Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 10
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR10 DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl- maður hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Austurlands í átján mánaða fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir ölvunarakstur, þar sem hann var réttindalaus á bílnum, svo og fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti og kasta þungum steini í átt að höfði lögreglumanns. Maðurinn hafði fáeinum dögum fyrr lokið við afplánun fimm mán- aða fangelsisvistar, en hafði stuttu fyrr fengið níu mánaða dóm, meðal annars fyrir hótanir í garð tveggja lögreglumanna. Þann 24. maí hafði lögregla afskipti af honum vegna ölvunaraksturs. Maðurinn varð æstur og kastaði meðal þungum steini í átt að höfði eins lögreglu- mannsins, sem náði með snarræði að víkja sér undan. Þá hótaði hann fimm lögreglumönnum lífláti og að smita þá af lifrarbólgu C og HIV. Því til áherslu hrækti hann ítrekað á lögreglumennina. Áður hafði hann sótt sporjárn, að sögn til að reyna að drepa annan þeirra. Hann var sýkn- aður af þeim lið ákærunnar. Maðurinn sætti geðrannsókn og var úrskurðaður sakhæfur. Hann hafði áður hlotið sautján dóma. - jss FRÉTTASKÝRING Ný matvælalöggjöf að taka gildi HITABYLGJA Í FRAKKLANDI Í Strass- borg í Frakklandi greip fólk til ýmissa ráða til að kæla sig þegar hitinn var kominn upp í 35 gráður, þar á meðal þessi litla hnáta sem sprangaði um í gosbrunni. NORDICPHOTOS/AFP Hinn 1. mars í fyrra tók gildi hér á landi matvælalöggjöf um hollustu- hætti og eftirlit á Evrópska efna- hagssvæðinu. Löggjöfina tekur Ísland upp samkvæmt EES-samn- ingnum en gefinn var átján mán- aða frestur til að lögfesta breyt- ingar vegna búfjárafurða sem taka því gildi 1. nóvember næstkom- andi. Umhverfi kjöt- og mjólkur- framleiðslu tekur nokkrum stakka- skiptum við breytingarnar. Matvælastofnun sér um eftirlit með matvælaframleiðslu á Íslandi. Í kynningarefni stofnunarinn- ar kemur fram að búið er að inn- leiða eldri matvælalöggjöf ESB á Evrópska efnahagssvæðinu og þar með á Íslandi. Löggjöfin er í gildi fyrir sjávarafurðir, fiski- sjúkdóma og almenn matvæli. Þá hefur fóðurlöggjöf ESB einnig verið innleidd en hingað til hefur Ísland verið á undanþágu varðandi búfjárafurðir og dýraheilbrigði. Markmið matvælalöggjafarinn- ar er að vernda líf og heilsu manna og tryggja jafnframt frjálst flæði vöru á Evrópska efnahagssvæðinu. Þá eiga reglurnar að tryggja hags- muni neytenda og til að mynda gera þeim kleift að rekja feril mat- væla á öllum stigum framleiðslu og dreifingar. „Ég held að þessar reglur séu vandaðar og settar að mjög vel skoðuðu máli. Almennt séð held ég að þær séu til bóta og þetta sé góð löggjöf,“ segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvæla- öryggis og neytendamála hjá Mat- vælastofnun, um nýju reglurnar. Sérstakar kvaðir á útflutning Íslensk sláturhús hafa að sögn Sig- urðar haft útflutningsleyfi til Evr- ópuríkja frá árinu 1992. Nú hafi öll sauðfjársláturhús, nokkur stór- gripahús og öll stóru mjólkurbúin slíkt leyfi. Matvæla- og dýralækningastofn- un ESB sótti Ísland heim í septem- ber á síðasta ári. Markmiðið var að meta framleiðsluferla við kjöt- og mjólkurframleiðslu á Íslandi hjá fyrirtækjum sem flytja út til ríkja ESB og ganga úr skugga um hvort framleiðslan væri í samræmi við reglur. Voru heimsótt fimm fyrir- tæki sem öll höfðu hlotið útflutn- ingsleyfi. Hjá öllum fimm fyrirtækjum var hins vegar misbrestur á því að reglunum væri framfylgt. Engin gögn voru til staðar um það hvort fyrirtækin hefðu uppfyllt gæða- staðla áður en þau hlutu leyf- ið. Þá kom í ljós skortur á skipu- lagi, aðstöðu, tækjum og viðhaldi í þeim öllum auk þess sem ýmsar aðrar athugasemdir voru gerðar við starfsemi þeirra. Í einu kjötframleiðslufyrirtæki þóttu aðstæður fullkomlega óvið- unandi og var þess þegar kraf- ist að leyfið yrði dregin til baka. Í öðru sláturhúsi þótti vera tölu- verð hætta á smitum milli teg- unda auk þess sem skortur var á merkingum. Mjólkurbúin tvö sem heimsótt voru uppfylltu hins vegar kröfur að mestu leyti. Þá töldu skoðunaraðilar að heilbrigði fólks stæði ekki ógn af framangreindum vanköntum. „Það var strax tekið á þessum athugasemdum held ég. Almennt er ástandið nokkuð gott en ef þú ferð í svona matvælafyrirtæki má lengi finna eitthvað sem er að. Auðvitað má ýmislegt bæta,“ segir Sigurður, spurður um þessa gagnrýni. Matvæla- og dýralækningastofn- un ESB hefur skoðað aðstæður á Íslandi reglulega undanfarin ár og kom hingað árið 2007. Í skýrslu vegna seinni heimsóknarinnar kemur fram að í millitíðinni hafi aðeins verið aðhafst með fullnægj- andi hætti vegna einnar af fjórum athugasemdum stofnunarinnar. Stofnunin taldi auk þess verulega galla vera á eftirliti og