Fréttablaðið - 14.05.2011, Síða 106
14. maí 2011 LAUGARDAGUR62
Emmsjé Gauti, Jón Jónsson,
Mugison og FM Belfast gefa
út nýjar plötur í sumar sem
margir bíða með mikilli
eftirvæntingu. Fleiri sólrík-
ar og spennandi útgáfur úr
ýmsum áttum eru á leiðinni.
Fyrsta plata rapparans Emmsjé
Gauta, Bara ég, kemur út síðar í
þessum mánuði á vegum Geim-
steins. Gauti rappaði með Erpi
Eyvindarsyni í laginu Elskum
þessar mellur í fyrra og gerir
það einnig á nýju plötunni í lag-
inu Hemmi Gunn. Platan á vafa-
lítið eftir að vekja mikið umtal og
athygli.
Ný plata Gus Gus, Arabian
Horse, kemur út 23. maí á vegum
Smekkleysu, þar sem Högni Egils-
son er gestasöngvari.
Önnur plata FM Belfast er vænt-
anleg 3. júní á vegum Morr Music
í samstarfi við Kimi Records og
verður sveitin dugleg við að spila
á hinum ýmsu tónlistarhátíðum
í sumar. Þrjú ár eru liðin síðan
fyrsta plata FM Belfast, How to
Make Friends, kom út við mjög
góðar undirtektir og verður for-
vitnilegt að heyra hvernig bandinu
tekst að fylgja henni eftir.
Sálarplata Bubba Morthens, Ég
trúi á þig, kemur út á vegum Senu
á 55 ára afmælisdegi rokkarans,
6. júní. Annar reynslubolti, Helgi
Björnsson, gefur út sína þriðju
plötu með Reiðmönnum vindanna
í júní en tvær fyrstu plöturnar
hafa selst eins og heitar lumm-
ur. Popparinn Jón Jónsson send-
ir frá sér sína fyrstu plötu í byrj-
un júlí hjá Senu. Hann hefur átt
nokkur vinsæl lög að undanförnu
Spennandi tónlistarsumar
SPENNANDI
SUMAR Margar
spennandi plötur
koma út í sumar,
meðal annars frá
Emmsjé Gauta, FM
Belfast, Mugison og
Jóni Jónssyni.
og líklegt má telja að sumarlegir
tónar hans eigi eftir að falla vel í
kramið.
Ný plata frá Mugison þar sem
hann syngur á íslensku er einnig á
leiðinni. Þetta verður blúsuð þjóð-
lagaplata og miðað við fyrsta lagið
sem hefur heyrst af henni, Haglél,
er heldur betur von á góðu.
Önnur plata Nolo kemur út í lok
júlí á vegum Kimi Records og í
ágúst er svo áætluð frá Smekk-
leysu útgáfa á langþráðri hljóð-
versplötu frá rokkurunum í Ham.
Á meðal annarra væntanlegra
útgáfa í sumar er samstarfsverk-
efni Valdimars Guðmundssonar
úr hljómsveitinni Valdimar og
Björgvins Ívars Baldurssonar,
fyrsta plata Myrru Rósar og ný
plata Snorra Helgasonar.
Rokkararnir í Reykjavík! eru
einnig á leiðinni í hljóðver í næsta
mánuði en ekki er ljóst hvort plat-
an kemur út í sumar eða næsta
vetur. Slugs, hljómsveit Sindra
Eldon, gefur svo út sína aðra plötu
í sumar á vegum Smekkleysu.
Lay Low verður einnig í hljóð-
veri í maí og hyggst gera plötu á
íslensku við ljóð íslenskra kven-
skálda, auk þess sem Legend, ný
hljómsveit Krumma Björgvins-
sonar og Halldórs Björnssonar,
gefur út sína fyrstu plötu í
sumar. freyr@frettabladid.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki