Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 6
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR6
FÓLK „Ég brast í grát þegar ég heyrði
fréttirnar. Ég er ofsalega hrædd og
vil ekki fara heim,“ segir Priyanka
Thapa, 23 ára Nepali sem hefur
verið synjað um dvalarleyfi á grund-
velli mannúðarsjónarmiða á Íslandi.
Priyanka stendur frammi fyrir
því að þurfa að fara aftur heim til
Nepals og giftast fertugum manni,
sem hún hefur aldrei hitt, til að
bjarga fjölskyldu sinni frá sárri
fátækt.
Priyanka hefur starfað sem barn-
fóstra hjá átta manna fjölskyldu
hér á landi. Fjölskyldan hefur tekið
henni opnum örmum og boðið henni
að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur
auk þess lagt stund á nám í verk- og
raunvísindadeild við háskólabrú
Keilis með ótrúlega góðum árangri.
Hún útskrifast í maí og hyggur á
frekara nám í lyfja- eða efnafræði.
Priyanka sagði sögu sína í Frétta-
blaðinu síðasta aðfangadag. Þar kom
fram að hún ólst upp hjá einstæðri
móður sem getur ekki lengur fram-
fleytt sér né fötluðum syni sínum af
heilsufarsástæðum. Því greip hún til
þess ráðs að gefa Priyönku.
„Lífi mínu er hreinlega lokið
ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín
gamlir karlar og ömurlegar aðstæð-
ur – í raun bara þrældómur,“ sagði
Priyanka, sem hafði vonast til að
geta búið áfram á Íslandi, fengið sér
vinnu meðfram námi og framfleytt
fjölskyldu sinni þannig.
Útlendingastofnun hefur úrskurð-
að að Priyanka uppfylli ekki skil-
yrði um dvalarleyfi á grundvelli
mannúðarsjónarmiða. Í ákvörðun-
inni er vitnað í tölvupóst frá bróð-
ur Priyönku, sem hvetur hana til að
giftast manninum, annars fari illa
fyrir allri fjölskyldunni. Hún verði
auk þess fjölskyldunni til skammar
þar sem manninum hafi verið lofað
að giftast henni. Hún er beðin um að
tilkynna ákvörðun sína eins fljótt og
hún geti og vinsamlegast beðin um
að koma heim.
Útlendingastofnun telur að þar
sem bróðir Priyönku biðji hana um
að upplýsa um „ákvörðun“ sína og að
hún sé „vinsamlegast“ beðin um að
koma heim sé henni í raun í sjálfs-
vald sett hvort hún giftist mannin-
um.
Þá telur stofnunin ekkert benda
til þess að fari Priyanka heim til
Nepal verði hún neydd í hjónaband
eða að ómannúðleg eða vanvirð-
andi meðferð bíði hennar. Og þótt
Priyanka segist eiga bjartari fram-
tíð og betri möguleika til náms á
Íslandi telur Útlendingastofnun það
eitt og sér ekki ástæðu til að veita
henni dvalarleyfið.
Í úrskurðinum kemur fram að
stofnunin hafi farið yfir gögn sem
varða réttindi kvenna í Nepal, þar
á meðal hjónabönd, sem voru höfð
til hliðsjónar við ákvörðunar í máli
Priyönku. Þar er meðal annars vitn-
að í norsku Útlendingastofnunina,
sem staðfesti að hefðin í Nepal væri
sú að foreldrar ákvæðu maka fyrir
börn sín og hvenær þau gengju í
hjónaband. Félagsleg staða fjöl-
skyldunnar, menntun og fjárhagur
hefði áhrif á val á maka.
Rannsóknir sýndu hins vegar
að viðhorf til þessa fyrirkomulags
væru að breytast; hjónaböndum þar
sem aðilar ákvæðu sjálfir makaval
sitt færi fjölgandi og umburðarlyndi
gagnvart slíkum hjónaböndum
væri að aukast. Útlendingastofn-
un telur að þessi viðhorfsbreyting
renni einnig stoðum undir það að
Priyanka verði ekki neydd í hjóna-
band fari hún aftur til síns heima.
Ekki náðist í Kristínu Völund-
ardóttur, forstjóra Útlendinga-
stofnunar, í gær. kristjan@frettabladid.is
Brast í grát eftir synjunina
Priyönku Thapa hefur verið neitað um dvalarleyfi á Íslandi. Hún hefur verið gefin í hjónaband í heima-
landi sínu. Lögin kveða á um að taka beri sérstakt tillit til kvenna sem eru í sömu sporum og Priyanka.
Lögum um útlendinga var breytt í fyrra. Í greinargerð sem fylgir lögunum
kemur fram að veita verði stjórnvöldum svigrúm við mat á því hvenær
rétt sé að veita dvalarleyfi. Þar kemur fram að taka verði tillit til almennra
aðstæðna í heimalandi hælisleitenda eða því landi sem hann verði sendur
til. Þar segir jafnframt að útlendingar hafi þörf á vernd vegna félagslegra
aðstæðna í heimalandi og má þar sem dæmi nefna aðstæður kvenna sem
annað hvort hafa sætt kynferðislegu ofbeldi, sem leitt getur til erfiðrar stöðu
þeirra í heimalandi, eða aðstæður kvenna sem ekki aðhyllast kynhlutverk
sem er hefðbundið í heimaríki þeirra og eiga á hættu útskúfun eða ofbeldi
við endurkomu.
Horfa ber til aðstæðna kvenna
„Ákvörðun Útlendingastofnunar er óneitanlega sérstök. Það er mín skoðun
að ekki sé tekið tillit til þess að hennar bíður nauðungarbrúðkaup í Nepal
fái hún ekki dvalarleyfi,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Priyönku.
