Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 48
32 1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara í Fréttablaðið laugardaginn 26. mars. Ritstjór- inn fellur þar í þá gryfju að end- urtaka ónákvæmni um lífeyris- réttindi opinberra starfsmanna og færa ábyrgð á stöðunni þaðan sem hún á heima. Fyrir 14 árum sömdu heildar- samtök opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytið um breyt- ingar á lífeyrissjóðskerfi opin- berra starfsmanna, en hann virkaði þá nánast sem gegnum- streymissjóður. Áhvíldum skuld- bindingum sjóðsins var komið fyrir í B-deild og henni lokað fyrir nýjum félögum. Þetta var árið 1997. Nýir starfsmenn, og þeir eldri sem það kusu, fóru inn í A-deild, en þar eru greiðslur samtímagreiddar, þar sem ákveð- ið var að koma í veg fyrir frek- ari uppsöfnun á skuldbindingum vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekki greitt það sem því ber inn í B-deildina og því hefur safnast þar upp 350 milljarða skuld, ekki 500 milljarðar eins og ritstjór- inn ræddi um. Það var val launa- greiðandans, ríkisvaldsins, að nota það fé í önnur verkefni; um það höfðu opinberir starfsmenn ekkert að segja. Að frumkvæði opinberra starfsmanna eru nú hafnar viðræður um hvernig sú uppsöfnun verður greidd niður. Mikilvægt er að hafa í huga að B-deildin á fyrir skuldbinding- um sínum til áranna 2023-2025. Hefjist reglulegar innágreiðslur nú þegar, er um að ræða 7-8 millj- arða króna á ári þar til sjóðurinn hefur verið gerður upp. En hver eru hin raunverulegu lífeyriskjör og þýðir þetta að opinberir starfsmenn fái í raun mun hærri upphæðir til fram- færslu í ellinni en aðrir? Svo er alls ekki og raunar hafa forystu- menn BSRB og BHM bent á að þegar launa- og lífeyriskjör yfir ævina eru skoðuð saman, það er ævitekjur, fá opinberir starfs- menn lægri greiðslur en þeir á almenna markaðnum. Lög tryggja öllum að lágmarki 184.140 krónur á mánuði í lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur úr lífeyrissjóðum drag- ast frá þeirri upphæð. Almennt fá lífeyrisþegar úr opinberu sjóð- unum hærri greiðslur þaðan og þar af leiðandi lægri frá Trygg- ingastofnun. Þeir sem hafa lak- ari lífeyri, svo sem starfsmenn á almenna markaðnum, þiggja hins vegar hærri greiðslur frá Trygg- ingastofnun. Þessi mál þarf því að kanna í samhengi og opinberir starfsmenn hafa hafið þá vinnu. Fróðlegt verður að sjá niðurstöð- urnar og hver er skuldbinding ríkissjóðs, í gegnum Trygginga- stofnun, vegna lífeyrisþega úr almennu lífeyrissjóðunum. Falin skuldbinding ríkissjóðs vegna sjóðfélaga almennu sjóðanna er því gríðarlega mikil. Ríkissjóður er öryggisnet- ið og greiðslan lendir á Trygg- ingastofnun standi lífeyrissjóð- ir ekki undir henni. Það er því í raun ekki skrýtið að atvinnurek- endur vilji heldur halda iðgjöld- um í sjóðina lágum, ríkið hleyp- ur undir bagga með þeim hvort eð er. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða skuldbindinguna varð- andi B-deildina; 350 milljarða króna. Hve hár hluti hennar fer aftur í ríkissjóð í formi skatta? Hversu mikið lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna útgreiðslna B-deildarinnar? Allt þetta þarf að kanna áður en farið er af stað, líkt og ritstjórinn gerir, og fullyrt að lífeyrisskuld- bindingar gagnvart opinberum starfsmönnum vinni á einhvern hátt gegn skattgreiðendum. Um nokkra hríð hefur staðið yfir vinna til samræmingar nýs lífeyriskerfis í landinu. Það er stórmerkileg vinna og í fyrsta sinn í sögunni sem allir aðilar koma með opnum huga að slíku borði. Það er leitt að órökstudd- ar upphrópanir, bæði þeirra sem standa í vinnunni og þeirra sem standa utan hennar, skuli skemma fyrir því góða samstarfi sem þar er rækt. Misskilningur ritstjóra Lífeyrismál Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM Eiríkur Jónsson formaður KÍ Ég hef ekki