Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 10
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR Öll börn 12 ára og yngri geta tekið þátt í skemmtilegum leik í verslun Eymundsson í Norður-Kringlunni. Getur þú fundið Valla? Hvor bók kostar 2.499 kr. Áður 2.999 kr. Með því að samþyk kja Icesave stígum við stórt skref upp úr þeim ö ldudal sem við höfum veri ð í allt frá bankahruninu. Þ annig eflum við hagvöxt o g atvinnustigið í land inu og drögum úr því m ikla atvinnuleysi sem við búum við um þessar mund ir, þjóðinni til hagsbót a. Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýna r- stéttarfélags „ “ Já er leiðin áfram! Áfram-hópurinn eru þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem telur að best sé fyrir okkur að ljúka Icesave málinu með samþykkt fyrir- liggjandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Starf hópsins byggir á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja og sjálfboðavinnu fjölda fólks. www.afram.is FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Harðir bardagar geisuðu í gær í næsta nágrenni Abidjans, sem er stærsta borg Fílabeinsstrandarinnar og í reynd höfuðborg landsins. Uppreisnarmenn, sem styðja réttkjörinn forseta landsins til valda, sækja að borginni þar sem Laurent Gbagbo og stjórnarher hans hafa höfuðstöðvar. Gbagbo tapaði í forsetakosn- ingum í nóvember en hefur neitað að láta af völdum þrátt fyrir þrá- beiðni bæði Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins. Sigurvegari kosninganna, Alassane Ouattara, nýtur liðsinn- is uppreisnarmanna sem hafa náð áttatíu prósentum landsins á sitt vald á örfáum dögum. „Þessu er alveg að ljúka. Það er bara spurning um nokkrar klukkustundir,“ sagði Patrick Achi, talsmaður Ouattaras. „Ef Gbagbo vill ekki að barist verði í Abidjan, þá á hann að gefast upp. Ef hann gerir það ekki, þá er eng- inn annar kostur fyrir okkur.“ Ekkert bendir þó til að Gbagbo hafi minnsta hug á að gefa eftir. Allt að ein milljón manna hefur hrakist á flótta undan átökun- um, sem hafa kostað hátt í fimm hundruð manns lífið. - gb Harðir bardagar geisa enn á Fílabeinsströndinni milli liðsmanna tveggja forseta: Átökin nálgast höfuðborgina LIÐSMENN GBAGBOS Götur borgarinnar Abidjan voru að mestu auðar í gær fyrir utan liðsmenn forsetans sem neitar að láta af völdum. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI „Það eru ekki margir stað- ir eftir í heiminum til að fela sig,“ segir Torsten Fensby, verkefnis- stjóri Norrænu ráðherranefndar- innar. „Engin skattaskjól eru lengur til í Evrópu. Það þarf að leita lengi til að finna þau,“ bætir hann við. Nefndin greindi frá því í gær að skrifað hefði verið undir samkomu- lag á miðvikudag við yfirvöld á Seychelles-eyjum í Indlandshafi um skipti á skattaupplýsingum með það fyrir augum að sporna gegn skatta- flótta landa á milli. Það merkir að öll norrænu ríkin fimm geta feng- ið aðgang að upplýsingum um alla einstaklinga sem reyna að koma sér hjá því að greiða tekju- og fjár- magnsskatta í heimalandinu. Þetta er þrítugasti samningurinn sem Norðurlandaríkin hafa undir- ritað síðastliðin fjögur ár. Fensby reiknar með að samningum við öll þekkt skattaskjól verði lokið um mitt næsta ár. Samningar Norðurlandaríkjanna hafa svipt hulunni af fjölda skatt- svika og hafa þeir sem slíkt hafa á samviskunni oftar en ekki gefið sig fram að fyrra bragði og greitt gjöld af því sem stungið var undan. „Þetta hefur ekki síst forvarnar- gildi því þeim mun fækka sem munu reyna að koma sér hjá því að greiða skatt í heimalandinu,“ segir hann. - jab Norræna ráðherranefndin sviptir hulu af þeim sem flytja fé í erlend skattaskjól: Fáir felustaðir eftir í heiminum BEÐIÐ VIÐ BANKANN Norðurlandaríkin hafa samið um aðgang að upplýsingum um skattaundanskot við yfirvöld í þrjátíu löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.