Sigurður Örn segir að Alþingi hafi áréttað sérstaklega með lögum árið 2010
að konur í sambærilegri stöðu og Priyanka ættu rétt á dvalarleyfi hér á landi.
Þar væri sérstaklega dregið fram að taka ætti tillit til kvenna sem ættu á
hættu að verða settar í einhvers konar kynhlutverk í heimalandi sínu sem
þær sættu sig ekki við. „Þessi vilji löggjafans virðist ekki koma fram í ákvörðun
Útlendingastofnunar,“ segir Sigurður Örn. Næsta skref sé að leita leiða til að
hnekkja ákvörðuninni og þar séu tvær leiðir færar; að kæra hana til innanríkis-
ráðuneytisins eða krefjast endurupptöku á málinu. „Við teljum að forsendur
stofnunarinnar séu rangar og að hún hafi lagt rangt mat á sönnunargögnin.“
Óneitanlega sérstök ákvörðun
VITA er lífið
Alicante
VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is
Kynntu þér ferðamöguleikana og
skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is
Flugsæti
Verð frá 66.500 kr.
Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar.
Vikulegt flug frá 14. apríl til 6. okt. 2011.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
V
IT
5
44
08
0
3/
11
Ég brast í grát þegar
ég heyrði fréttirnar. Ég
er ofsalega hrædd og vil ekki
fara heim.
PRIYANKA THAPA
ALÞINGI Svandís Svavarsdóttir
umhverfisráðherra mun á næst-
unni gefa út tilmæli um að hætt
verði að nota gúmmíkurl unnið
úr notuðum bíldekkjum á gervi-
grasvelli hér á landi. Þetta kom
fram í svari hennar við fyrir-
spurn Sivjar Friðleifsdóttur á
þingi fyrr í vikunni.
Siv vísaði í sænska löggjöf
þess efnis að við viðhald gervi-
grasvalla væri notast við hættu-
laust efni og sagði ráðherra að
Umhverfisstofnun myndi gefa út
tilmæli um slíkt.
Ráðherra sagði að rannsóknir
gæfu ekki til kynna að kurl úr
dekkjum væri heilsuspillandi, en
það geti valdið ofnæmisviðbrögð-
um og myndun svifryks. - þj
Skaðleg efni á gervigrasi:
Ráðherra gegn
gúmmíkurlinu
GÚMMÍKURL Á GERVIGRASI Ráðherra
hefur falið Umhverfisstofnun að mælast
til um að hættulaus efni verði notuð á
gervigras.
DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði í
gær mann af ákæru um hrottalegt
ofbeldisverk. Héraðsdómur hafði
áður dæmt manninn í tveggja og
hálfs árs fangelsi.
Sá sem varð fyrir árásinni
sagði í lögregluskýrslu að maður-
inn hefði meðal annars barið hann
með hnúajárni og sparkað ítrekað
í höfuð hans. Tennur, nef og fingur
mannsins brotnuðu við atlöguna.
Hæstiréttur snýr dómnum aðal-
lega vegna fjölmargra galla á
málsmeðferðinni.
Annars vegar var rannsókn
lögreglu mjög áfátt. Lögregla
yfirgaf vettvang árásarinnar og
skildi eftir óvarinn þar til sá sem
annast átti þar rannsókn mætti
klukkustundum síðar. Ekki er
vitað hvort einhver fór inn í húsið
á þeim tíma. Þá fór ekki fram nein
rannsókn á blóðugum skóförum á
gólfinu.
Sakborningurinn var handtek-
inn og færður í fangageymslu en
hafði síma meðferðis og hringdi
í vitni sem hann taldi að gæti
tryggt sér fjarvistarsönnun. Að
lokum var ósamræmi í gögnum
um rannsókn fingrafara á glösum.
- sh
Fékk tveggja og hálfs árs dóm fyrir hrottaskap í héraði en sýknaður í Hæstarétti:
Fjölmargir gallar á lögreglurannsókn
Þolandinn neitaði að mæta fyrir
rétt til að vitna um það sem
gerðist. Hæstiréttur slær því föstu
að það hafi verið af ótta við að
mæta þar meintum árásarmanni.
Ekki var hins vegar leitað eftir því
að hann mætti að sakborninginum
fjarstöddum eða að hann yrði
sektaður fyrir að brjóta vitnaskyldu.
Hæstiréttur telur þetta ótækt, því
að dómari hafi þurft að spyrja
manninn mun nánar um málið.
Þorði ekki að tala
Íris Lind tekur sæti
Íris Lind Sæmundsdóttir hefur
samþykkt að sitja í stjórnlagaráði
í stað Ingu Lindar Karlsdóttur sem
afþakkaði sitt sæti. Fullskipað er þá í
stjórnlagaráð, sem kemur saman til
fyrsta fundar á miðvikudag í næstu
viku.
STJÓRNLAGARÁÐ
DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir
fjárdrátt.
Manninum er gefið að sök að
hafa sem starfsmaður í verslun
10-11, Hraðkaupum, í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, dregið sér
samtals kr. 155.500. Aðferðin
sem hann notaði var að bakfæra
greiðslur undir því yfirskyni að
verið væri að skila símakortum.
Þess er krafist að maðurinn
greiði skaðabætur að upphæð
ríflega 107 þúsund krónur.
- jss
Ákærður fyrir fjárdrátt:
Þóttist bakfæra
símakort
Ert þú farin(n) að skipuleggja
sumarfríið?
Já 49,9%
Nei 50,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Heldurðu að það sé langt í
kjarasamninga?
Segðu skoðun þína á visir.is
PRIYANKA THAPA Vinir Priyönku hafa stofnað fésbókarsíðu henni til stuðnings. Þau
ætla að afhenda Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra undirskriftalista.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KJÖRKASSINN