Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 22
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR22
V
altýr Sigurðsson
stendur upp af stóli
embættis ríkissak-
sóknara í dag. Því
starfi hefur hann
gegnt um árabil og
ekki alltaf siglt lygnan sjó. En
hvers vegna ákvað hann að hætta
á þessum tímapunkti?
„Það er ár síðan ég komst á
full eftirlaun. Embættið er fimm-
tíu ára í júlí og ég tel að nýr sak-
sóknari eigi möguleika á að byggja
embættið upp og gera kröfur. Ég er
baráttumaður en mér finnst þessi
barátta ekki lengur skemmtileg.
Ég hefði kosið miklu meiri hraða
á ákvarðanatöku stjórnvalda hvað
varðar til að mynda skipun héraðs-
saksóknara, umgjörð um ákæru-
vald lögreglu, fjármagn til emb-
ættisins til að geta sinnt eftirliti,
fræðslu og uppbyggingu ákær-
enda. Við erum eftirbátar ann-
arra Norður landaríkja hvað þetta
varðar.“
Valtýr bendir á að mörg störf séu
á ákærendur lögð, þeir séu einir
á móti hópum verjenda í stórum
málum, þeir þurfi að sjá um alla
tæknivinnu og boða vitni. Verjend-
ur séu búnir að sækja námskeið
áður en að þeir taki að sér mál en
ákærendur komi beint frá próf-
borðinu.
Óviðeigandi og tilefnislaus árás
Valtýr ræddi á málþingi með ákær-
endum á dögunum um afskipti
framkvæmdarvaldsins af ákæru-
valdinu og nefndi þar Jóhönnu Sig-
urðardóttur sérstaklega til sögunn-
ar. Hann segir þetta gamla sögu og
nýja.
„Það hefur verið stór þáttur í
starfi mínu að hafa samskipti við
stjórnvöld, á einn eða annan hátt.
Á fjörutíu ára starfsferli hef ég
starfað með fimmtán ráðherrum og
má því nærri geta að á ýmsu getur
gengið enda áherslurnar mismun-
andi og mennirnir sömuleiðis. Um
þetta gæti ég nefnt mörg dæmi. Ég
hef aldrei legið á skoðunum mínum
og menn verða bara að taka því.
Á umræddu málþingi fjallaði ég
um sjálfstæði ákæruvaldsins en til
stóð með nýjum lögum að styrkja
það. Ég spurði þeirrar spurningar
hvort það hefði tekist og bar sjálf-
stæði ákæruvaldsins saman við
sjálfstæði dómstóla. Ég benti á
ég hefði vikið sæti í öllum málum
sem heyrðu undir embætti sér-
staks saksóknara, en engu að síður
tilkynnti forsætisráðherra í sjón-
varpi nokkrum vikum síðar að mér
bæri að víkja alfarið úr starfi. Ég
tel að árás á ríkissaksóknara og
embætti hans með þessum hætti
hafi verið bæði óviðeigandi og til-
efnislaus. Tilgangurinn var sá að
nýta sér pólitískan meðbyr á óróa-
tímabili. Ég hef úrskurðað marga
menn í gæsluvarðhald. Ég hef sem
forstjóri Fangelsismálastofnunar í
tæp fimm ár fylgst með mönnum
sem sitja í gæsluvarðhaldi. Gæslu-
varðhaldsvist er grafalvarlegt mál
og getur aldrei verið fagnaðarefni.
Mér blöskraði því þegar forsætis-
ráðherra sá hag sinn í því að lýsa
ánægju sinni yfir slíku.“
Hausaveiðar og hreinsanir
Valtýr segir að eftir hrun bankanna
hafi verið vilji til að skapa nýtt sam-
félag, þar sem allir gætu sagt skoð-
anir sínar og ákvarðanir væru tekn-
ar eftir upplýsta umræðu. „Eins og
menn vita mistókst það hrapallega.
Aldrei var hættulegra en þá að tjá
skoðanir sínar sem eru ákveðnum
öflum andsnúnar. Aldrei áður áttu
sér stað aðrar eins hausaveiðar og
hreinsanir. Slíkt samfélag hugnað-
ist mér ekki og ekki þáttur stjórn-
valda í því.“
Valtýr hefur einnig gagnrýnt
Evu Joly og að hún hafi gengið út
frá því að sakborningar væru sekir.
Telur hann einhverja hættu á að
grundvallarreglum réttarríkisins
sé ekki fylgt í rannsókn á hruninu?
