Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2011, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 01.04.2011, Qupperneq 56
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR40 Á fimmta hundrað erlendra og innlendra listamanna taka þátt í Listahátíð í Reykjavík í ár. Dans og söngur verða áberandi á dagskrá hátíðarinnar, sem var kynnt í gær. Listahátíð í Reykjavík verður haldin í 25. sinn dagana 20. maí til 5. júní næstkomandi. Heildardag- skrá hátíðarinnar var kynnt í gær og notaði Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi, hátíðarinnar, tækifærið til að greina frá helstu viðburðum og áherslum Listahátíðar í ár. Einkennismynd hátíðarinnar er af spænska fjöllistahópnum La Fura dels Baus, sem er þekktur fyrir mikilfengleg sjónarspil og tók meðal annars þátt í opnunar- atriði Ólympíuleikanna í Barce- lona 1992. Um opnunarhelgina sýnir hópurinn stórt útiatriði sem fer fram í háloftunum, allt í sjötíu metra hæð frá jörðu. Leikið í öllum sölum Hörpu Að sögn Hrefnu setur opnun Hörpu einnig sterkan svip á dag- skrá hátíðarinnar; sjö tónleikar fara fram í öllum sölum tónlist- arhússins. Þar má helst nefna tónleika þýska óperusöngvarans Jonasar Kaufman og Sinfóníu- hljómsveitar Íslands 21. maí og bandarísku sópransöngkonunnar Barböru Bonney 1. júní. Uppselt er á tónleika Kaufmans. Af öðrum tónlistaratriðum í Hörpu má nefna flutning Karla- kórsins Fóstbræðra á nýju verki eftir Högna Egilsson og Davíð Þór Jónsson, stefnumót þeirra Ólafar Arnalds og Skúla Sverr- issonar og tónleika spænsku gleðisveitarinnar Ojos de brujo. Í Tjarnarbíói ætlar Tómas R. Einarsson að frumflytja nýtt, persónulegt verk og konungur Afróbítsins, Tony Allen, heldur tónleika ásamt stórsveit Samúels J. Samúelssonar. Fjölbreytt sviðsverk Sjö ný íslensk dansverk verða flutt á Listahátíð í ár, eitt eftir Ernu Ómarsdóttur og annað sem nefnist Sex pör; þar sem sex pör tónskálda og danshöfunda flytja dans- og tónverk sem þau hafa samið í sam- einingu. Slóvaski karladansflokk- urinn Les Slovaks sýnir galsafull- an þjóðdans í Borgarleikhúsinu en í Þjóðleikhúsinu setur kínverski dansflokkurinn Beijing Dance Theatre upp sýningu sem tekst á við umhverfis- og efnahagskreppu heimsins. Mörg leikhúsverk fara á fjal- irnar á hátíðinni ár, ófá tilrauna- kennd, þar á meðal Big Wheel Café frá Danmörku úr smiðju Kristjáns Ingimarssonar og Neander-leik- húss hans. Í Subtales gera leik- konur frá öllum Norðurlöndun- um tilraunir með kynhlutverk en í Klúbbnum koma saman í einn karlaklúbb fulltrúar ýmissa list- greina og reyna að fanga kjarna listarinnar. Myndlist og bókmenntir Í Listasafni Íslands verður boðið upp á sýningu á verkum fransk- bandarísku listakonunnar Louise Bourgeois. Sjónarmið – á mótum myndlistar og heimspeki nefn- ist sýning í Hafnarhúsi Lista- safns Reykjavíkur með þátt- töku fjölda íslenskra listamanna. Harpa Árnadóttir heldur sýningu á Listasafni ASÍ og danski mynd- listarmaðurinn og ljóðskáldið Claus Carstensen sýnir í Kling og Bang. Af bókmenntaviðburðum ber án efa hæst komu franska rithöf- undarins Michel Houllebecq, sem ræðir verk sín í Norræna húsinu 25. maí. Þá opna þjóðþekktir rit- höfundar heimili sín fyrir gestum og bjóða upp á húslestra. Allir geti sótt Listahátíð Hrefna segir að kappkostað hafi verið að stilla miðaverði á hátíð- ina í hóf; 2.900 krónur séu algengt miðaverð á stærri viðburði og 1.000 til 1.500 krónur á smærri viðburði, auk fjölda ókeypis viðburða. „Allir eiga að geta komið á Listahátíð,“ segir hún, „og þess vegna reynum við að hafa miða- verðið eins hagstætt og hægt er.“ Ein af afleiðingum þessa sé að sífellt yngra fólk sæki hátíðina. „Við finnum fyrir því að yngra fólk sækir viðburði á vegum Listahátíðar í auknum mæli. Við viljum líka gera fólki á lands- byggðinni kleift að koma á hátíð- ina og því ætlar Flugfélag Íslands að bjóða borgarferðir á Listahátíð á sérstökum kjörum.“ Nánari upplýsingar um dag- skrá Listahátíðar í Reykjavík má finna á vef hátíðarinnar sem var opnaður í gær, listahatid.is bergsteinn@frettabladid.is Mótettukór Hallgrímskirkju flytur Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach á þrennum tón- leikum um næstu helgi. Þetta er í þriðja sinn sem Mótettukórinn flyt- ur Jóhannesarpassíuna en kórnum til halds og trausts verður Alþjóð- lega barokksveitin í Den Haag. Einsöngvarar á tónleikunum eru allir af yngri kynslóðinni. Benedikt Kristjánsson túlkar guð- spjallamanninn ins, auk þess að syngja tenóraríur verksins. Andri Björn Róbertsson bassabarítón túlkar Jesú. Auk þeirra syngja einsöng Þóra Einarsdóttir sópr- an, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran og Ágúst Ólafsson barítón. Jóhannesarpassían verður flutt í Hallgrímskirkju annað kvöld klukkan 20 og á laugardag klukk- an 17. Verkið verður flutt í Hofi á Akureyri sunnudaginn 3. apríl klukkan 17. Tónleikarnir á Akur- eyri eru haldnir í tilefni af því að 5. apríl verða 100 ár liðin frá fæðingu Áskels Jónssonar, föður Harðar Áskelssonar, stjórnanda Mótettukórsins. Mótettukórinn flytur Jóhannesarpassíuna MÓTETTUKÓRINN Hörður Áskelsson stjórnar kórnum á þrennum tónleikum um helgina í Hallgrímskirkju og í Hofi á Akureyri. Talið niður í Listahátíð HREFNA HARALDSDÓTTIR Stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík segir sífellt yngri áhorfendur sækja viðburði hátíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LA FURA DELS BAUS Spænski fjöllistahópurinn, sem tók meðal annars þátt í opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Barcelona, verður með útiatriði í miðborginni um opnunarhelgi Listahátíðar í Reykjavík. e s t a b l i s h e d 1 9 3 4 Útsalan er í fullum gangi Andersen & Lauth Herraverslun Laugavegi 7 60%-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.