef stjórnvöld vilja laða fjármagn til landsins, ættu þau að hætta að áreita efnahagslíf lands- manna með síbreytilegum reglum, höftum, sköttum og tilheyrandi doða og óvissu. Hvað vakir fyrir stjórnvöldum að róa svona hart að því að taka við Icesave-kröfum Breta og Hollendinga? Þingmenn Vinstri- grænna eru varla á höttunum eftir fjármagni til fleiri virkjanafram- kvæmda, eða hvað? Er verið að friðþægja Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um svo hann láni okkur meira fé til að lengja í hengingaról gjald- þrots sem vofir yfir Íslandi? Hvað vakir fyrir fjölmiðlamönn- um að flytja jafneinhliða og jafn- linnulausan áróður fyrir sam- þykkt Icesave-laganna og raunin er? Liggur einhver Samfylkingar- þráður í gegnum þá starfsstétt? Hvað hafa embættismenn Evr- ópusambandsins lofað íslensk- um ráðamönnum ef þeim tekst að hengja Icesave-klafann á háls íslenskra skattgreiðenda? Icesave-lögin eru rússnesk rúlletta þar sem fimm af sex byssu- hólfum eru hlaðin. Viltu spila? Rússnesk rúlletta Icesave Geir Ágústsson verkfræðingur SKULDAKREPPA EVRÓPU www.hr.is Dr. Lee Buchheit fjallar um skuldakreppu Evrópu í sögulegu samhengi á hádegisfundi í Háskólanum í Reykjavík í dag, föstudag, kl. 12:10–13:00. Lee Buchheit er lögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum lánasamningum og skuldasamningum sjálfstæðra ríkja. Buchheit hefur kennt lögfræði við suma virtustu háskóla heims og er einn meðeigenda alþjóðlegu lagaskrifstofunnar Cleary Gottlieb Steen & Hamilton LLP. Lee Buchheit lauk doktorsprófi frá Pennsylvaníu háskóla árið 1975 og diplómagráðu í alþjóðalögum frá Cambridge University árið 1976. Hann hefur skrifað tvær bækur á sviði þjóðréttar og meira en 40 greinar um málefni tengd sínu sérsviði. Buchheit hefur hlotið ýmsar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir starf sitt, þar á meðal International Financial Law Review’s Lifetime Achievement Award. Lee Buchheit hefur leitt starf samninganefndar Íslands um Icesavesamningana frá því snemma árs 2010. Fundarstjóri: Dr. Ragnhildur Helgadóttir Fundarstaður: Háskólinn í Reykjavík, Bellatrix Fundurinn er haldinn á vegum lagadeildar og viðskiptadeildar Allir velkomnir!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.