Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 106

Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 106
14. maí 2011 LAUGARDAGUR62 Emmsjé Gauti, Jón Jónsson, Mugison og FM Belfast gefa út nýjar plötur í sumar sem margir bíða með mikilli eftirvæntingu. Fleiri sólrík- ar og spennandi útgáfur úr ýmsum áttum eru á leiðinni. Fyrsta plata rapparans Emmsjé Gauta, Bara ég, kemur út síðar í þessum mánuði á vegum Geim- steins. Gauti rappaði með Erpi Eyvindarsyni í laginu Elskum þessar mellur í fyrra og gerir það einnig á nýju plötunni í lag- inu Hemmi Gunn. Platan á vafa- lítið eftir að vekja mikið umtal og athygli. Ný plata Gus Gus, Arabian Horse, kemur út 23. maí á vegum Smekkleysu, þar sem Högni Egils- son er gestasöngvari. Önnur plata FM Belfast er vænt- anleg 3. júní á vegum Morr Music í samstarfi við Kimi Records og verður sveitin dugleg við að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar. Þrjú ár eru liðin síðan fyrsta plata FM Belfast, How to Make Friends, kom út við mjög góðar undirtektir og verður for- vitnilegt að heyra hvernig bandinu tekst að fylgja henni eftir. Sálarplata Bubba Morthens, Ég trúi á þig, kemur út á vegum Senu á 55 ára afmælisdegi rokkarans, 6. júní. Annar reynslubolti, Helgi Björnsson, gefur út sína þriðju plötu með Reiðmönnum vindanna í júní en tvær fyrstu plöturnar hafa selst eins og heitar lumm- ur. Popparinn Jón Jónsson send- ir frá sér sína fyrstu plötu í byrj- un júlí hjá Senu. Hann hefur átt nokkur vinsæl lög að undanförnu Spennandi tónlistarsumar SPENNANDI SUMAR Margar spennandi plötur koma út í sumar, meðal annars frá Emmsjé Gauta, FM Belfast, Mugison og Jóni Jónssyni. og líklegt má telja að sumarlegir tónar hans eigi eftir að falla vel í kramið. Ný plata frá Mugison þar sem hann syngur á íslensku er einnig á leiðinni. Þetta verður blúsuð þjóð- lagaplata og miðað við fyrsta lagið sem hefur heyrst af henni, Haglél, er heldur betur von á góðu. Önnur plata Nolo kemur út í lok júlí á vegum Kimi Records og í ágúst er svo áætluð frá Smekk- leysu útgáfa á langþráðri hljóð- versplötu frá rokkurunum í Ham. Á meðal annarra væntanlegra útgáfa í sumar er samstarfsverk- efni Valdimars Guðmundssonar úr hljómsveitinni Valdimar og Björgvins Ívars Baldurssonar, fyrsta plata Myrru Rósar og ný plata Snorra Helgasonar. Rokkararnir í Reykjavík! eru einnig á leiðinni í hljóðver í næsta mánuði en ekki er ljóst hvort plat- an kemur út í sumar eða næsta vetur. Slugs, hljómsveit Sindra Eldon, gefur svo út sína aðra plötu í sumar á vegum Smekkleysu. Lay Low verður einnig í hljóð- veri í maí og hyggst gera plötu á íslensku við ljóð íslenskra kven- skálda, auk þess sem Legend, ný hljómsveit Krumma Björgvins- sonar og Halldórs Björnssonar, gefur út sína fyrstu plötu í sumar. freyr@frettabladid.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.