Fréttablaðið - 01.04.2011, Page 10

Fréttablaðið - 01.04.2011, Page 10
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR Öll börn 12 ára og yngri geta tekið þátt í skemmtilegum leik í verslun Eymundsson í Norður-Kringlunni. Getur þú fundið Valla? Hvor bók kostar 2.499 kr. Áður 2.999 kr. Með því að samþyk kja Icesave stígum við stórt skref upp úr þeim ö ldudal sem við höfum veri ð í allt frá bankahruninu. Þ annig eflum við hagvöxt o g atvinnustigið í land inu og drögum úr því m ikla atvinnuleysi sem við búum við um þessar mund ir, þjóðinni til hagsbót a. Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýna r- stéttarfélags „ “ Já er leiðin áfram! Áfram-hópurinn eru þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem telur að best sé fyrir okkur að ljúka Icesave málinu með samþykkt fyrir- liggjandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Starf hópsins byggir á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja og sjálfboðavinnu fjölda fólks. www.afram.is FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Harðir bardagar geisuðu í gær í næsta nágrenni Abidjans, sem er stærsta borg Fílabeinsstrandarinnar og í reynd höfuðborg landsins. Uppreisnarmenn, sem styðja réttkjörinn forseta landsins til valda, sækja að borginni þar sem Laurent Gbagbo og stjórnarher hans hafa höfuðstöðvar. Gbagbo tapaði í forsetakosn- ingum í nóvember en hefur neitað að láta af völdum þrátt fyrir þrá- beiðni bæði Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins. Sigurvegari kosninganna, Alassane Ouattara, nýtur liðsinn- is uppreisnarmanna sem hafa náð áttatíu prósentum landsins á sitt vald á örfáum dögum. „Þessu er alveg að ljúka. Það er bara spurning um nokkrar klukkustundir,“ sagði Patrick Achi, talsmaður Ouattaras. „Ef Gbagbo vill ekki að barist verði í Abidjan, þá á hann að gefast upp. Ef hann gerir það ekki, þá er eng- inn annar kostur fyrir okkur.“ Ekkert bendir þó til að Gbagbo hafi minnsta hug á að gefa eftir. Allt að ein milljón manna hefur hrakist á flótta undan átökun- um, sem hafa kostað hátt í fimm hundruð manns lífið. - gb Harðir bardagar geisa enn á Fílabeinsströndinni milli liðsmanna tveggja forseta: Átökin nálgast höfuðborgina LIÐSMENN GBAGBOS Götur borgarinnar Abidjan voru að mestu auðar í gær fyrir utan liðsmenn forsetans sem neitar að láta af völdum. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI „Það eru ekki margir stað- ir eftir í heiminum til að fela sig,“ segir Torsten Fensby, verkefnis- stjóri Norrænu ráðherranefndar- innar. „Engin skattaskjól eru lengur til í Evrópu. Það þarf að leita lengi til að finna þau,“ bætir hann við. Nefndin greindi frá því í gær að skrifað hefði verið undir samkomu- lag á miðvikudag við yfirvöld á Seychelles-eyjum í Indlandshafi um skipti á skattaupplýsingum með það fyrir augum að sporna gegn skatta- flótta landa á milli. Það merkir að öll norrænu ríkin fimm geta feng- ið aðgang að upplýsingum um alla einstaklinga sem reyna að koma sér hjá því að greiða tekju- og fjár- magnsskatta í heimalandinu. Þetta er þrítugasti samningurinn sem Norðurlandaríkin hafa undir- ritað síðastliðin fjögur ár. Fensby reiknar með að samningum við öll þekkt skattaskjól verði lokið um mitt næsta ár. Samningar Norðurlandaríkjanna hafa svipt hulunni af fjölda skatt- svika og hafa þeir sem slíkt hafa á samviskunni oftar en ekki gefið sig fram að fyrra bragði og greitt gjöld af því sem stungið var undan. „Þetta hefur ekki síst forvarnar- gildi því þeim mun fækka sem munu reyna að koma sér hjá því að greiða skatt í heimalandinu,“ segir hann. - jab Norræna ráðherranefndin sviptir hulu af þeim sem flytja fé í erlend skattaskjól: Fáir felustaðir eftir í heiminum BEÐIÐ VIÐ BANKANN Norðurlandaríkin hafa samið um aðgang að upplýsingum um skattaundanskot við yfirvöld í þrjátíu löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.