Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 16
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR16 Það er engin ástæða til þess að borða megrunarduft til að ná af sér aukakílóum sem mögulega hafa bæst við eftir grillmat sumars- ins, feitar sósur, vín og ís. Líkamsrækt eins og sund og daglegar gönguferðir koma öllum í gott form, hvort sem þeir þurfa að léttast eða ekki, auk þess sem hreyfing er góð gegn haustdepurð. Nú þegar hausta tekur eru auk þess alls konar tilboð í líkamsræktarstöðvunum sem vert er að skoða. Hjá Actic-líkamsræktarstöðv- unum, sem eru níu talsins víðs vegar um landið, er til dæmis til- boð á árskorti í Kópavogsstöðv- unum en þar kostar það 29.990 kr. til 20. september. Eftir það kost- ar árskortið í Kópavogi 35.990 kr. Kortin hjá Actic gilda í líkams- rækt og sund í því sveitarfélagi sem þau eru keypt. Á heimasíðu Actic, www.nautilus.is, er að finna upplýsingar um fleiri tilboð. Baðhúsið í Reykjavík er heilsu- lind fyrir konur. Árskortið þar kostar 62.900 kr. Heimasíða Bað- hússins er www.badhusid.is. Líkamsræktarstöðin Hress í Hafnarfirði býður árskortið á 54 þúsund kr. til 1. september. Eftir það kostar almennt árskort 61.990 kr. Heimasíðan er www.hress.is. Á henni sést meðal annars að árskort fyrir námsmenn kostar 43.990 kr. Fleiri tilboð eru jafnframt í boði. Árskort hjá líkamsræktarstöð- inni Hreyfingu í Glæsibæ í Reykja- vík kostar 64.692 kr. Þar er hægt að fá svokallaðar Blue Lagoon Spa-meðferðir, sams konar með- ferðir og veittar eru í Bláa lóninu í Grindavík. Upplýsingar um tilboð, meðal annars sérstaka fjölskyldu- aðild og skólaaðild, er að finna á heimasíðunni www.hreyfing.is. Í líkamsræktarstöðinni Sport- húsinu í Kópavogi kostar árskort með aðgangi að sundlaugum ÍTR 61.000 kr. en 68.280 kr. með aðgangi að sundlaugum ÍTK. Íþróttaskóli Latabæjar er í Sport- húsinu og eru námskeiðin fyrir krakka á aldrinum 3 til 6 ára. Sjá nánar á heimasíðunni www.sport- husid.is. World Class er með líkams- ræktarstöðvar á níu stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Árskortið hjá World Class kostar 69.760 kr. Öllum kortum fylgir aðgangur að öllum stöðvunum ásamt aðgangi að Laugardalslaug, sundlauginni á Seltjarnarnesi og Lágafellslaug. Sjá nánar um tilboð á www.world- class.is. Vert er að hafa í huga að ýmis fyrirtæki og stéttarfélög bjóða styrki í líkamsrækt. ibs@frettabladid.is 16 hagur heimilanna Skólabækur fyrir framhaldsskóla hafa lækkað í verði um allt að 33 prósent milli ára, samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á bókum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 17. ágúst síðastliðinn. Verð var kannað á 23 algengum kennslubókum sem framhaldsskólanemar þurfa að kaupa. Verð bókanna hækkaði mest hjá Pennanum Eymundsson milli ára en lækkaði á sama tíma hjá Griffli, Office 1 og Iðnú. Verðmunur milli verslana hefur aukist milli ára. Til að mynda hefur stærðfræðibókin „Stærðfræði 3000“ hækkað um 6 prósent í verði hjá Pennanum Eymundsson, stóð í stað hjá Bóksölu stúdenta, en lækkaði um 14 prósent hjá Office 1. Mesta hækkun á milli ára var hjá Pennanum Eymundsson sem hefur hækkað verðið á 18 titlum af þeim 23 sem skoðaðir voru, en hækkunin var undir tíu prósentum í flestum tilvikum. Mesta lækkun á milli ára var hjá Office 1, en þar hafði verðið lækkað á 16 bókatitlunum af 17 sem fáanlegir voru. Lækkunin var oftast á bilinu tíu til tuttugu prósent. Mesta hækkunin á milli ára var á enskubókinni „Lord of the Flies“ sem hækkaði um 