Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 66
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR50 N1-deild karla í handbolta Akureyri-Afturelding 21-24 (11-13) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/4 (17/6), Oddur Gretarsson 3/2 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Daníel Einarsson 2 (4), Halldór Logi Árnason 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (4), Bergvin Gíslason 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (32) 44%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Bergvin, Halldór, Bjarni 2) Fiskuð víti: 8 Halldór 4, Bjarni 2, Bergvin, Heimir). Mörk Aftureldingar (skot): Þrándur Gíslason 6 (9), Sverrir Hermannsson 6 (9), Bjarni Aron Þórðarson 3/1 (8), Reynir Árnason 3 (4), Ásgeir Jónsson 2 (2), Arnar Theódórsson 2 (3), Jóhann Jóhannsson 2 (6), Daníel Jónsson 0 (2), Hilmar Stefánsson 0 (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 26/2 (46) 57%, Smári Guðfinnsson 0 (1) 0%. Hraðaupphlaup: 2 (Þrándur 2) Fiskuð víti: 2 (Daníel, Bjarni). FH-Haukar 24-23 (12-11) Mörk FH (skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson 5/2 (11), Baldvin Þorsteinsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 3 (9), Örn Ingi Bjarkason 2 (5), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2). Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (40) 32,5% Hraðaupphlaup: 1 (Sigurgeir) Mörk Hauka (skot): Freyr Brynjarsson 5 (5), Heimir Óli Heimisson 4 (4), Sveinn Þorgeirsson 4 (5) Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (15), Tjörvi Þorgeirsson 2 (6), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (8) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15 (36) 41,7%, Aron Rafn Eðvarðsson 3 (6/1) 50% Hraðaupphlaup: 4 (Freyr 2, Þórður, Heimir ) Valur-Selfoss 25-19 (11-8) Mörk Vals: Valdimar Fannar Þórsson 5, Anton Rúnarsson 5, Ernir Arnarson 4, Orri Freyr Gislason 3, Finnur Ingi Stefansson 3, Jon Björgvin Pétursson 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 1, Sturla Ásgeirsson 1, Fannar Þorbjörnsson 1. Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 6, Einar Héðinsson 4, Atli Hjörvar Einarsson 3, Guðjón Finnur Drengsson 2, Milan Ivancev 2, Hörður Gunnar Bjarnarson 1, Guðni Ingvarsson 1. Fram - HK 26-35 (14-17) Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 7 (15), Jóhann Karl Reynisson 6 (6) , Einar Rafn Eiðsson 6/2 (10/3), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Róbert Aron Hostert 0 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 0 (2), Matthías Daðason 0 (2). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 6 (21/2, 22%), Björn Viðar Björnsson 7/2 (12/2, 37%) Hraðaupphlaup: 3 ( Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg) Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 9/2 (14/4), Bjarki Már Elísson 9/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 7 (7), Atli Karl Backmann 4 (5), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hörður Másson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 0 (5). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 21 (25/1, 45%), Valgeir Tómasson 0 (1) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Bjarki Már Elísson 5, Atli Ævar 3, Sigurjón Björnsson) STAÐAN Í DEILDINNI Akureyri 20 14 3 3 574-526 31 FH 20 13 2 5 581-524 28 Fram 20 11 1 8 628-591 23 HK 20 11 0 9 606-600 22 Haukar 20 8 4 8 520-525 20 Valur 20 9 0 11 526-546 18 Afturelding 20 5 0 15 506-563 10 Selfoss 20 2 4 14 560-626 8 ÚRSLIT Í GÆR HANDBOLTI Lærisveinar Guðmund- ar Guðmundssonar í Rhein-Neck- ar Löwen tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinn- ar með því að gera 27-27 jafnt- efli á heimavelli á móti króatíska liðinu RK Zagreb í gærkvöldi í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ólafur Stefánsson skoraði 6 mörk og var annar marka- hæsti leikmaður liðsins á eftir Uwe Gensheimer sem var með 9 mörk. Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk en Guð- jón Valur Sigurðsson fékk ekkert að spila. Löwen- liðið vann fyrri leikinn í Króatíu 31-28 en Ólafur skoraði alls fjórtán mörk í þessum leikjun- um. - óój Rhein-Neckar Löwen áfram: Ólafur með sex mörk í gær HANDBOLTI FH gulltryggði sér annað sætið í N1-deild karla með sigri á grönnum sínum í Haukum í frábærum handboltaleik í Kaplakrika í gærkvöldi, 24-23. Ólafur Guð- mundsson skoraði sigurmarkið þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. FH náði þar með sætri hefnd gegn grönnum sínum því sigurinn þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár. Leikurinn var ávallt í járnum og munaði aldrei meiru en tveimur mörkum á liðunum. Liðin skiptust á að leiða leikinn en Ásbjörn Friðriksson tryggði FH forystu í hálfleik, 12-11, með marki úr víti þegar leiktíminn var liðinn. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og náði hvorugt liðið yfirhöndinni. FH náði að jafna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og hálfri mínútu fyrir leikslok kom Ólafur Guðmundsson FH yfir með góðu skoti. Haukar reyndu hvað þeir gátu til að jafna og fengu aukakast í þann mund er leik- tíminn rann út. Þórður Rafn Guðmundsson tók aukakastið, náði lúmsku skoti í gegnum varnarvegg FH en Pálmar Pétursson náði að verja og tryggja FH sigur á erkifjendunum. „Að skora sigurmarkið gegn Haukum á lokasekúndunum fyrir fullu húsi er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um,“ sagði Ólaf- ur Guðmundsson kátur í leikslok og sagði FH- inga hafa viljað hefna fyrir hvernig Haukar komu í veg fyrir að FH kæmist í úrslita- keppnina í fyrra með því að tapa viljandi í lokaleiknum í deildinni í fyrra. „Það þurfti ekki mikið til að peppa okkur upp fyrir leik- inn. Við ætluðum að hefna fyrir framkomu Hauka og nú kom þetta í bakið á þeim.“ Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var að vonum óhress með að komast ekki í úrslitakeppnina. „Þetta eru mikil von- brigði og allt annað en við ætluðum okkur. Við erum að byggja upp nýtt lið frá grunni og það fylgir því fórnarkostnaður. Það verður vonandi stutt í nýtt gullaldartímabil Hauka.“ - jjk FH-ingar unnu Hauka 24-23 í gær og sáu til þess að nágrannar þeirra komast ekki í úrslitakeppnina í ár: Ólafur tryggði FH sigur og sæta hefnd ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Fær hér harðar móttökur frá Haukunum í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frá- bæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í gær. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjör- samlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munur- inn var mestur 11 mörk á liðun- um og sigur HK aldrei í hættu. Björn Ingi Friðþjófsson, mark- vörður HK, var stórkostlegur en hann varði 21 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson var einnig frábær fyrir HK en hann skoraði 9 mörk. „Þetta kemur mér virki- lega á óvart,“ sagði Björn Ingi Friðþjófsson eftir sigurinn í gær. „Það valta ekki allir svona yfir Fram á þeirra eigin heimavelli. Mér fannst einkennilegt hvernig Framarar komu út í seinni hálf- leikinn og við náðum að nýta okkur það. Leikur okkar var nán- ast fullkominn síðustu 45 mínút- urnar og varnarleikur okkar var á heimsmælikvarða. Það er lítið mál að verja vel þegar maður stendur fyrir aftan svona vörn,“ sagði Björn Ingi. „Þetta var mjög svo lélegur leikur hjá okkur og ég skil hrein- lega ekki hvernig menn komu stemmdir,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, eftir leikinn í gær. „Menn sýndu engan vilja til þess að koma sér aftur inn í leikinn. Það var í raun ekkert að ganga upp hjá okkur í kvöld, hvorki í vörn, sókn né markvörslu. Við verðum núna að spýta í lófana og klára þennan eina leik sem við eigum eftir. HK var með bakið upp við vegg fyrir þennan leik og við vissum alveg að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks, því skil ég ekki hvernig við nálguðumst þennan leik.