Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 56
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR40
Á fimmta hundrað erlendra
og innlendra listamanna
taka þátt í Listahátíð í
Reykjavík í ár. Dans og
söngur verða áberandi á
dagskrá hátíðarinnar, sem
var kynnt í gær.
Listahátíð í Reykjavík verður
haldin í 25. sinn dagana 20. maí til
5. júní næstkomandi. Heildardag-
skrá hátíðarinnar var kynnt í gær
og notaði Hrefna Haraldsdóttir,
stjórnandi, hátíðarinnar, tækifærið
til að greina frá helstu viðburðum
og áherslum Listahátíðar í ár.
Einkennismynd hátíðarinnar
er af spænska fjöllistahópnum La
Fura dels Baus, sem er þekktur
fyrir mikilfengleg sjónarspil og
tók meðal annars þátt í opnunar-
atriði Ólympíuleikanna í Barce-
lona 1992. Um opnunarhelgina
sýnir hópurinn stórt útiatriði sem
fer fram í háloftunum, allt í sjötíu
metra hæð frá jörðu.
Leikið í öllum sölum Hörpu
Að sögn Hrefnu setur opnun
Hörpu einnig sterkan svip á dag-
skrá hátíðarinnar; sjö tónleikar
fara fram í öllum sölum tónlist-
arhússins. Þar má helst nefna
tónleika þýska óperusöngvarans
Jonasar Kaufman og Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands 21. maí og
bandarísku sópransöngkonunnar
Barböru Bonney 1. júní. Uppselt er
á tónleika Kaufmans.
Af öðrum tónlistaratriðum í
Hörpu má nefna flutning Karla-
kórsins Fóstbræðra á nýju verki
eftir Högna Egilsson og Davíð
Þór Jónsson, stefnumót þeirra
Ólafar Arnalds og Skúla Sverr-
issonar og tónleika spænsku
gleðisveitarinnar Ojos de brujo.
Í Tjarnarbíói ætlar Tómas R.
Einarsson að frumflytja nýtt,
persónulegt verk og konungur
Afróbítsins, Tony Allen, heldur
tónleika ásamt stórsveit Samúels
J. Samúelssonar.
Fjölbreytt sviðsverk
Sjö ný íslensk dansverk verða flutt
á Listahátíð í ár, eitt eftir Ernu
Ómarsdóttur og annað sem nefnist
Sex pör; þar sem sex pör tónskálda
og danshöfunda flytja dans- og
tónverk sem þau hafa samið í sam-
einingu. Slóvaski karladansflokk-
urinn Les Slovaks sýnir galsafull-
an þjóðdans í Borgarleikhúsinu en
í Þjóðleikhúsinu setur kínverski
dansflokkurinn Beijing Dance
Theatre upp sýningu sem tekst á
við umhverfis- og efnahagskreppu
heimsins.
Mörg leikhúsverk fara á fjal-
irnar á hátíðinni ár, ófá tilrauna-
kennd, þar á meðal Big Wheel Café
frá Danmörku úr smiðju Kristjáns
Ingimarssonar og Neander-leik-
húss hans. Í Subtales gera leik-
konur frá öllum Norðurlöndun-
um tilraunir með kynhlutverk en
í Klúbbnum koma saman í einn
karlaklúbb fulltrúar ýmissa list-
greina og reyna að fanga kjarna
listarinnar.
Myndlist og bókmenntir
Í Listasafni Íslands verður boðið
upp á sýningu á verkum fransk-
bandarísku listakonunnar Louise
Bourgeois. Sjónarmið – á mótum
myndlistar og heimspeki nefn-
ist sýning í Hafnarhúsi Lista-
safns Reykjavíkur með þátt-
töku fjölda íslenskra listamanna.
Harpa Árnadóttir heldur sýningu
á Listasafni ASÍ og danski mynd-
listarmaðurinn og ljóðskáldið
Claus Carstensen sýnir í Kling
og Bang.
Af bókmenntaviðburðum ber
án efa hæst komu franska rithöf-
undarins Michel Houllebecq, sem
ræðir verk sín í Norræna húsinu
25. maí. Þá opna þjóðþekktir rit-
höfundar heimili sín fyrir gestum
og bjóða upp á húslestra.
Allir geti sótt Listahátíð
Hrefna segir að kappkostað hafi
verið að stilla miðaverði á hátíð-
ina í hóf; 2.900 krónur séu algengt
miðaverð á stærri viðburði og
1.000 til 1.500 krónur á smærri
viðburði, auk fjölda ókeypis
viðburða.
„Allir eiga að geta komið á
Listahátíð,“ segir hún, „og þess
vegna reynum við að hafa miða-
verðið eins hagstætt og hægt er.“
Ein af afleiðingum þessa sé að
sífellt yngra fólk sæki hátíðina.
„Við finnum fyrir því að yngra
fólk sækir viðburði á vegum
Listahátíðar í auknum mæli. Við
viljum líka gera fólki á lands-
byggðinni kleift að koma á hátíð-
ina og því ætlar Flugfélag Íslands
að bjóða borgarferðir á Listahátíð
á sérstökum kjörum.“
Nánari upplýsingar um dag-
skrá Listahátíðar í Reykjavík má
finna á vef hátíðarinnar sem var
opnaður í gær, listahatid.is
bergsteinn@frettabladid.is
Mótettukór Hallgrímskirkju flytur
Jóhannesarpassíuna eftir Johann
Sebastian Bach á þrennum tón-
leikum um næstu helgi. Þetta er í
þriðja sinn sem Mótettukórinn flyt-
ur Jóhannesarpassíuna en kórnum
til halds og trausts verður Alþjóð-
lega barokksveitin í Den Haag.
Einsöngvarar á tónleikunum
eru allir af yngri kynslóðinni.
Benedikt Kristjánsson túlkar guð-
spjallamanninn ins, auk þess að
syngja tenóraríur verksins. Andri
Björn Róbertsson bassabarítón
túlkar Jesú. Auk þeirra syngja
einsöng Þóra Einarsdóttir sópr-
an, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
messósópran og Ágúst Ólafsson
barítón.
Jóhannesarpassían verður flutt
í Hallgrímskirkju annað kvöld
klukkan 20 og á laugardag klukk-
an 17. Verkið verður flutt í Hofi
á Akureyri sunnudaginn 3. apríl
klukkan 17. Tónleikarnir á Akur-
eyri eru haldnir í tilefni af því
að 5. apríl verða 100 ár liðin frá
fæðingu Áskels Jónssonar, föður
Harðar Áskelssonar, stjórnanda
Mótettukórsins.
Mótettukórinn flytur
Jóhannesarpassíuna
MÓTETTUKÓRINN Hörður Áskelsson stjórnar kórnum á þrennum tónleikum um
helgina í Hallgrímskirkju og í Hofi á Akureyri.
Talið niður í Listahátíð
HREFNA HARALDSDÓTTIR Stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík segir sífellt yngri
áhorfendur sækja viðburði hátíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LA FURA DELS BAUS Spænski fjöllistahópurinn, sem tók meðal annars þátt í opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Barcelona, verður
með útiatriði í miðborginni um opnunarhelgi Listahátíðar í Reykjavík.
e s t a b l i s h e d 1 9 3 4
Útsalan er
í fullum gangi
Andersen & Lauth Herraverslun
Laugavegi 7
60%-