Fréttablaðið - 14.05.2011, Page 102

Fréttablaðið - 14.05.2011, Page 102
14. maí 2011 LAUGARDAGUR58 folk@frettabladid.is Mike Myers, þekktastur fyrir leik sinn í Austin Powers-mynd- unum, verður pabbi í fyrsta sinn á þessu ári. Eiginkona hans, Kelly Tisdale, á von á sér. Myers og Tisdale gengu að eiga hvort annað við leynilega athöfn í New York og Myers hefur alla tíð verið ákaflega annt um einkalíf sitt. Talsmaður hans staðfesti þó þungunina í viðtali við New York Post. Myers og Tisdale hafa verið saman frá því 2006 en þá var gamanleikarinn nýskilinn við handritshöf- undinn Robin Ruzan eftir 12 ára hjóna- band. Myers pabbi í fyrsta sinn Angelina Jolie lenti í miklum erfiðleikum þegar hún var að tala inn á teiknimyndina Kung Fu Panda 2. Jolie segist aldrei hafa þolað eigin rödd og prófaði því alls konar hreima og raddir. „Ég prófaði að tala með Suðurríkja- hreim, breskum og eiginlega alla hreima sem ég kunni. Þetta end- aði með því að framleiðendurnir komu að máli við mig, sögðu mér að tala eðlilega og hætta með alla þessa fáranlegu hreima.“ Hræðileg rödd Jolie VOND RÖDD Angelina Jolie kveðst ekki þola eigin rödd og átti erfitt með að tala inn á Kung Fu Panda 2. Matthew Perry, best þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni Fri- ends, hefur ákveðið að taka sér frí frá skemmtanaiðnaðinum til að ná betri tökum á edrúmennsku sinni. Perry hefur lengi átt í erfiðleikum með áfengis- og verkjalyfjafíkn sína og fór meðal annars tvíveg- is í meðferð á meðan á velgengni Friends stóð. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum telja reyndar margir hverjir að þetta sjálfskipaða frí komi ekki til af góðu. Nýjasta gamanþáttaröð Perry, Mr.Sunshine, hefur feng- ið skelfilega dóma vestanhafs og lítið áhorf og búast raunar flestir við því að þættirnir verði slegnir af. Perry hefur því ekki enn náð að finna sig eftir að Friends-þætt- irnir runnu sitt skeið. Perry tekur sér frí ÆTLAR AÐ VERA EDRÚ Matthew Perry hyggst taka sér frí frá skemmtanabrans- anum til að halda sér edrú. BARNALUKKA Mike Myers er að verða pabbi í fyrsta sinn en eiginkona hans, Kelly Tisdale, á von á sér seinna á þessu ári. Samgönguþing 2011 Samgönguráð stendur fyrir samgönguþingi í Súlnasalnum á Radisson Hótel Sögu fimmtudaginn 19. maí kl. 13-17. Til samgönguþings er öllum helstu hagsmunaaðilum samgöngumála boðið og þar er gerð grein fyrir fyrirhuguðum forsendum og markmiðum áætlunarinnar. Inngangur 13:00 Setning samgönguþings: Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra 13:10 Samgönguáætlun 2011-2022 – inngangur: Dagur B. Eggertsson, formaður samgönguráðs Samgönguáætlun 2011-2022 – Drög að stefnumótun 13:30 Meginmarkmið, stefnumið og áherslur 2011-2022: Friðfinnur Skaftason og Þorsteinn R. Hermannsson, verkfræðingar í innanríkisráðuneyti 14:15 Umhverfismat samgönguáætlunar 2011-2022: Mannvit og VSÓ-Ráðgjöf 14:35 Samfélagsleg áhrif samgangna: Þóroddur Bjarnason, Háskólanum á Akureyri 14:55 Samþætting samgangna, skipulags og heilsu: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Háskólanum í Reykjavík 15:15 Kaffihlé Samþætting áætlana 15:40 Landsskipulagsstefna: Stefán Thors, forstjóri Skipulagsstofnunar 15:55 Ísland 2020 – Sóknaráætlanir landshluta: Héðinn