Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 8

Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 8
14. maí 2011 LAUGARDAGUR8 LÖGREGLUMÁL Íslensk kona á þrítugs aldri var tekin með fíkni- efni innvortis í Leifsstöð fyrr í þessari viku. Hún var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Hæsti- réttur staðfesti þann úrskurð. Konan var að koma frá Hol- landi þegar tollverðir stöðvuðu hana við hefðbundið eftirlit. Hún reyndist vera með hvítt fíkniefni innvortis. Um nokkurt magn af kókaíni var að ræða. Konan hefur ekki komið við sögu hjá lögreglu í fíkniefnamálum áður. - jss Ung kona í gæsluvarðhald: Var tekin með kókaín innvortis VERSLUN Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirð- inga (KS) hyggst afnema skilarétt verslana á kjötvöru frá fyrirtækinu. Er þetta gert til að bregðast við banni á forverðmerkingum á kjötvöru. „Með þessum nýju reglum getur búðin alveg stýrt álagningu og þá getur komið fyrir að hún leggi tuttugu prósenta álag á eina vöru og fjöru- tíu prósenta álag á aðra sambærilega vöru. Þá situr auðvitað varan með fjörutíu prósenta álag eftir og henni er skilað án þess að við höfum nokkuð um það að segja,“ segir Ágúst Andrés- son, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS. Samkeppniseftirlitið hefur sagt nýju reglurnar skapa grundvöll fyrir virkari verðsamkeppni milli verslana, sem ætti til lengri tíma að leiða til lægra verðs. Ágúst segir eina möguleikann á því að verð lækki vera þann að verslanir taki fulla ábyrgð á þeim vörum sem þær kaupi inn þannig að þær sjái sér meiri hag í því að lækka verð á vörunni þegar hún nálgist síðasta söludag. Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónus, og Bjarni Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóatúns, segja báðir að breyt- ingin hafi lítil áhrif á sínar verslanir. Fæstar þeirra kjötvara sem þær selji hafi skilarétt. Hjá Norðlenska og Sláturfélagi Suðurlands eru engar áætlanir uppi um afnám skilaréttar, samkvæmt frétt Bændablaðsins um málið. - mþl Kaupfélag Skagfirðinga bregst við banni um forverðmerkingar á kjötvöru: Afnema skilarétt verslana á kjötvöru KJÖTVÖRUR Breytingar gætu orðið á verðlagningu kjötvara í verslunum með breyttum viðskiptaháttum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Lögreglustjórinn á Snæfellsnesi hefur ákært fjóra karlmenn fyrir húsbrot. Þeim er gefið að sök að hafa í sam- einingu ruðst heimildarlaust inn í íbúðarhúsið að Viðvík á Hellissandi. DÓMSTÓLAR Fjórir brutust inn í hús ÖRYGGISMÁL „Íslendingar geta náttúrlega sagt sig úr Schengen,“ segir Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra. Hann svarar þannig spurningu blaðsins um hvaða úrræði íslensk stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem innanríkis- ráðherrar Evrópusambandsþjóð- anna eru að taka þessa dagana um framtíð Schengen-samstarfs- ins. Ögmundur sat ekki fund ráðherranna á fimmtudag. Hann tekur fram að ekki sé víst að úrsögn úr Schengen sé eina leið Íslendinga til að hafa áhrif á gang mála, né leggur hann til að sú leið verði farin að óathuguðu máli. Hann minnir á andstöðu sína við þátttöku Íslands í Schengen- samstarfinu á sínum tíma en er ánægður með hugmyndir innan- ríkisráðherranna um að aðildar- ríki Schengen fái rýmri heimildir til að sinna landamæraeftirliti. „Það sem mér sýnist menn vera að gera núna er að opna á þá hugsun að nýta kostina sem fylgja Schengen, sem felast í samvinnu lögreglu- og dómsyfirvalda í bar- áttu gegn glæpagengjum. Það eru ótvíræðir kostir. Hitt er ókostur að geta ekki fylgt eftir ákvörð- unum sem teknar eru í einstökum ríkjum með virku eftirliti. Þessi mál virðast vera að komast í endurmat og það tel ég mjög gott,“ segir hann. Almennt segir Ögmundur að aukinn þrýstingur hafi verið á endurskoðun Schengen-sam- starfsins á Íslandi og þingmenn hafi meðal annars viljað gera úttekt á kostum og göllum þess. Þar hafi verið viðraðar áhyggj- ur af því að innlend yfirvöld hafi ekki nægilegt svigrúm til að sinna gæslunni. „Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland og þessi ákvörðun innanríkisráðherra Evrópusambandsins endurspegl- ar það. Ég tel hana vera mjög til góðs,“ segir Ögmundur. Hann telur að Ísland geti tekið undir með fundinum. klemens@frettabladid.is Getum hætt í Schengen- samstarfinu Innanríkisráðherra er ánægður með hugmyndir ráðherra ESB um framtíð Schengen-samstarfsins. Gætum sagt okkur úr samstarfinu, segir ráðherra. ÖGMUNDUR JÓNASSON Ráðherra segist ánægður með áform innanríkisráðherra ESB um framtíð Schengen-samstarfsins og vill að þjóðríkin geti haft frjálsari hendur til að sinna landamæraeftirliti gagnvart glæpagengjum og dæmdum mönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins tóku á fimmtudag undir tillögur framkvæmdastjórnar sambandsins um að styrkja þyrfti ytri landamæri Schengen-svæðisins svo hægt yrði að stöðva straum flóttamanna sem vildu komast inn í hlýjuna. Tillögurnar koma til afgreiðslu á leiðtogafundi sam- bandsins í júlí, en eru enn í vinnslu. Gert er ráð fyrir því að einstök aðildarríki fái auknar heimildir til að grípa til neyðarráðstafana á landamærum sínum, hefja þar reglubundið vegabréfa- eftirlit og vísa fólki frá, jafnvel þótt það komi frá öðrum Schengen-ríkjum. Þetta eiga þó aðeins að vera tímabundnar ráðstafanir, sem grípa má til þangað til ytri landamæri svæðisins hafa verið styrkt með sameiginlegum aðgerðum. Hugmyndin er sú að efla mjög úrræði ESB til sameiginlegra aðgerða til að aðstoða ríki á ytri landamærum svæðisins við að stöðva skyndilegan straum fólks, og létta þannig áhyggjunum af öðrum ríkjum sem óttast að fólkið haldi áfram för sinni innan svæðisins. Tillögur framkvæmdastjórnarinnar gera síðan einnig ráð fyrir því að allar löglegar fólks milli landamæra verði auðveldaðar, þrátt fyrir tímabundnar neyðarráðstafanir. Einnig er lögð áhersla á að ljúka á næsta ári við mótun sameiginlegrar stefnu í málefnum hælisleitenda, sem eiga að taka þrýstinginn af þeim ríkjum sem eru á jaðri svæðisins. Með þessum ráðstöfunum á að koma í veg fyrir einhliða ákvarðanir aðildarríkja Schengen um að taka upp landamæraeftirlit. Innanríkisráðherrarnir voru kallaðir á aukafund til að hraða þessum breytingum vegna ástandsins á Ítalíu og Frakklandi, þar sem tugir þúsunda flóttamanna frá Norður-Afríku hafa streymt inn í löndin á síðustu vikum. Vilja styrkja ytri landamæri Schengen 1. Hvaða félag kærði kennara í guðfræði til siðanefndar Háskóla Íslands? 2. Hverjir munu stýra vikulegum þætti á Stöð 2 næsta vetur? 3. Hver var valinn leikmaður 3. umferðar Íslandsmótsins í knatt- spyrnu af Fréttablaðinu? SVÖR 1. Vantrú 2. Björn Bragi Arnarsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir. 3. Matthías Vilhjálmsson VEISTU SVARIÐ?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.