framfylgni reglna hjá Matvælastofnun og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri að svo stöddu hægt að treysta því að íslensku fyrirtækin störfuðu í samræmi við gæðastaðla. Undirbúningur stendur yfir Þegar niðurstöður heimsóknar- innar lágu fyrir hittu fulltrúar hennar fulltrúa Matvælastofn- unar sem staðfestu þær. Þá voru lagðar fram sex tillögur um hvern- ig bæta mætti það sem misbrestur þótti hafa verið á. Í nóvember í fyrra setti Mat- vælaeftirlitið svo fram aðgerða- áætlun um það hvernig brugðist skyldi við. Spurður hvernig gangi að bregðast við athugasemdun- um og undirbúa gildistöku lag- anna segir Sigurður: „Ég held að það gangi bara þokkalega. Við vinnum að því hörðum höndum að innleiða þessa löggjöf og það sama gildir um fyrirtæki sem vinna búfjárafurðir að fullu. Ég er ekki viss um að allt verði klárt í öllum fyrirtækjum og það er ekki víst að allt verði búið hjá okkur. Verði þörf á getum við sótt um viðbót- arfrest en ég held að við séum á réttri leið. magnusl@frettabladid.is Matvælaframleiðsla breytist Síðasti hluti matvælalöggjafar ESB tekur gildi á Íslandi í nóvember. Kjöt- og mjólkurframleiðsla tekur nokkrum stakkaskiptum við breytingarnar sem eiga að tryggja frjálst flæði vöru og hagsmuni neytenda. VEL MERKT OG REKJANLEGT Meðal markmiða með evrópsku matvælalöggjöfinni er að tryggja að allur matur sé vel merktur og rekjanlegur í gegnum öll stig framleiðslu og dreifingar. RÚSSLAND, AP Lögreglan í Rúss- landi hefur handtekið fyrrverandi lögreglumann vegna gruns um að hann hafi skipulagt morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju árið 2006. Á sínum tíma var Politkovskaja afar gagnrýnin á stefnu stjórn- valda í Kreml, sérstaklega hvað varðar stríðið í Tsjetsjeníu. Maðurinn sem var handtekinn í gær heitir Dimítrí Pavlúsjen- kov, en hann er talinn hafa sett saman hóp til að fremja ódæðið og útvegað meintum byssumanni, Rustam Makmúdov, morðvopnið. Makmúdov, sem er Tsjetsjeni, hefur verið í haldi síðan í maí. Það þaggar þó ekki niður í þeim sem telja að málið risti dýpra og vilja að upplýst verði hver fyrir- skipaði morðið á Politkovskaju. Þegar hafa þrír menn verið sýknað- ir af ásökunum um aðild að morð- inu, en hæstiréttur landsins hefur vísað málunum aftur til saksóknara. Talsmaður rannsóknarnefndar, sem hefur umsjón með málinu, sagði að Pavlúsjenkov væri grun- aður um að hafa þegið greiðslu frá „óþekktum aðila“ til að skipu- leggja morðið. Politkovskaja var að koma út úr lyftu á heimili sínu þegar hún var myrt, en hún hafði vakið mikla athygli fyrir skörulega framgöngu sína í að afla frétta af ofbeldi, kúgun og spillingu í Tsjetsjeníu og öðrum svæðum í rússnesku Kákasusfjöllunum. Vladímir Pútín, þáverandi for- seti, reyndi að gera lítið úr verk- um Politkovskaju eftir morðið, en vandræðagangur með rannsókn- ina og málareksturinn hefur kynt undir grunsemdum um samsæri allt inn í raðir stjórnarinnar. - þj Fyrrverandi lögreglumaður handtekinn vegna gruns um aðild að morði á rússneskri verðlaunablaðakonu: Talinn hafa skipulagt morðið á Politkovskaju MINNAST BARÁTTUKONU Anna Politkovskaja, sem var myrt árið 2006, er orðin að eins konar táknmynd fyrir baráttu gegn spillingu og ofbeldi gegn andófsfólki í Rússlandi. Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing SAMGÖNGUR Icelandair hefur nú ákveðið að fljúga á milli Akureyr- ar og Keflavíkur í tengslum við millilandaflug sitt. Flogið verður fjórum sinnum í viku, frá byrjun júní til loka september árið 2012. Í tilkynningu frá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi segir að þessari ákvörðun sé fagnað og gera megi ráð fyrir að auk þess sem ferðamönnum fjölgi þá leng- ist dvalartími þeirra á Norður- landi. Þá er flugið talið bæta möguleika Norðlendinga á beinum samgöngum við útlönd. - sv Nýr áfangastaður Icelandair: Hefur flug til Akureyrar 2012 AKUREYRARFLUGVÖLLUR Icelandair mun hefja flug til Akureyrar í júní á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN KJARAMÁL Kaupmáttur launa hækkaði um 0,9 prósent frá júní til júlí. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,6 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Launavísitala í júlí hækkaði um 409,1 stig og hækkaði um 1 prósent frá júní. Launavísi- tala síðustu tólf mánaða hefur hækkað um 7,8 prósent. Hækkan- ir nýgerðra kjarasamninga hafa áhrif á launavísitöluna. Þá komu til framkvæmda kjarasamningar opinberra starfsmanna við Sam- band íslenskra sveitarfélaga sem kváðu á um hækkun taxta um 4,25 prósent 1. júlí og sérstaka 50.000 króna eingreiðslu. - kóp Launavísitala hækkar: Kaupmáttur launa hærri HÉRAÐSDÓMUR AUSTURLANDS Dæmdi manninn til refsingar. Tæplega þrítugur maður dæmdur í átján mánaða fangelsi: Kastaði steini að lögreglumanni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.