Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 64
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR48 sport@frettabladid.is LOKALEIKUR íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí á HM kvenna er í kvöld en heimsmeistarakeppnin fer nú fram í fyrsta sinn í Skautahöllinni í Laugardal. Íslensku stelpurnar hafa unnið tvo síðustu leiki sína og mæta Suður-Kóreu klukkan 20.00 í kvöld. Nýja- Sjáland hefur unnið alla leiki sína og er komið upp í 3. deildina en íslensku stelpurnar keppa um annað sætið við þær kóresku í kvöld. Íslendingadagar í Vesturheimi Ferð á merkustu hátíðir Íslendinga í Vesturheimi á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga og Vesturheims sf dagana 24. júlí-7. ágúst. Ferðatilhögun: Flug til Winnipeg sunnudaginn 24. júlí Skoðunarferð um Nýja Ísland Nýjung: Skoðunarferð um Íslendingaslóðir í vestanverðu Manitoba – farið um Voga og til Reykjavíkur!! Minnsta nýlenda Íslendinga í Norður Ameríku heimsótt Hvað er Baldur í Manitoba? Íslendingadagur í Mountain í Norður Dakota Íslendingadagurinn á Gimli í Manitoba Frjálsir dagar í Winnipeg – Gist í miðbænum á Delta Winnipeg Ferðalýsing á www.vesturheimur.is Nánari upplýsingar á www.vesturheimur.is og hjá Jónasi Þór í síma 861-1046 og á jonas@vesturheimur.is ATH LÆKKAÐ VERÐ KÖRFUBOLTI Það eru stórir hlutir að gerast í Garðabænum en svein- ar Teits Örlygssonar í Stjörn- unni eru að blómstra á besta tíma. Þeir unnu Íslandsmeistara Snæfells í tvígang í Fjárhúsinu í Stykkishólmi en þetta voru einu töp Snæfells á heimavelli í vetur. Það þarf alvörulið til þess að sópa sjálfum Íslandsmeisturunum í sumarfrí. „Þetta er mjög sárt og ég er ekkert viss um að maður átti sig á þessu fyrr en síðar. Ég er ekki alveg tilbúinn að sætta mig við þetta eins og er,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn en það féllu tár hjá leikmönnum Snæfells inni í klefa eftir leik. Snæfell varð deildarmeistari þvert á spár fjölmargra spekinga en var síðan sópað í frí. Enn færri áttu von á þeirri niðurstöðu. Flestir bjuggust við spennuleik en spennan var í raun búin í hálf- leik. Stjarnan hreinlega gekk frá meisturunum í öðrum leikhluta sem liðið vann 30-9. „Við stilltum ekkert upp í öðrum leikhluta. Á meðan klikk- aði Fannar Helgason ekki á skoti hinum megin. Þeir hittu á svaka frammistöðu og náðu 20 stiga for- skoti. Við vorum ekki nógu sterk- ir andlega og náðum aldrei að stjórna þessum leik,“ sagði Ingi. Strákarnir hans reyndu að spyrna við fótum en Stjarnan átti svör við öllu. Mótlætið fór síðan í taugarnar á heimamönn- um og Sean Burton var vísað úr húsi þegar hann fékk sína aðra óíþróttamannslegu villu. Í kjöl- farið kom upp almennur pirringur þegar byrjað var að hrinda and- stæðingnum. Stjörnumenn létu það ekki trufla sig heldur léku við hvurn sinn fingur. Þeir voru sterkari aðilinn í einvíginu og undirstrik- uðu það í þessum leik að þeir eru einfaldlega betri í dag. Jovan er að spila frábærlega, Lindmets er mikill fengur fyrir liðið og Justin Shouse ávallt traustur og skilar stórum körfum. Þess utan er liðs- heildin mögnuð. „Það féll allt með Stjörnunni sem átti að falla. Ég óska þeim innilega til hamingju og þeir eru vel að þessu komnir. Þetta er ekki ósanngjörn niðurstaða. Þá langaði meira í sigur en okkur. Það voru ekki sömu vígtennurnar í okkur og fyrr í vetur. Ég veit nokkurn veginn af hverju en ætla ekki að segja það núna,“ sagði Ingi Þór en hann verður áfram þjálfari liðsins. henry@frettabladid.is Lömbin þögnuðu í Fjárhúsinu í gær Það var hljóðlátt í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gær þegar Stjarnan sópaði Íslandsmeisturum Snæfells í sumarfrí. Stjarnan vann öruggan sigur, 88-105, í gær og rimmu liðanna samtals 3-0. Stjarnan mætir annaðhvort KR eða Keflavík í lokaúrslitunum. STÓR STUND FYRIR STJÖRNUNA Stjörnumenn fagna hér sigri á Snæfelli og sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORSTEINN KÖRFUBOLTI „Menn eru að stíga upp á réttum tíma. Við gátum ekkert fyrir áramót en við höfðum ekk- ert miklar áhyggjur af því. Við vorum betra liðið í þessari rimmu og það er enginn vafi á því,“ sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Teitur Örlygsson, eftir sigurinn á Snæfelli í gær. Teitur sagði í lok tímabils í fyrra að hann vissi nokkurn veg- inn hvaða púsl vantaði í liðið svo það gæti farið lengra. Hann virð- ist hafa fundið réttu púslin. „Renato gefur okkur mikið inni í teignum en það hefur okkur vantað. Svo fáum við Daníel og Marvin til þess að styrkja þetta,“ sagði Teitur en hann hefur talað niður vonir síns liðs hingað til en það er ekki hægt að taka lið sem sópar út meisturunum annað en mjög alvarlega. „Snæfell er í einhverri smá kreppu núna og það hjálpaði. Það er erfitt að verja titil og ég þekki það vel sjálfur. Ég sá KR gegn Keflavík og þeir líta hrottalega vel út. Það er seinni tíma vanda- mál og ég vil helst ekki hugsa um það strax. Ég ætla að njóta þess að hafa náð þessum árangri,“ sagði Teitur en er hann með lið í höndunum sem getur farið alla leið? „Ég vil ekki vera með neinar slíkar yfirlýsingar. Við ætlum að njóta áfangans og svo undir- búa okkur af kappi fyrir það sem bíður okkar. Það leggja sig allir fram í liðinu og það ber menn oft langt en hvort það dugi veit ég ekki. Leikgleðin skín samt af mínum mönnum og það er frábær liðsheild hjá okkur. Við vinnum og töpum saman.“ - hbg Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var sigurreifur í Hólminum í gær: Leikgleðin skín af okkur TEITUR ÖRLYGSSON Hefur margoft spilað til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður en hann er nú búinn að koma Stjörnunni alla leið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Snæfell-Stjarnan 88-105 (32-51) Stjarnan vann 3-0 Stig Snæfells: Zeljko Bojovic 19, Sean Burton 13, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13, Jón Ólafur Jónsson 11, Ryan Amaroso 10, Egill Egilsson 8, Emil Þór Jóhannsson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Kristján Andrésson 2, Daníel A. Kazmi 1. Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 25, Renato Lindmets 22, Justin Shouse 15, Fannar Freyr Helgason 14, Guðjón Lárusson 8, Marvin Valdimarsson 8, Daníel G. Guðmunds- son 7, Ólafur Aron Ingvason 3, Dagur Kár Jónsson 2, Kjartan Atli Kjartansson 1. 63 STIG Í SÍÐUSTU TVEIMUR Jovan Zdravevski fór á kostum í einvíginu á móti Snæfelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.