Unnsteinsson, forsætisráðuneyti Umræður og fyrirspurnir 16:15 Samgönguáætlun 2011-2022 – Næstu skref: Dagur B. Eggertsson, formaður samgönguráðs 16:20 Pallborðsumræður samgönguráð 16:50 Fundarslit 17:00 Léttar veitingar Fundarstjóri verður Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Tækifæri verður til spurninga á milli erinda. Þeir sem hyggjast sitja þingið eru beðnir að skrá sig með tilkynningu á netfangið kristin.hjalmarsdottir@irr.is eigi síðar en þriðjudaginn 17. maí. Bræðurnir Gunnlaugur og Ólafur Egill Egilssynir stíga í fyrsta sinn saman á svið í leik- og dansverkinu Klúbburinn. Aðeins eitt og hálft ár skilur bræðurna að. Bræðurnir Gunnlaugur og Ólafur Egill Egilssynir stíga í fyrsta sinn saman á svið í leik- og dansverkinu Klúbburinn sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík 3. júní. Leikstjórn og dans eru eftir Gunnlaug og með- limi Klúbbsins, þá Ólaf Egil, Björn Borko Kristjánsson, Björn Thors, Huginn Þór Arason og Ingvar E. Sigurðsson. „Við erum í mismunandi list- greinum en þær eiga margt sam- eiginlegt,“ segir Gunnlaugur um samstarf þeirra bræðra. Hann er dansari við konunglega ballettinn í Stokkhólmi á meðan Ólafur Egill er leikari. Aðeins eitt og hálft ár skilur bræðurna að og er Ólafur sá eldri. Aðspurður segir Gunnlaugur að samstarf þeirra bræðra á æfing- um hafi verið gott og engar erjur átt sér stað. „Maður verður að vera fagmannlegur þegar maður stígur inn í sjálft æfingaferlið. Þá verður maður að sleppa þessum týpísku systkinaerjum, ég gæti ekki gert hinum Klúbbmeðlimun- um það. Enda erum við mjög kær- leiksríkir bræður og það er ekki mikið um ágreining okkar á milli,“ segir hann. Ólafur Egill segir það frá- bært að standa á sviði með bróð- ur sínum Gunnlaugi í fyrsta sinn. „Við vorum samrýmdir bræður og lékum okkur oft saman. Þetta er eðlilegt framhald af því og bara mjög huggulegt.“ Hann viðurkenn- ir að litli bróðir sé duglegur við að skipa honum fyrir á æfingum en það sé bara allt í lagi. „Hann er búinn að vera að dansa hjá Kon- unglega sænska ballettinum og fór út til að læra klassískan ballett þegar hann var sautján ára, þannig að hann hefur járnaga.“ Klúbburinn fjallar um karla- klúbb og hóp listamanna sem elur með sér draum um að afhjúpa æðsta leyndarmál listarinnar. Gunnlaugur segir að flestir leikar- arnir hafi enga reynslu af dans- verkum en allir hafi þeir sína nálg- un og eigi auðvelt með líkamlega tjáningu, þar á meðal bróðir hans. „Það er líka gaman að vinna með hreyfingar sem eru kannski ekki skólaðar. Við erum öll með okkar hreyfingar og ef maður reynir að fá þær út geta þær verið jafn- spennandi og eitthvað sem er lært og búið að vinna með í mörg ár,“ segir hann. Klúbburinn verður sýndur 3. og 4. júní á Listahátíð í Reykjavík og vikuna á eftir verða fjórar sýning- ar til viðbótar. freyr@frettabladid.is Saman á sviði í fyrsta sinn SAMRÝMDIR BRÆÐUR Bræðurnir Gunnlaugur og Ólafur Egill Egilssynir stíga saman á svið í fyrsta sinn í verkinu Klúbburinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Söngkonan Adele er að slá í gegn í Bandaríkjunum. Plata hennar, 21, er á toppi Billboard-listans og lagið Rolling in the Deep er á toppi lagalista Billboard.1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.