komist hjá því að lesa og heyra málflutning þeirra sem eru andvígir því að samþykkja nýjustu samninga um uppgjör á Ice- save. Tónninn er sá að við eigum ekki að borga, hafna samningum og velja dómstólaleiðina. Auðvitað hefði verið í lófa lagið frá upphafi þessa máls að fá úr því skorið hjá dómstólum hvar ábyrgðin lægi og hverjar væru lagalegar skuldbind- ingar Íslands. En þá er skylt að rifja upp að þáverandi fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, sat fund fjár- málaráðherra Evrópu í nóvember 2008 og hann lét til leiðast, undir þrýstingi, að samþykkja að skipað- ur yrði gerðardómur um það hvort íslenska ríkið bæri ábyrgð á Ice- save-skuldinni. Það samþykki ráð- herrans var dregið til baka dag- inn eftir, guði sé lof, enda lá strax ljóst fyrir að það var einróma álit þeirra þjóða sem þarna áttu í hlut að Ísland bæri þessa ábyrgð og yrði að standa undir henni. Ég var á Alþingi þegar hrunið skall á. Ég sat líka sem varafor- maður í skatta- og efnahagsnefnd. Þar voru kallaðir fyrir forsvars- menn atvinnurekenda, verkalýðs og embættismenn Seðlabanka, fjármálaráðuneytis og fjármála- eftirlits. Þar ríkti mikil örvilnun, því spurning var hvort greiðslu- kerfið stæðist álagið, hvort Ísland ætti fyrir mat, lyfjum, olíu og öðrum lífsnauðsynjum. Erlendir bankar höfðu lokað á gjaldeyris- viðskipti, útflytjendur komu ekki sínum gjaldeyri heim. Það var kol- svart fram undan og í allri örvænt- ingunni var leitað til Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Okkur er öllum enn í minni hversu það dróst að fá pen- ingalega aðstoð frá sjóðnum. Hver var ástæðan? Jú, Íslendingar þurftu að semja og ganga frá Icesave-mál- inu. Að öðrum kosti voru allar dyr lokaðar. Jafnvel frá okkar nánustu frændþjóðum. Þessi atburðarás sýndi fram á, svo ekki verður um villst, að Ísland stendur berskjald- að og má sín lítils ef samskiptin við umheiminn rofna og traustið á orð- heldni og orðspori er ekki lengur til staðar. Í kjölfarið gáfu íslensk stjórnvöld út þá yfirlýsingu að þau stæðu við skuldbindingar sínar og samningar hófust. Og lán frá vina- þjóðum fengust á grundvelli þeirrar yfirlýsingar af hálfu Íslendinga að semja um málalok. Þetta mál snýst ekki eingöngu um lög, heldur og um siðferði, sam- skipti og orðspor. Segjum sem svo að breskur banki hefði opnað útibú á Íslandi og boðið Íslendingum að leggja lífeyri sinn inn á sparireikn- inga bankans með góðum vöxtum. Bankinn hefði síðan farið í þrot og breska ríkisstjórnin hefði sett lög, sem kvæðu á um að breskir innistæðueigendur fengju sínar innistæður í bankanum að fullu tryggðar, en innistæður íslenskra sparifjáreigenda væru tapað- ar. Hvað hefðu Íslendingar sagt? Hvað hefði verið með jafnræðið, álit okkar á Bretum, traust okkar á starfsemi banka o.s.frv.? Hefði nokkur maður á Íslandi talið þetta réttlátt? Hvort heldur út frá laga- legum eða siðferðislegum sjónar- miðum. Nú liggur á borðinu samningur sem hugsanlega kostar okkur 32 milljarða króna, sem dreifast á næstu fimm árin. Og jafnvel minna þegar upp er staðið. Það er okkur ekki ofviða og jafnvel ódýrara en margar aðrar dauðagildrur, sem hrunið bjó til. Við þurfum á því að halda að létta gjaldeyrishöft- um, við þurfum að koma atvinnu- lífinu í gang, við þurfum að endur- nýja traust annarra þjóða á orðspori okkar og eiga þær að bandamönn- um. Allt þetta hangir á Icesave- spýtunni. Nokkrir lögfræðimenntaðir menn hafa sent frá sér mörg greinarkorn um að hafna samningnum. Einn þeirra hefur jafnvel fullyrt að sigur Íslendinga í dómstólamáli sé „aug- ljós niðurstaða“. Það kann að falla vel í kramið að fullyrða að Íslend- ingar eigi að standa á rétti sínum og neita að borga, nema með því að vera dæmdir til þess. Skora á fólk að hafna samningnum með því að hengja sig í lögfræðilegar full- yrðingar og þenja út brjóstkass- ann í nafni