Fréttablaðið - 14.05.2011, Síða 104

Fréttablaðið - 14.05.2011, Síða 104
14. maí 2011 LAUGARDAGUR60 Dagblöð og vefsíður í Bandaríkj- unum hafa fylgst grannt með deilum bandaríska leikarans Will Smith og íbúa í SoHo-hverfinu í New York en þar fara nú tökur fram á þriðju myndinni í MIB- myndaflokknum. Will Smith hefur löngum verið þekktur fyrir ofvax- ið egó en þykir hafa farið fram úr sér með nýjasta uppátækinu. Íbúar hverfisins ráku nefnilega upp stór augu þegar vörubíll af stærstu gerð kom fyrir risavöxn- um íbúðarvagni í miðju íbúðar- hverfinu. Íbúðarvagninn er allur sá glæsi- legasti, um það verður ekki deilt, enda þarf Smith að punga út níu þúsund dölum í leigu á viku. Hann er 107 fermetrar á tveimur hæðum og skartar meðal annars sérstöku kvikmyndaherbergi með 100 tommu sjónvarpsskjá, skrif- stofu fyrir aðstoðarmenn, stóru svefnherbergi og granítlögðu bað- herbergi. Vagninn er á 22 hjólum og vegur í kringum þrjátíu tonn. Hvorki meira né minna. Nágrannarnir tóku þessu illa, jafnvel þótt þetta væri Will Smith, enda stóð vagninn í miðju hverfinu og skyggði á allt og alla. Bandaríska dagblaðið The New York Post fór á stúfana og ræddi við nokkra íbúa í hverfinu og þeir voru flestir á einu máli um að hegðun Smith væri til háborinnar skammar fyrir hann og tökuliðið. Að endingu neyddist borgar- stjórinn í New York, Michael Bloomberg, til að blanda sér í málið. Hann skipaði leikaranum í gær að færa ferlíkið og koma því fyrir á minna áberandi stað. „Hver þarf svona stóran íbúðarvagn? Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að fá þá svona stóra,“ hefur New York Post eftir borgarstjóran- um. Í kjölfarið var send út yfirlýs- ing frá skrifstofu borgarstjóra. Þar Borgarstjóri skammar Smith kom fram að til að minnka ónæðið af tökum á MIB 3 fyrir íbúa SoHo- hverfisins hefði skrifstofa borgar- stjórans í New York beðið aðstand- endur um að færa íbúðarvagninn á einkasvæði, og var það gert. Þegar Will Smith var sjálfur spurður útí málið hafði hann fátt um það að segja: „Ég bara skil ekki öll þessi læti.“ freyrgigja@frettabladid.is Jesse James, sem er í hópi hötuð- ustu karlmanna Bandaríkjanna eftir að hafa svikið Óskarsverð- launaleikkonuna Söndru Bullock, segist hafa átt að fara fyrr frá Hollywood-stjörnunni. James, sem er ákaflega virtur mótor- hjólasmiður, viðurkennir að hann hafi ekki sýnt fyrrum eiginkonu sinni þá virðingu sem hún hafi átt skilið. „Ég hefði átt að vera hreinskilinn og fara frá henni. Ef ég vildi hlaupa af mér einhver horn þá hefði það verið það rétta í stöðunni,“ sagði James í samtali við sjónvarpsþátt Piers Morgan á CNN. Skilnaður Bullock og James vakti mikla athygli enda var leik- konan þá nýbúin að hreppa Ósk- arsverðlaunin. Fjölmiðlar upp- lýstu að James hefði átt vingott við húðflúrfyrirsætuna Michelle „Bombshell“ McGee en hann er núna trúlofaður húðflúrlista- manninum Kat Von D. Mótor- hjólakempan upplýsir jafnframt að hann sé feginn að vera laus við þessa Hollywood-veröld Bullock, fólk sé ekki einlægt í þeim heimi. „Hún þakkaði mér fyrir Óskarinn en það var ekki einlægt, hún hafði flutt þessa ræðu við fjórar aðrar verðlaunaafhendingar.“ Átti að fara fyrr SÁTTUR Jesse James kveðst sáttur við að vera laus undan gerviveröld Hollywood en viðurkennir að hann hefði átt að fara fyrr frá Söndru Bullock. Breski leikarinn Jude Law kveðst vera orðinn of gam- all til að leika hjartaknús- ara á hvíta tjaldinu. Hinn 38 ára gamli Law leikur svikinn eiginmann á móti Keiru Knightley í Önnu Kareninu sem sýnd er á kvikmyndahátíðinni í Can- nes um þessar mundir. Law lét þessi orð falla í sam- tali við blaðamann Daily Mail en leikarinn hefur hingað til verið eitt helsta kyntákn kvikmyndanna. En leikarinn er ekki að láta þetta fara í taugarn- ar á sér, hann segist njóta þess að kvikmyndahúsa- gestir einblíni ekki eingöngu á útlit hans heldur horfi núna á frammistöðu hans. „Fólk var alltaf að horfa á hvern- ig ég leit út. Það var mjög erfitt á sínum tíma. Núna einbeiti ég mér aðallega að því að verða viðurkenndur sem leikari.