Fréttablaðið - 25.08.2011, Page 6

Fréttablaðið - 25.08.2011, Page 6
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR6 Costa del Sol Allra síðustu sætin 10. september í 10 nætur Frá aðeins kr. 109.000 með allt innifalið Heimsferðir bjóða frábæra 10 nátta ferð til Costa del Sol þann 10. september. Í boði er einstakt sértilboð á Griego Mar hótelinu. Gríptu þetta tækifæri og skelltu þér í frábæra ferð til Costa del Sol og njóttu lífsins á hreint ótrúlegum kjörum. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði verð getur hækkað án fyrirvara. Hotel Griego Mar *** Kr. 109.000 - með „öllu inniföldu” Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi með „öllu inniföldu” í 10 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu” kr. 129.900. Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 Erna, stílisti Ég hef unnið við förðun á Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal við förðun keppenda í Idol og annarra sjónvarpsþátta hjá 365. Einnig vinn ég við auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu. Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I w w w . u t l i t . i s VILTU VERÐA STÍLISTI? The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning HÁSKÓLAR Landssamtök sauðfjár- bænda (LS) hafa ákveðið að hætta viðskiptum við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna „ítrekaðra skrifa“ Þórólfs Matthíassonar, hagfræðiprófessors og deildar- forseta hagfræðideildar, um sauð- fjárrækt. Þetta kom fram á vef Bænda- blaðsins í gær. Þar segir einnig að Sindri Sigurgeirsson, formað- ur LS, hafi fundað með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ, í upphafi vikunnar þar sem hann kynnti henni gagnrýni samtakanna. Bændablaðið s e g i r h u g - myndir hafa verið uppi um samvinnu LS og Hagfræði- stofnunar um verkefni tengt hagræðingu í sláturiðnaði, en LS hefur nú hætt við. Þótt Þórólfur sé, sem deildar- forseti, ekki starfsmaður eða stjórnarmaður Hagfræðistofnunar telji LS náin tengsl þar á milli og þess vegna treysti sauðfjárbænd- ur sér ekki til þess að vinna áfram með stofnuninni. Sveinn Agnarsson, forstöðumað- ur Hagfræðistofnunar, segir í sam- tali við Fréttablaðið að viðskipta- vinir stofnunarinnar ráði því hvort þeir leiti til hennar. Honum finnist þó ekki vegið að stofnuninni. „Við höfum alltaf haft það sem skyldu að vinna eins hlutlægt og vandað og við getum og við höld- um því bara áfram,“ sagði Sveinn. - þj Sauðfjárbændur hætta viðskiptum við Hagfræðistofnun vegna skrifa prófessors: Telja skrif Þórólfs árás á bændur SVEINN AGNARSSON SVÍÞJÓÐ Marijúanasprey verður líklega fáanlegt í Svíþjóð á næst- unni. Spreyið er ætlað í lækn- ingaskyni en veldur ekki vímu. Sprey af þessu tagi hefur verið tekið í notkun í Bretlandi og á Spáni auk þess sem samþykkt hefur verið að nota það í Þýska- landi og Danmörku. Efnið er fyrst og fremst ætlað fólki sem þjáist af MS-sjúkdómnum og öðrum sjúkdómum. Rannsóknir hafa bent til þess að marijúana geti haft jákvæð áhrif á einkenni sjúkdómsins. - þeb Notað í lækningaskyni: Marijúanasprey til Svíþjóðar MANNLÍF „Þetta er enn einn vitnis- burðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæð- ingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálf- ráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu. „Þetta hefur því verið afar erf- itt fyrir hana, hún átti til dæmis erfitt með svefn og svo bættist morgunógleði ofan á allt saman,“ segir Buggle. Drengnum hefur verið gefið nafnið Adam Ástráður, afanum til mikillar