Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 8
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR8 Frumvarp um stjórn fisk- veiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hags- munaaðila. Eigið fé sjávar- útvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skatt- greiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta. Sjávarútvegsfyrirtæki munu þurfa að afskrifa um 181 millj- arð króna verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða að lögum, samkvæmt áliti Samtaka atvinnulífsins (SA) og tveggja undirsamtaka. Afleið- ing þessa verður fjöldi gjaldþrota í greininni. „Markmið frumvarpsins er augljóslega að kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja [og] stór- auka skattheimtu á sjávarútveg- inn,“ segir í umsögn SA, Lands- sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslu- stöðva (SF). Þar segir jafnframt að verði frumvarpið að lögum muni völd ráðherra aukast til muna og þar með pólitísk afskipti af rekstri sjávarútvegsins. Frumvarpið muni innleiða skammtímasjón- armið í greininni sem muni grafa undan ábyrgri nýtingu nytja- stofna. Í umsögninni er vitnað í úttekt Deloitte endurskoðunarfyrirtæk- isins á áhrifum frumvarpsins, sem unnin var fyrir SA, LÍÚ og SF. Þar segir að sjávarútvegsfyr- irtækin verði að gjaldfæra strax allar afskriftir vegna aflaheim- ilda verði frumvarpið að lögum. Í lok síðasta árs nam sú eign 181 milljarði króna. Aðrar eign- ir sjávarútvegsfyrirtækjanna eru um 287 milljarðar. Heildar- skuldir greinarinnar eru um 360 milljarðar og eigið fé um 108 milljarðar. Verði 181 milljarður gjaldfærður strax verður eigið fé greinarinnar neikvætt um 73 milljarða og þar með hætt við því að fyrirtæki í greininni fari í þrot. Í úttekt Deloitte er jafnframt bent á að verði aflaheimildir felldar niður geti sjávarútvegs- fyrirtækin fært verð þeirra sem rekstrarkostnað. „Verði þetta reyndin munu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti sjávarútvegs- fyrirtækjanna verða umtalsvert lægri næstu ár en hefði verið að óbreyttu,“ segir í úttektinni. Í fréttatilkynningu frá SA segir að áætla megi að skattgreiðslur sem frestist vegna þessa geti numið um 11 milljörðum króna. Spá fjölda gjaldþrota vegna fiskveiðilaga Tap Landsbankans vegna lána til sjávar- útvegsfyrirtækja verður um 25 milljarð- ar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. Í umsögn bankans um frumvarpið, sem undirrituð er af Steinþóri, er gert ráð fyrir því að einhver fyrirtæki í greininni verði gjaldþrota. Þar segir að jafnvel þó að engin fyrirtæki fari í þrot muni bankinn tapa um 19,5 milljörðum. Það er mat bankans að endurskoða þurfi frumvarp sjávarútvegsráðherra frá grunni þar sem það muni að óbreyttu skerða hagkvæmni í sjávarútveginum og rýra lífskjör í landinu. Í umsögn bankans segir að verðmæti þeirra eigna sem sjávarútvegsfyrirtæki hafi lagt að að veði sem tryggingu fyrir lánum frá bank- anum hafi að langstærstum hluta byggst á aflaheimildum, þó með óbeinum hætti sé. Frumvarpið kippi fótum undan þeim mögu- leika, og geri þar með fjármögnun sjávar- útvegsfyrirtækja erfiðari og dýrari. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að útvegsmenn fái heimild til að nýta auð- lindina til 15 ára, með möguleika á átta ára framlengingu. Sá tími er allt of stuttur og í engu samræmi við þá langtímafjármögn- un sem sjávarútvegsfyrirtæki þurfa á að halda, segir í umsögn Landsbankans. Áætlað tap bankans skýrist að mestu af því að bankinn gerir ekki ráð fyrir áframhaldandi tekjum að 15 árum liðnum. Það sé varúðarráð- stöfun þar sem óvíst sé með öllu að fyrirtækin fái áframhaldandi heimildir til fiskveiða. - bj Landsbankinn telur að endurskoða þurfi áformaðar breytingar á kvótakerfinu: Kostar bankann 25 milljarða STEINÞÓR PÁLSSON FISKVEIÐAR Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða er nú hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, en stefnt er að því að það verði að lögum á haustþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. „Það er verið að styrkja rekstrargrundvöll fyrir- tækja með því að bjóða upp á langtímasamninga um nýtingu auðlindarinnar,“ segir Lilja. Eins og kerfið virki í dag geti sjávarútvegsfyrirtækin ekki verið viss um að fá heimildir lengra en eitt fiskveiðiár fram í tímann. „Hvernig menn færa þetta í bókhaldinu breytir ekki öllu heldur raunverulegur rekstrargrundvöllur fyrir- tækjanna og raunveruleg greiðslugeta miðað við innkomu,“ segir Lilja. Í umsögn Landsbankans kemur fram að aflaheimildir séu í raun undir- staðan undir veðum sjávarútvegsfyrirtækja, þó óbeint sé. „Það er bannað með lögum að veðsetja aflaheimildir, svo fjármálafyrirtækin í landinu hafa verið á mjög gráu svæði. Það verður að horfast í augu við hversu glæfra- lega var farið í fjárfestingum og við yfirveðsetningu sjávarútvegsfyrirtækja. Þó engu verði breytt í fiskveiðistjórnunarkerfinu verður að afskrifa þar sem ekki var innistæða fyrir því sem lánað var fyrir,“ segir Lilja. Hún segir fráleitt að gengið sé gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár- innar með því að innkalla aflaheimildir. Lögum samkvæmt sé auðlindin í eigu þjóðarinnar. „Það væri grafalvarlegur hlutur ef auðlindin teldist einkaeign þeirra sem hafa haft afnotaréttinn af aflaheimildunum frá ári til árs.“ Ekki sammála heimsendaspám LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR FRÉTTASKÝRING: Frumvarp um fiskveiðistjórn Útgerðin greiðir nú 9,5 prósent af framlegð sinni í veiðigjald, en til stendur að hækka hlutfallið í 19 prósent af framlegð. Áætla má að það nemi um 36 prósentum af hagnaði greinarinnar, segir í umsögninni. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að kvótaeign sjávar- útvegsfyrirtækja verði afturköll- uð, og þess í stað geti þau fengið heimild til nýtingar á auðlindinni til 15 ára, með möguleika á fram- lengingu til átta ára. Lögmannsstofan Lex vann álit á frumvarpi sjávarútvegs- ráðherra fyrir SA, LÍÚ og SF. Í álitinu segir að upptaka veiði- heimilda muni baka ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart eig- endum kvótans. Samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar geti stjórnvöld ekki tekið eign eignarnámi án þess að greiða fullt verð fyrir. Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is 60 ára og eldri Frábær félagsskapur, aðhald og stuðningur Faxafeni 14 www.heilsuborg.is Hópþjálfun tvisvar í viku með einföldum æfingum Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal • Lokað námskeið (4 vikur) • Mán og mið kl. 11-12 • Þjálfari Helga Sigmundsdóttir, lýðheilsufræðingur • Verð kr. 9.900,- Skráning á mottaka@heilsuborg.is eða í síma 560 1010 NÝR FARVEGUR 26.08. 2011 >> Ráðstefna um hönnunarstefnu Íslands í Hörpu 26. ágúst frá kl. 10 – 17. Nýir tímar kalla á nýja hugsun og nýjar leiðir. Nýlega fór Apple hönnunarfyrirtækið upp fyrir Exxon olíurisann sem verðmætasta fyrirtæki heims. Það er táknrænt fyrir þau straumhvörf sem nú eiga sér stað. Á ráðstefnunni verður fjallað um hönnun frá sjónarhóli efnahags, samkeppnishæfi, samfélags, umhverfis, og framtíðar og munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um gildi og möguleika hönnunar. Fyrirlesarar: > Jan R. Stavik - hagfræðingur og framkvæmdastjóri norska hönnunarráðsins. > Elizabeth (Dori) Tunstall - prófessor við Swinburne háskólann í Melbourne > John Thackara - rithöfundur, fyrirlesari og ritstjóri hefur verið áhrifamikill í hönnunar umræðunni Ráðstefnan er opin öllum og fer fram á ensku. Skráning á midi.is Verkefnið Mótun hönnunarstefnu Íslands er á vegum Hönnunarmiðstöðvar, Iðnaðarráðuneytis og Mennta- og menningar-málaráðuneytis.honnunarstefna.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Bað og sturta! NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900,- SAFIR sturtusett 2.595,- 11.900,- NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir baðkar 10.995,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.