Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2011, Qupperneq 118

Fréttablaðið - 14.05.2011, Qupperneq 118
14. maí 2011 LAUGARDAGUR74 PERSÓNAN Björn Bragi Arnarsson Aldur: 26 ára. Starf: Fjölmiðlamaður. Búseta: 101 Reykjavík. Fjölskylda: Er í sambandi með Önnu Reynisdóttur hjúkrunar- fræðinema, og saman eigum við hundinn Etnau. Stjörnumerki: Krabbi. Björn Bragi mun stýra nýjum skemmtiþætti ásamt Þórunni Antoníu Magnúsdóttur sem sýndir verða á Stöð 2. „Við áttum tíu ára brúðkaups- afmæli á fimmtudagskvöldinu en héldum upp á það degi fyrr enda átti hún þá líka afmæli. Við fórum allur hópurinn á fínan veitingastað og fengum okkur gott að borða. Svo átti Gunni Óla líka tíu ára Eurovision-afmæli og söng af því tilefni Angel fyrir okkur,“ segir Matthías Matthías- son úr vinum Sjonna. Íslensku Eurovision-fararnir hafa svo sannarlega ekki legið með tærnar upp í loft eftir að íslenski fáninn kom síðastur upp úr „hattinum“ á þriðjudagskvöld- inu. Eurovision-veislur, æfingar og viðtöl við fjölmiðla hafa nán- ast einokað allan tíma Vinanna. Í gærkvöldi var general-prufa en hana fá dómnefndirnar að sjá. „Þetta er alveg helmingurinn af keppninni. Okkur tókst vel upp á síðustu general-prufu og ætlum að negla þetta aftur núna,“ segir Hreimur Örn Heimisson en hann og Matthías voru einmitt að gera sig klára til að fara upp í Eurovision-höll og æfa. Að sögn Matthíasar er stemn- ingin góð í hópnum, menn eru afslappaðir og ætla að njóta lífs- ins uppi á sviðinu í kvöld. Koss- inn sem Matthías smellir á kinn Vignis Snæs í miðju lagi hefur vakið mikla athygli og Matthías viðurkennir að þeir hafi mikið verið spurðir um hann. Hann á sér sína sögu. „Hann er í anda drengsins sem samdi þetta lag, Sigurjóns Brinks. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann hitti fólk var að faðma það og kyssa það. Og það skipti litlu máli hvort hann þekkti það lítið eða mikið,“ útskýrir Matthías. Hreimur Örn tók undir með Matthíasi, sagði þá félaga vera afslappaða fyrir úrslitakvöld- ið. Þeir hefðu líka fengið óvænt heillaráð frá fyrrverandi lands- liðsfyrirliða og -þjálfara. „Við hittum Atla Eðvalds hérna úti á götu og hann bað okkur að segja aldrei að við hefðum engu að tapa, það væru bara „lúserar“ sem töluðu þannig. Við ættum að tala þannig að við hefðum allt að vinna,“ segir Hreimur og bætir því við að þeir, eins og íþrótta- menn, hafi sína rútínu. „Við hitum okkur vel upp með laginu Wade með The Band og syngjum síðan lag úr Ace Vent- ura á leið upp á svið. Menn eru ekkert að breyta þessu neitt núna.“ freyrgigja@frettabladid.is HREIMUR ÖRN: VINIR SJONNA FÁ GÓÐ RÁÐ FRÁ LANDSLIÐSFYRIRLIÐA Gunnar söng Two Tricky- lagið fyrir Matta og frú KOSS FYRIR SJONNA Kossinn sem Matthías Matthíasson smellir á kinn Vignis Snæs hefur vakið mikla athygli. Hann er til heiðurs Sigurjóni Brink, höfundi lagsins, sem kyssti alltaf alla og faðmaði þegar hann hitti þá. NORDIC PHOTOS/GETTY Rakel Maríu Brynjólfsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í mánaðarlöngu fyrirsætunámskeiði á vegum Alpa Model Agency í Róm. Þar mun Rakel María læra allt sem fyrirsætur þurfa að kunna og að því loknu ferðast til Grikklands þar sem hún mun sitja fyrir í auglýsingu. Námskeiðið var hluti af verðlaunum sem Rakel María hlaut fyrir þátttöku sína í suður-afrískri fyrirsætukeppni. Alls tóku 83 stúlkur þátt í keppn- inni og var Rakel María í hópi sextán stúlkna sem komust áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem Rakel María tekur þátt í slíkri keppni og segist hún spennt fyrir Ítalíuferðinni. „Ég er orðin mjög spennt fyrir ferðinni. Foreldrar mínir voru svo- lítið stressaðir í fyrstu að leyfa mér að fara, en ég fer ásamt sex öðrum stelpum og svo skipuleggj- anda keppninnar og verð því ekki ein,“ segir Rakel María, en þetta er í fyrsta sinn sem hún mun dvelja svo lengi frá fjölskyldu sinni. Rakel María er sautján ára gömul og hefur búið í Namibíu undanfarin níu ár. „Pabbi sótti um vinnu sem skipstjóri og við fjölskyldan fluttum hingað með honum. Landið er mjög ólíkt Íslandi en hér er gott að vera og það er gaman að hafa fengið að upp- lifa aðra menningu. Ég reyni samt að heimsækja Ísland annað hvert ár og halda þannig tengslum við fjölskylduna heima,“ segir hún að lokum. - sm Lærir fyrirsætustarfið á Ítalíu Leikkonan Maria Bonnevie og Baltasar Kormákur hafa samþykkt að leika í fyrstu kvikmynd Bene- dikts Erlingssonar, sem gengur undir vinnuheitinu Hross um oss. Margir muna eftir Bonnevie, sem er fædd í Svíþjóð, úr myndinni Hvíta víkingnum eftir Hrafn Gunnlaugsson en þá var hún 22 ára. „Hún beit bara strax á agnið en hún þarf örugg- lega að æfa sig. Mér skilst samt að hún sé mjög reiðfær,“ segir Benedikt, spurður hvernig hafi gengið að fá Bonnevie um borð. „Baltasar fær hlutverkið út á útlitið,“ bætir hann við í léttum dúr. „Hann á að leika spænskan túrista sem kann ekkert á hesta.“ Hilmir Snær Guðnason og Steinn Ármann Magnússon hafa einnig bæst við leikara liðið, sem áður samanstóð af þeim Ingvari E. Sigurðssyni og Charlotte Bøving, eiginkonu Benedikts. Myndin er „brútal“ sveitarómantík að sögn Benedikts þar sem sagðar eru dramatískar sögur af hestafólki. Hann er þessa dagana staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem hann vinnur í því að fjármagna myndina. Kvikmynda- sjóður Íslands hefur þegar ákveðið að styrkja hana, auk þess sem norskir framleiðend- ur koma að henni. „Maður er að kasta flugum fyrir stórlaxa og þeir eru að narta í,“ segir hann. Einnig kemur til greina að íslenskir aðilar með ástríðu fyrir hestamennsku taki þátt í framleiðslunni. Eins og komið hefur fram í Frétta- blaðinu kostar myndin tvö hundruð milljónir króna í framleiðslu og eiga tökur að hefjast 1. ágúst. - fb Benedikt landar Baltasar og Bonnevie LEIKUR FYRIR BENEDIKT Maria Bonnevie leikur í nýrri hrossamynd Benedikts Erl- ingssonar. Baltasar Kormákur mun leika spænskan túrista í myndinni. NORDICPHOTOS/GETTY TVEGGJA TÍMA HLÁTURSKAST... MEÐ HLÉI Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Mjög vel heppnaður farsi, hraður og ótrúlega fyndinn“ – IÞ, Mbl ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 / leikhusid.is / midasala@leikhusid.is Sýningar alla sunnudaga www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! SPENNT FYRIR ÍTALÍUFERÐ Rakel María Brynjólfsdóttir tók þátt í fyrirsætukeppni í Suður-Afríku og er nú á leið til Ítalíu á fyrir- sætunámskeið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.