ánægju, en hann verður skírður eftir um það bil mánuð. Buggle er uppalinn í Bandaríkj- unum en á íslenska móður og hefur verið búsettur hér á landi í rúm níu ár. Adam Ástráður fær því föður- nafn eftir íslenskum hefðum og verður Kristofersson. Buggle segir að aðstandendur sínir í Bandaríkjunum hafi verið áhyggjufullir meðan á meðgöng- unni stóð en Ásdís er fjörutíu og eins árs og þar sem hún er fjöl- fötluð var mikil hætta á því að hún fengi blóðtappa. „Þau eru því afar kát núna og ég á von á syst- ur minni í heimsókn von bráðar,“ segir hann. Adam Ástráður var sannkölluð himnasending en þau hjón, sem hafa nú verið gift í tvö ár, voru farin að huga að því að nýta sér þjónustu staðgöngumóður. Þau voru einnig farin að velta fyrir sér ættleiðingu en það hefði getað orðið flókið því lög kveða á um að fjölfatlað fólk geti ekki ættleitt börn. En nú hefur sá litli skorið blessunarlega á hnútinn. En hverjum líkist Adam litli? „Ég myndi segja að hann hefði munninn og augun frá mér en nefið og eyrun frá Ásdísi þannig að hann er góð blanda af okkur báðum,“ segir faðirinn. Buggle er tölvuviðgerðarmaður en hann er einnig að vinna við forritun og það kemur sér vel að hann getur unnið við það heima við. Hann er jafnframt stuðn- ingsfulltrúi konu sinnar svo hann hefur komið málum nokkuð hagan- lega fyrir nú í annríkinu sem fram undan er. „Ég er síðan að vinna að því að gerast verktaki við ljós- myndun og grafíska hönnun,“ segir hann og vonast til að kraftaverkin setji nú svip sinn á starfsframann líkt og þau hafa gert í einkalífinu. jse@frettabladid.is Merki þess að ástin þrautir vinnur allar Ásdís Jenna Ástráðsdóttir og maður hennar, Kevin Kristofer Buggle, eignuðust son á föstudaginn. Þau hjónin voru farin að huga að ættleiðingu og þjónustu staðgöngumóður áður en sá litli tók í taumana. Meðgangan var erfið. STOLTIR FORELDRAR MEÐ ERFINGJANN Drengurinn hefur verið nefndur Adam Ástráður. Hann þykir líkur báðum foreldrum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NOREGUR Breski þjóðernissinninn Paul Ray kom til Óslóar í gær til að fara í yfirheyrslur hjá lögreglu vegna hryðjuverkanna í Noregi 22. júlí. Ray kom sjálfviljugur til lands- ins til að ræða við lögreglu. Í stefnuyfirlýsingu ódæðismanns- ins Anders Behring Breivik er Ray nefndur sem fyrirmynd og lærifað- ir. Hann neitar því alfarið að hafa átt nokkur samskipti við Breivik og segist á engan hátt hafa verið lærifaðir hans. Meðal þess sem lögreglan gerir nú er að rannsaka DNA-sýni og fingraför á búgarði Breiviks. Fjárkröfur vegna hryðjuverk- anna eru nú um tíu milljónir norskra króna, en þar vegur þyngst kostnaður níu sveitarfélaga eftir árásirnar. Þá er kostnaður hótels í Sundvolden í nágrenni Úteyjar 4,5 milljónir norskra króna. Jafnframt mun fjöldi einstaklinga fá greiddar bætur vegna árásanna. Norska ríkisútvarpið hefur greint frá því að öryggisgæsla í kring- um ráðherra hafi verið aukin eftir hryðjuverkaárásirnar. Forsætis- ráðherra hefur haft fasta lífverði en nú hafa þrír ráðherrar til viðbótar gæslu allan sólarhringinn. - þeb Paul Ray, sem kemur fyrir í stefnuyfirlýsingu Breiviks, neitar öllum tengslum: Flaug til Noregs í yfirheyrslur BREIVIK Í stefnuyfirlýsingu Breiviks er aðdáun lýst á Paul Ray, en Ray hefur barist gegn múslímum og fjölmenningu í Bretlandi. NORDICPHOTOS/AFP Er þörf á nýjum flokki á miðju stjórnmálanna? Já 37,1% Nei 62,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Borðar þú hrefnukjöt? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.