„Eva Joly er fyrst og fremst
stjórnmálamaður. Öll hennar fram-
koma einkenndist af því. Hún var
ráðgjafi ríkisstjórnarinnar en
einnig ráðgjafi sérstaks saksókn-
ara. Slíkt er ekki heppilegt. Í ræðu
minni á fundi ákærendafélagsins
vék ég að því hvort þáttur hennar
hefði verið til þess fallinn að efla
ákæruvaldið, styrkja sjálfstæði
þess og auka réttaröryggi borg-
aranna, til dæmis hvort ummæli
hennar um kærða og grunaða ein-
staklinga hefðu verið í anda laga
um að ákærendur skuli gæta jafnt
að þeim atriðum er horfa til sýknu
og sektar. Þá vildi ég að menn hug-
leiddu hvað hefði gerst ef stjórn-
völd hefðu ráðið Evu Joly til dóm-
stólanna til að kenna dómurum
að dæma „þessa glæpamenn“. Af
orðum hennar að dæma var ekki
vanþörf á að taka til á þeim bæ.“
Sigurður sonur Valtýs var í for-
stjórastóli Exista; þess vegna
sagði ríkissaksóknari sig frá rann-
sókn hrunmála. Litast gagnrýni
hans á hvernig útrásarvíkingar
eru dæmdir fyrir fram af þessum
tengslum?
„Ég tel svo ekki vera, enda hef ég
ávallt verið talsmaður þess að farið
sé að grunnreglum réttarríkisins.
Þetta vita þeir sem mig þekkja. Sé
sonur minn sekur um einhverja
refsiverða háttsemi er ekki hægt
að ætlast til annars en að hann fái
réttláta málsmeðferð eins og aðrir.
Ég vék sæti í málaflokknum í upp-
hafi af öryggisástæðum, þar sem
ríkissaksóknari getur gefið einstök
rannsóknarfyrirmæli þótt hann sé
ekki yfirmaður sérstaks saksókn-
ara né annarra stofnana sem fara
með ákæruvald.“
Fjársvelt árum saman
Hvernig hefur verið búið að ákæru-
valdinu? Hefur það nóga peninga
og mannskap til að koma höndum
yfir glæpamenn og berjast gegn
skipulagðri glæpastarfsemi?
„Áður en ég varð ríkissaksókn-
ari hafði forveri minn í starfi ritað
dómsmálaráðuneytinu og benti á
erfiða fjárhagsstöðu embættisins
og að tryggja þyrfti fjárhagslegt
sjálfstæði þess. Það gefur auga leið
að embætti ríkissaksóknara hefur
verið fjársvelt árum saman. Þetta
er þó embættið sem er toppurinn á
píramídanum, ber ábyrgð á eftirliti
og mótar stefnuna. Fjárveitingar
til embættisins eru innan við 130
milljónir króna, sem er svipað og
til umboðsmanns Alþingis. Ég vil
hins vegar taka undir með fyrri
ríkissaksóknara að hjá embættinu
starfi hugsjónafólk. Ég hef verið
ótrúlega heppinn með starfsfólk
og þetta er samheldinn og skemmti-
legur vinnustaður.
Þá er ekki búið nægilega vel að
ákæruvaldi lögreglustjóra af sömu
ástæðum, og er því sums staðar
ófremdarástand. Um þetta hef ég
skrifað hvert bréfið á fætur öðru til
stjórnvalda.
Það er alvarlegt mál að ekki sé
mótuð heildarstefna í baráttu gegn
glæpum hér á landi. Sakamál í dag
eru allt öðru vísi en áður, þau eru
umfangsmeiri og flóknari á alla
vegu. Þau krefjast oft tæknivinnu
lögreglu og mikils mannafla. Lög-
reglan hefur staðið sig afburða-
vel við erfiðar aðstæður. Þetta eru
málin sem varða okkur öll ekkert
síður en bankamálin, það eru fíkni-
efnamál, innbrot á heimili, líkams-
árásir og nauðganir. Þá er vitað að
skipulögð glæpastarfsemi þrífst
hér á landi eins og annars staðar og
nauðsynlegt er að vinna markvisst
að því að uppræta slíkt. Af niður-
skurði fjármagns til lögreglu hef
ég þungar áhyggjur út frá öryggi
borgaranna. Lögregluumdæmum
þarf að fækka og styrkja eins og
innanríkisráðherra stefnir að.“
Tillögur lögreglustjóra
„Hins vegar er umhugsunarefni
sá niðurskurður sem orðið hefur á
löggæslu úti á landi. Ég veit að lög-
reglustjórinn á höfuðborgarsvæð-
inu lagði á sínum tíma tillögur fyrir
ráðuneytið um sparnað á þessu
sviði um hundruð milljóna króna.
Tillögurnar gera ráð fyrir að lands-
byggðinni sé hlíft en sparnaðurinn
náist með breytingum á löggæsl-
unni á höfuðborgarsvæðinu, svo
sem að endurskoða starfsemi rík-
islögreglustjórans, setja sérsveitina
undir stjórn LRH, endurskoða fjar-
skiptastöð, bílamál og fleira. Þetta
megi gera án þess að skerða þjón-
ustu lögreglu og telur lögreglustjór-
inn jafnvel að hún verði bætt.“
Forvirkar rannsóknarheim-
ildir lögreglu hafa verið mjög til
umræðu að undanförnu.
„Glæpastarfsemin er í dag án
landamæra. Við getum ekki ætlast
til þess að við séum tekin alvar-
lega í alþjóðlegri samvinnu við
lögreglu ef við höfum ekki sam-
bærilegar heimildir til að berjast
gegn glæpum og eru til dæmis í
hinum Norðurlandaríkjunum. Mér
finnst hins vegar skjóta skökku við
þegar stjórnvöld lýsa yfir vilja til
að vinna að forvirkum rannsókn-
arheimildum en hafa þó ekki enn
sett reglur um sérstakar aðferðir
og aðgerðir lögreglu eins og gera
skal samkvæmt sakamálalögum.
Tillögur ríkissaksóknara um þetta,
sem eru endurskoðun á fyrirmæl-
um hans frá 1999, hafa legið á borði
ráðuneytisins í rúmt ár og eru enn
óafgreiddar.“
Hlægileg umræða
Fangelsismál eru Valtý ofarlega í
huga enda gegndi hann starfi for-
stjóra Fangelsismálastofnunar um
árabil.
„Þörfin á að byggja fangelsi á
höfuðborgarsvæðinu hefur verið
brýn svo áratugum skiptir. Hreppa-
pólitík hefur hins vegar alltaf stað-
ið í vegi fyrir því að þetta yrði að
raunveruleika. Biðlistar fangels-
anna eru alvarlegt mál. Mannrétt-
indasáttmálinn gerir ráð fyrir því
að málsmeðferðartími skuli vera
sem stystur og ég hef alltaf litið á
lögreglu, dómstóla og fangelsisyfir-
völd sem eina heild þegar málsmeð-
ferðartími er metinn. Umræðan um
byggingu nýs fangelsis fjarri höf-
uðstöðvum lögreglu og dómstóla á
höfuðborgarsvæðinu er hlægileg.“
Valtýr hyggst nú taka til starfa
á lögfræðistofunni Lex, en þá
ákvörðun hefur Ögmundur Jónas-
son innanríkisráðherra gagnrýnt.
„Mér hugnaðist ekki að setja
á fót lögfræðistofu sjálfur þegar
ég hætti sem opinber starfsmað-
ur. Hins vegar leist mér vel á að
starfa með Lex sem ráðgjafi án
vinnuskyldu. Ég skildi í rauninni
aldrei þessi ummæli ráðherra og
tel að einhvers misskilnings hafi
gætt. Á það má benda að af þeim
þremur árum sem ég hef verið rík-
issaksóknari hefur Björn L. Bergs-
son hrl. verið settur ríkissaksókn-
ari í málum sérstaks saksóknara
í tvö ár en hann rekur jafnframt
lögfræðistofu. Ráðherra fram-
lengdi sjálfur setningu hans fyrir
stuttu. Fordæmi eru fyrir því að
fyrrverandi ríkissaksóknari hafi
rekið lögmannsstofu. Ég hef alla
tíð hugað vel að sjálfstæði mínu í
viðkvæmum störfum. Ég hafnaði
boði um stofnfjárbréf í sparisjóðn-
um mínum á sínum tíma, ég keypti
aldrei hlutabréf í DeCode vegna
veru minnar í tölvunefnd, ég átti
ekki hlutabréf í bönkum eða tók
kúlulán. Ég átti aldrei hlutabréf í
Exista. Það gefur auga leið að hjá
Lex mun ég ekki sinna málum sem
ég hef komið að sem ríkissaksókn-
ari, ef einhver slík mál eru þar til
meðferðar á annað borð. Þá má
ekki gleyma því að ég hef verið
dómari í einkamálum og borgar-
fógeti í yfir tuttugu ár.
Mér hefur verið umhugað um
sjálfstæði dómara og ákæruvalds-
ins. Lagaumgjörðin er ekki nægj-
anleg. Hið innra sjálfstæði, það er
kjarkinn til að taka erfiðar ákvarð-
anir, má ekki vanta. Ákvarðanir
sem stjórnvöldum eru á móti skapi.
Þetta sjálfstæði þarf að byggja upp.
Það hefur tekist hjá dómstólunum.
Ákæruvaldið hefur setið eftir.“
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Valtýr Sigurðsson lætur af starfi ríkissaksóknara
Aldrei áður áttu sér stað aðrar
eins hausaveiðar og hreinsanir.
Baráttan ekki lengur skemmtileg
VALTÝR SIGURÐSSON „Þegar ég lít til baka er tvennt sem stendur upp úr,“ segir
fráfarandi ríkissaksóknari. „Annars vegar hversu fljótt þessi fjörutíu ár hafa liðið og
hins vegar þakklæti fyrir að fá tækifæri til að sinna öllum þessum skemmtilegu og
ögrandi verkefnum. Það er ekki sjálfgefið að eiga erfitt með svefn í fjörutíu ár af
tilhlökkun að komast í vinnuna.“
Valtýr Sigurðsson
lætur af starfi ríkis-
saksóknara í dag. Hann
hefur varið stærstum
hluta starfsævi sinnar
í þágu réttarkerfisins.
Hann rifjar upp helstu
baráttumál sín á ferl-
inum og ræðir um
samfélagið eftir hrun
og fjársvelti lögreglu
og ríkissaksóknara-
embættisins við Jóhönnu
S. Sigþórsdóttur.
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt. Nánari
upplýsingar á visir.is/dreifing
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt
á Vísi eða fengið sendan daglegan
tölvupóst með blaði dagsins. Nánari
upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU