Fréttablaðið - 14.05.2011, Qupperneq 94
14. maí 2011 LAUGARDAGUR50
Hvar áttu heima núna? „Í Los
Angeles, Kaliforníu, Bandaríkj-
unum.“
Saknarðu Íslands? „Já, stundum
sakna ég Íslands. Sérstaklega á
sumrin því þá fannst mér svo
gaman að fara að veiða og vera
úti í náttúrunni.“
Fréttirnar hafa sagt okkur að
þú hafir leikið Trölla sem stal
jólunum – hvað var skemmti-
legast við það og hvað var erf-
iðast? „Jú, það er rétt. Það sem
er skemmtilegast við það er að
þegar ég var lítill lásu pabbi
minn og mamma söguna fyrir
mig og nú segi ég sömu sögu
fyrir framan hundruð þúsunda
barna og fjölskyldur þeirra í
Bandaríkjunum. Það sem getur
verið erfitt er að ég leik sýn-
inguna 15 sinnum í viku í 5 mis-
munandi borgum svo ég þarf að
ferðast mikið og þá er ég í burtu
frá fjölskyldunni.“
Áttu mörg börn? „Ég á fjögur
yndisleg börn. Bríeti, 15 ára,
Elínu, 9 ára, Júlíu, 4 ára og
Þorstein, 3 ára.“
Það er átak í gangi á Íslandi
gegn einelti. Þú hefur lengi
barist gegn einelti. Hvað getur
maður gert til að stöðva einelti?
„Það er frábært að heyra að það
sé átak í gangi. Reyndar held
ég að við eigum alltaf að vera
í átaki, það er eilífðarverkefni
fyrir okkur að fá að vera eins
og við erum, við sjálf. Besta
leiðin til þess að stöðva einelti
er að segja frá því. Tala við for-
eldra sína og kennarann, skóla-
stjórann og þá sem eru eldri
og ráða. Þá bregðast þeir við á
réttan hátt og hægt er að hjálpa
bæði þolandanum og gerandan-
um á sama tíma. Svo getið þið
líka farið á heimasíðuna regn-
bogaborn.is og fleiri góðar síður
og fengið upplýsingar
um frekari aðstoð. Það
versta sem maður gerir
er að segja engum frá.”
Saknarðu Glanna
Glæps, Sollu Stirðu og
Íþróttaálfsins? „Ég
sakna þess að vinna
í Latabæ og hugsa
oft um það hversu
skemmtilegt það var
að vinna með þessu
frábæra fólki. Solla
og Íþróttaálfurinn
eru góðir vinir mínir
og ég er svo heppinn
að ég þekki Glanna
mjög vel líka. En svo
er líka gott ráð fyrir alla
sem sakna þeirra að setja bara
DVD-diskinn í tækið og þá
jafnar maður sig fljótt.”
Ertu alltaf að æfa þig að leika?
Hvernig æfirðu þig? „Besta
æfingin er að vinna við að vera
leikari. Hins vegar er mikil-
vægt fyrir leikara að halda sér
í góðu formi, stunda líkams-
rækt, borða góðan mat, lesa
mikið og fylgjast með því sem
er að gerast í lífinu. Fara í leik-
hús, horfa á bíómyndir, sér-
staklega íslenskar og þær sem
standa manni næst. Skemmti-
legasta æfingin er að horfa á
fólkið í kringum
sig, unga sem
a ld n a , og
sjá hvernig
lífið leikur
áfram.”
krakkar@frettabladid.is
50
það er eilífðar-
verkefni fyrir
okkur að fá að vera
eins og við erum, við
sjálf. Besta leiðin til
þess að stöðva einelti
er að segja frá því.
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
VERST AÐ SEGJA ENGUM
FRÁ EINELTI OG STRÍÐNI
Leikarann Stefán Karl Stefánsson þekkja flest börn; ef ekki sem hann sjálfan þá að
minnsta kosti sem Glanna glæp. Stefán Karl býr í Bandaríkjunum, leikur þar meðal
annars Trölla, á fjögur börn og saknar stundum Íslands og þess að vinna í Latabæ.
Þrír menn á báti strönduðu
á eyju. Í fjörunni fundu þeir
flösku, drógu úr henni tapp-
ann og samstundis skaust
andi upp úr henni. Andinn
sagði: „Þar sem þið hafið
frelsað mig úr flöskunni gef
ég hverjum ykkar eina ósk.“
Fyrsti maðurinn sagði: „Ég
sakna konunnar minnar og
barnabarnanna. Ég vildi að
ég væri kominn heim.“ Púff!
Hann hvarf!
Næsti maður sagði: „Þetta er
æðislegt! Ég vildi að ég væri
kominn til Havaí og lægi í sól-
baði á ströndinni með góm-
sæta máltíð til að gæða mér
á.“
Púff! Hann var líka horfinn!
Sá þriðji leit í kringum sig og
sagði: „Veistu, mér finnst svo
einmanalegt hérna, ég sakna
félaga minna. Ég vildi að þeir
væru komnir aftur!“ Púff!
WWW.CREATINGMUSIC.COM er vefsíða þar sem hægt er að
búa til sína eigin tónlist með því að teikna laglínuna á skjáinn. Þar er
líka hægt að hlusta á alls konar tónlist og finna fróðleik.
1. Hvað heitir Barbossa að fornafni?
2. Hvaða persónu leikur Orlando Bloom í
myndunum?
3. Hver er Calypso?
4. Hver drap Jack Sparrow?
5. Hvað var pabbi Wills kallaður?
6. Hvað eru til margir sjóræningjahöfð-
ingjar?
7. Hvað er Sao Feng?
8. Hvað er í kistu dauða mannsins?
9. Hvað heitir skip Davy Jones?
10. Hver vinnur kosninguna um konung
sjóræningjanna?
Spurningar: Sjóræningjar á Karíbahafi
Svör:
1. Hektor
2. Will Turner
3. Tia Dalma
4. Elísabet
5. Bootstrap Bill
6. Níu
7. Sjóræningjahöfðingi
8. Hjarta Davy Jones
9. Hollendingurinn
fljúgandi
10. Elísabet
Hákon Svavarsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali
Hlunnavogur 10-rishæð
Falleg 71,2 fm 3ja herb. rishæð með suðvestursvölum. Sameiginlegur inngangur með miðhæð.
Tvö rúmgóð svefnherbergi, úr hjónaherbergi er gengið út á suðvestursvalir. Stofan er ágætlega
rúmgóð. Flísalagt eldhús með fárra ára gamalli innréttingu og borðkrók, búr inn af eldhúsi undir
súð. Baðherbergi endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf, baðkar innrétting og gluggi á baði. Búið er að
endurnýja rafmagnstöflu í íbúð, parket á öllum gólfum nema baði og eldhúsi, ofnalagnir og ofnakranar
endurnýjaðar, stallað járn á þaki endurnýjað. Íbúðin er í steinsteyptu þríbýlishúsi, staðsett innarlega í
botnlanga, frábær staðsetning. Verð 21,5 millj. Verið velkomin á sunnudag milli kl 12-13.
Opið hús sunnudaginn 815. maí frá kl 17-18