“ - sáp HK eyddi vonum Hauka og Val um sæti í úrslitakeppninni með níu marka stórsigri á Fram í Safamýri í gær: HK-ingar komnir inn í úrslitakeppnina ÓLAFUR BJARKI RAGNARSSON Lék mjög vel með HK í Safamýrinni í gær og skoraði 9 mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Akureyri uppskar ríku- lega í gær þegar hið unga félag fékk bikarinn fyrir sigur í N1- deildinni afhendan. Aðeins einn leikmaður hefur tekið fullan þátt í öllum fimm tímabilunum sem Akureyri Handboltafélag hefur spilað. Hörður Fannar Sigþórs- son er maðurinn en reyndar hefur Þorvaldur Þorvaldsson spilað eitt- hvað öll tímabilin. Liðið tapaði með þremur mörk- um fyrir Aftureldingu í gær en enginn efast um að Akureyri hefur spilað best allra liða í vetur. „Það er virkilega góð tilfinning að ná loksins í titil. Við höfum verið í sénsum en aldrei tekið þá. Það er kærkomið að landa þessu og frábært fyrir svona ungt félag,“ sagði Hörður en gríðarleg stemn- ing var í Höllinni á Akureyri í gær þegar bikarinn fór á loft. „Uppbyggingin hefur tekið smá tíma en við höfum tekið skref í rétta átt. Við erum með gott lið og allt hefur smollið. Margir efuðust kannski um okkur eftir að hafa misst sterka pósta en við fengum nýjan þjálfara og frábæra leik- menn inn. Þeir hafa spilað stórt hlutverk. Umgjörðin er samt aðalatriðið, allt frá leikmönnum, þjálfurum og stjórn til stuðnings- manna, þetta helst allt í hendur,” sagði Hörður. Fyrri hálfleikurinn í gær var ekki góður. Óreynt lið Akureyr- ar, sem hvíldi sterka menn í gær, átti erfitt uppdráttar Sóknarleik- ur Aftureldingar var eins og hjá utandeildarliði á köflum, menn þvældust hver fyrir öðrum, hentu boltanum útaf, gripu ekki einfald- ar sendingar og misstu boltann án þess að vera undir pressu. Hafþór Einarsson markmaður var nokk- uð lengi í gang en varði svo vel út leikinn. Munurinn á liðunum í hálfleik var 11-13. Afturelding var yfir nánast allan síðari hálfleikinn og landaði frábærum þriggja marka sigri, 21-24. Liðið er þar með komið í umspil um laust sæti í N1-deild- inni en Selfoss er fallið. Hafþór bar af í leiknum. „Það er frá- bært að vera búinn að tryggja sig í umspilið. Við ætlum að byggja þar á þessum leik,“ sagði Hafþór. Atli Hilmarsson kom norður á handboltavertíð eins og hann kall- aði það. Atli landaði strax titli og er með sigurstranglegt lið í hönd- unum. „Þetta hefur tekið á. Þetta er mjög erfið deild en að vera búnir að klára þetta löngu fyrir mótslok er frábært. Við getum verið stolt af liðinu, allir sem einn, í kringum félagið,“ sagði Atli „Ég var ekki lengi að koma mér inn í hlutina. Strákarnir eru auð- veldir í umgengni og hafa mikinn metnað. Maður gerði samt aldrei ráð fyrir þessum árangri. Ég er með betra lið en ég hélt í höndun- um. Ég vissi ekki að 17 og 18 ára guttar myndu stíga svona upp en þeir eldri hafa kennt þeim vel,” sagði Atli. – hþh ÉG ER MEÐ BETRA LIÐ EN ÉG HÉLT Akureyri tók á móti deildarmeistaratitlinum í gær. Atli Hilmarsson stýrir skútunni og þrátt fyrir tap gegn Aftureldingu í gær er hann stoltur af liðinu sínu. Mosfellingar fara í umspil en Selfoss er fallið. ÞRÍR GÓÐIR Hörður Fannar Sigþórsson, Heimir Örn Árnason og Atli Hilmarsson með bikarinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SÆVAR FYRSTI BIKARINN Á LOFT Heimir Örn Árnason, fyrirliði Akureyrar, lyftir bikarnum við mikinn fögnuð félaga sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/SÆVAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.