53 prósent hjá Bóksölu stúdenta. Mesta lækkunin á milli ára var á sömu bók hjá Griffli um 33 prósent. Verð var kannað í Bóksölu stúdenta Hringbraut, Pennanum Eymundsson Kringlunni, Office 1 Skeifunni, Griffli Skeifunni og Bókabúðinni Iðnú Brautarholti. - sv Ný verðkönnun ASÍ sýnir verðlækkun á skólabókum á milli ára: Hafa lækkað um 33% síðan í fyrra SKÓLABÆKUR Könnun ASÍ sýnir mikinn verðmun á skólabók- um á milli verslana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verð hjá líkamsræktarstöðvum Actic Baðhúsið Hress Hreyfing Sporthúsið World Class Stakur tími - 2.000 1.400 1.500 1.500 1.900 1 mán. - 11.900 11.990 10.900 11.900 12.990 3 mán. - 25.900 23.990 24.900 24.900 29.460 6 mán. 25.990 41.900 41.990 41.500 36.900 47.640 12 mán. 29.990 62.900 54.000 64.692 61.000 69.760 til 20. sept. til 1. sept. + ÍTR-sundlaugar Annars Annars 68.280 35.990 61.990 + ÍTK-sundlaugar Fjölbreytt tilboð hjá líkamsræktarstöðvum Á BRETTINU Actic-stöðvarnar eru meðal þeirra sem bjóða aðgang að sundlaugum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GÓÐ HÚSRÁÐ Matarsódi er þarfaþing Í 17 löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins, EES, er ökumönnum skylt að hafa endurskinsvesti eða -jakka í bifreið sinni, að því er segir í frétt á vef Neytendasamtakanna. Alls tóku 29 ríki þátt í könnun Evrópsku neytenda- aðstoðarinnar um umferðarreglur. Könnunin var gerð innan aðildarríkja Evrópusambandsins, ESB, auk Noregs og Íslands. Í þremur löndum er mælt með því að endurskinsvesti séu í bifreiðunum en í níu löndum var það hvorki skylt né mælt með því. Í nokkrum löndum er hjólreiðamönnum einnig skylt að klæðast endurskinsvestum, í það minnsta eftir að skyggja tekur. Ökumenn sjást betur á vegum úti ef þeir klæðast endurskinsvesti eða -jakka neyðist þeir til að yfir- gefa bifreiðar sínar vegna bilunar eða bensínleysis. ■ Umferð Skylt að hafa endurskinsvesti í bílum VERÐHÆKKUN Kílóverð á appelsínum hefur meira en tvöfaldast síðan árið 2007. Auglýsingastofur og neytendur mæla með vörum á heimasíðum fyrirtækja gegn greiðslu. Neytendur þurfa þess vegna að vera á verði, að því er segir á fréttavefnum www.24.dk. Jakob Linaa Jensen, aðjúnkt við Árósarháskóla, kveðst sjálfur hafa séð hóteleiganda skrifa með- mæli með eigin starfsemi á vefinn Hostelword. com. Anders Tjørnelund, einn stofnenda Trustpilot. dk, síðu þar sem neytendur skiptast á skoðunum um netverslanir, kveðst kannast við vandamálið. Hann segir fyrirtæki sitt hafa yfir ýmsum tæknilausnum að ráða sem eiga að koma í veg fyrir fölsuð meðmæli. Daglega séu slík meðmæli fjarlægð af síðunni. Hins vegar geti verið erfitt að greina á milli alvörumeðmæla og þeirra sem eru fölsuð. Einkennandi fyrir þau fölsuðu sé meðal annars yfirdrifið hrós auk þess sem nafn við- komandi netsíðu sé oft nefnt mörgum sinnum. ■ Verslun á netinu Neytendur taki meðmælum á netsíðu með varúð Matarsódi er til margra hluta gagnlegur og nauðsynlegur á öllum umhverfisvænum heimilum. Hann er ódýr, án eiturefna og virkar vel við hin ýmsu verk. Til dæmis er hann góður gegn allri lykt, slekkur olíueld á pönnu, hreinsar silfur, losar óhreinindi í pottum og pönnum, hreinsar erfiða bletti úr fötum og er góður til að hreinsa útigrillið. 128% Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 Sitness Kr. 39.900,- Góðir fyrir bakið! Veltikollar og hnakkstólar w w w .h ir zl an .i s Body Balance Kr. 39.900,- Bonanza Kr. 65.900,- svart leður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.