sjálfstæðis og fullveld- is. Veruleikinn er hins vegar sá að sjálfstæði og fullveldi hverrar þjóð- ar byggist á samvinnu við aðrar þjóðir, lánafyrirgreiðslum, við- skiptum, gjaldeyristekjum og orð- spori. Dagar Bjarts í Sumarhúsum eru liðnir. Það er af þessum ástæð- um sem við eigum að láta af þeim sama sjálfbirgingshætti og leiddi til hrunsins. Draga úr áhættufíkninni og horfa til fleiri þátta en lögfræð- innar einnar, þegar kemur að lausn á milliríkjadeilum. Það er ekki auðvelt hlutverk að mæla með því að fólk greiði atkvæði með auknum útgjöldum og í rauninni fáránlegt að efna til slíkrar kosningar. En ég tek ofan hattinn fyrir þeim Bjarna Bene- diktssyni og Lárusi Blöndal, sem hafa mælt með samþykkt samn- ingsins, og boðið birginn þeim háværu röddum innan Sjálfstæðis- flokksins sem vilja segja nei við Icesave-samningnum. Þeir Bjarni og Lárus og fleiri úr þeirra röðum eru menn að meiri að taka ábyrga afstöðu, meta þjóðarhag fram yfir flokkadrætti og skilja sam- hengi málsins, skilja þá nauðsyn að Íslendingar geri það sem er skynsamlegast í stöðunni. Með dómstólaleiðinni er engin „augljós niðurstaða“ og mun taka langan tíma og kosta okkur jafnvel meiri pening en þann sem nú hefur verið samið um. Ég tala nú ekki um, ef málið tapast í þokkabót. Hvað hangir á Icesave-spýtunni? ICESAVE Ellert B. Schram fv. alþingismaður Það er ekki auðvelt hlutverk að mæla með því að fólk greiði atkvæði með auknum útgjöldum og í rauninni fáránlegt að efna til slíkrar kosningar. Unglingar eru á mikilvægum tímamótum í lífinu. Þeir telj- ast ekki lengur til barna né held- ur eru þau fullorðin. Þau eru þó að fikra sig í áttina að því og það er hlutverk foreldra og annarra forsjáraðila að hjálpa þeim við það. Það gerum við best með því að skapa þeim trausta og örugga umgjörð til að prófa sig áfram í lífinu. Það er mikilvægt að innan þess ramma sem við setjum búum við þeim bæði nægjanleg og viðunandi vaxtarskilyrði. Markmiðið er að þau séu í stakk búin til að takast á við lífið þegar þau stíga út úr honum. Þannig viljum við að þau hafi tækifæri til að upplifa og þekkja mörk sín á öruggan hátt áður en ískaldur raunveruleikinn tekur við. Þannig vonumst við til ð búa til ábyrga einstaklinga. Til þess að hlúa á þennan hátt að börnum og unglingum á Íslandi höfum við ýmis stoð- kerfi í samfélaginu auk þess sem foreldrar eru forsjáraðilar barna sinna. Þegar uppeldis- stofnanir og foreldrar vinna saman að velferð barna hefur komið í ljós að ákjósanlegustu niðurstöðurnar fást fyrir vel- sæld barna. Á þessari forsendu byggja Heimili og skóli starf sitt og vinna að því að styðja við for- eldra í uppeldishlutverki sínu. Fyrir stuttu kynntu Rann- sóknir og greining niðurstöður rannsóknar á áfengisdrykkju íslenskra unglinga á fyrsta ári í framhaldsskóla. Kom þar fram að unglingar byrja nú síður að drekka þegar þeir eru enn í grunnskóla þegar borin eru saman árin 2004, 2007 og 2010. Sú forvarnarvinna sem unnin hefur verið síðustu 15 ár er enn að bera tilskilinn árangur. Aðrar þjóðir hafa horft til okkar um vel heppnað forvarnarstarf á þessu aldursbili. Niðurstöðurnar gefa þó tilefni til að álykta að enn sé þörf á að efla forvarnarstarf á fyrstu árum framhaldsskóla. For- sjáraldur hér á landi er til 18 ára sem þýðir að okkur ber að hafa afskipti af þessum hópi. Ég sit fyrir hönd Heimilis og skóla í SAMAN hópnum sem vinnur nú ötullega að þessum málum. Það hefur komið fram í rann- sóknum sem gerðar hafa verið á högum unglinga að það skiptir sköpum um velferð þeirra að frí- stundastarf og tómstundir séu skipulagðar af ábyrgum aðil- um. Með ábyrgum aðilum er átt við foreldra, skóla og aðrar stofnanir sem koma að uppeldi barna. Sýnt hefur verið að líkur á vímuefnaneyslu minnka við ástundum slíkra tómstunda auk þess sem þessi hópur sýnir betri námsárangur. Að sama skapi hafa