“ Er orðinn of gamall EKKERT SMEYKUR Jude Law kveðst ekkert vera smeyk- ur við elli kerlingu, hún bjóði bara upp á fleiri val- möguleika. BLESS ÍBÚÐARVAGN Will Smith varð að færa risavaxinn íbúðarvagn sinn samkvæmt beiðni frá borgarstjóranum í New York, Michael Bloomberg. Íbúðarvagninn er 107 fermetrar, er á 22 hjólum og vegur í kringum þrjátíu tonn. Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í vikunni og bræddi hjörtu Íslendinga eins og smjör. Hann leit við í hjólabretta- húsi í Reykjavík og hitti þar nokkra aðdáendur. „Hann [Tony Hawk] er orðinn múltímilljóner. Samt er hann ennþá trúr rótum sínum,“ segir Egill Tómasson, starfsmaður Iceland Airwaves og hjólabrettamaður af gamla skólanum. Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins á þriðjudag- inn ásamt Cathy Goodman, kær- ustunni sinni. Hawk birti mynd af sér í Bláa lóninu á miðvikudaginn og mætti svo um kvöldið á Range Rover-jeppa í Reykjavík Skatepark þar sem hann renndi sér á bretti ásamt nokkrum heppnum hjóla- brettaköppum. Egill var einn af þeim sem hitti Hawk á miðvikudagskvöld- ið, en hann segir það hafa verið á stefnuskránni frá því á níunda ára- tugnum. „Hann er búinn að vera goðsögn frá því að menn fóru af brimbrettunum á hjólabrettin,“ segir Egill. „Ég leit þvílíkt upp til hans.“ Tony Hawk hefur komið víða við á löngum ferli og hagnast vel. Hann er orðinn 43 ára gamall, átti afmæli á fimmtudaginn, en er ennþá í fullu fjöri. „Ég myndi vilja fá hann með lið og halda almenni- lega sýningu,“ segir Egill, en Hawk er einmitt staddur með slíka sýningu í Svíþjóð í dag. „Þessi gaur er einstakur. Hann er búinn að vera í fremstu röð frá 1986-87.“ Söngvarinn Júlí Heiðar var einnig meðal þeirra sem hittu hjólabrettagoðsögnina í Reykja- vík. Hann er ekki hjólabretta- kappi sjálfur, en hefur spilað tölvuleikina sem Tony Hawk leggur nafn sitt við í nokkur ár. „Þetta var fáránlega nett, maður hefur séð hann í tölvuleikjum og í sjónvarpinu, að sjá svo allt í einu manneskjuna,“ segir Júlí Heið- ar og játar að Hawk sé afar við- kunnanlegur náungi. „Hann var að sýna þvílíka takta. Það var svo gaman að horfa á þetta, ég er eng- inn hjólabrettaaðdáandi en það var gaman að horfa á hann.“ atlifannar@frettabladid.is Forrík hjólabrettagoðsögn og hvers manns hugljúfi Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar Starfsemi LSK á árinu 2010 Allar fjárhæðir í milljónum króna Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12. 2010 2009 Samtals Samtals Iðgjöld 189 174 Lífeyrir -223 -198 Fjárfestingatekjur 207 389 Fjárfestingargjöld -8 -7 Rekstrarkostnaður -20 -17 Aðrar tekjur 28 24 Hækkun á hreinni eign á árinu 172 365 Hrein eign frá fyrra ári 2.801 2.437 Hrein eign til greiðslu lífeyris 2.974 2.801 Efnahagsreikningur Fasteign, rekstrarfjármunir og aðrar eignir 12 11 Verðbréf með breytilegum tekjum 1.201 1.306 Verðbréf með föstum tekjum 1.468 1.151 Veðlán 137 161 Aðrar eignir 76 208 Kröfur 84 1 Skuldir -5 -35 Hrein eign til greiðslu lífeyris 2.974 2.801 Kennitölur Nafnávöxtun 6,4% 16% Hrein raunávöxtun 3,7% 6,8% Hrein raunávöxtun – 5 ára meðaltal -0,4% 2,3% Fjöldi sjóðfélaga 142 146 Fjöldi lífeyrisþega 237 225 Rekstrarkostnaður í % eigna 0,7% 0,5% Eignir í íslenskum krónum % 74,1% 66,6% Eignir í erlendum gjaldmiðlum % 25,9% 33,4% Eign umfram heildarskuldbindingar í % -57,1% -59,9% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -56,2% -59,6% Ársfundur 2011 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar 2011, verður haldinn mánudaginn 23.maí, kl. 17.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 1. hæð. Stjórn og framkvæmdastjóri Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Hlynur Jónsson, stjórnarformaður, Guðríður Arnardóttir, Ragnar Snorri Magnússon, Helga Elínborg Jónsdóttir og Gunnsteinn Sigurðsson Framkvæmdastjóri er Jón G. Kristjánsson. Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími 570 0400 www.lss.is Birt með fyrirvara um prentvillur Ársreikning LSK 2010 má sjá í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is STUTT STOPP Á ÍSLANDI Tony Hawk stoppaði stutt á Íslandi, en gaf sér tíma til að hitta aðdáendur sína í Reykjavík, en Egill Tómasson og Júlí Heiðar voru þar á meðal. Hérna er hann á mynd sem hann tók af sér í Bláa lóninu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.