frístundir sem eru ekki á höndum ábyrgra aðila neikvæð áhrif á vel- ferð unglinga. Þetta eru til dæmis eftirlitslaus partí og það að fara í bæinn á kvöldin án eftirlits. Að ofantöldu má sjá að það er ekki að ástæðlausu að þeir aðilar sem vinna hér að forvarnarmál- um vilja standa vörð um unglinga- skemmtanir og framkvæmd þeirra. Einstaklingar sem skipu- leggja slíkar uppákomur gera það eflaust í góðri trú. Þó ber að gæta þess að þeir hafa ekki þá áralöngu reynslu og þekkingu sem býr að baki þeim sem vinna með börnum og unglingum. Þegar ekki er haft samráð við foreldra eða stofnanir sem hafa aðstöðu til að meta og skipuleggja unglingaskemmtanir er margt sem kann að fara úrskeiðis. Þetta skildi Páll Óskar þegar hann aflýsti balli sem fyrirhugað var á NASA á öskudaginn síðasta. Hann tók ábyrga afstöðu. Til að kynna ung- lingaskemmtanir nota þeir sem satnda fyrir þeim oftast Facebook sem er auðveld leið til að ná til þessa hóps. Þannig getur kynning- in á viðburðinum farið alfarið fram hjá ábyrgð- araðilum barnanna. Sú hefur verið raun- in með unglingaböll sem haldin hafa verið undanfarið með leyfi lögreglu. Þetta býður þeirri hættu heim að börnin segi ekki hvert þau eru að fara og koma sér sjálf niður í bæ og heim aftur. Þá eru unglingarnir samankomn- ir eftirlistslausir niðri í miðbæ fjarri hverfinu sínu og heimili. Þannig ástandi hefur tekist að halda í skefjum með því frábæra forvarnarstarfi sem unnið hefur verið hér undarnfarin ár. Velferðarráð og ÍTR tóku þá afstöðu að álykta gegn því að einkaaðilar gætu haldið skemmt- anir án samráðs við þá aðila sem hafa sérstaklega með mál unglinga að gera. Þessar álykt- anir nægja lögreglunni til að taka einnig afstöðu gegn slíkum skemmtunum. Ákvarðanir þess- ara aðila byggjast ekki á því að þeir séu á móti einkaframtaki fólks. Þeir byggja þessar álykt- anir á reynslu og þekkingu sem til er um afleiðingar þess að hafa ekki strangt eftirlit með þessum málum. Það er mikilvægt að unglingar fái tækifæri til að fikra sig áfram í lífinu á öruggan máta. Það er hluti af lífinu að skemmta sér. Vettvangur slíkra skemmt- ana þarf þó að vera innan þess ramma sem allir geta verið sam- mála um að sé uppbyggilegur og öruggur. Þetta þurfa foreldrar að ræða og meta með hliðsjón af þeim upplýsingum sem eru til um unglinga á Íslandi sem meðal annars er hægt að nálgast á www.rannsoknir.is. Á slíkum upplýsingum eigum við að byggja ákvarðanir um börnin okkar. Ekki því hvort okkur þyki Páll Óskar gordjöss eða ekki. Afskiptasemi eða ábyrgð? Unglinga- skemmtanir Guðrún Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla Forsjáraldur hér á landi er til 18 ára sem þýðir að okkur ber að hafa afskipti af þessum hópi. KAUPTHING FUND Société d'Investissement à Capital Variable 14, boulevard Royal – L-2449 LUXEMBOURG R.C.S. Luxembourg B 96.002 ANNUAL GENERAL MEETING OF SHAREHOLDERS The Board of Directors convenes the Shareholders of KAUPTHING FUND, Sicav to attend the Annual General Meeting to be held at the registered office of the company on 21 April 2011 at 10.00 a.m. with the following agenda: 1. Report of the Board of Directors and of the Authorized Auditor 2. Approval of the financial statements as at 31 December 2010 3. Allocation of results 4. Discharge to the Directors 5. Appointment of ERNST & YOUNG as Authorized Auditor 6. Statutory elections. The Shareholders are advised that no quorum for the statutory general meeting is required and that decisions will be taken by a simple majority of the votes cast. Proxies are available at the registered office of the Sicav. The Shareholders who wish to attend the Meeting must inform the Board of Directors (Fax nr: +352 49 924 2501 - dg.ifs.corporate.services@bdl.lu) at least five calendar days before the Meeting.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.