Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 24
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR AkureyrarAkademían – Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er fimm ára. Því er ástæða til þess að rýna aðeins í vaxtarmöguleika félagsins og hvetja hvern þann sem tök hefur að styðja við starf- semi félagsins. AkureyrarAkademían hefur gert félögum sínum kleift að vinna að sínum fræðum í skapandi og hvetjandi umhverfi, þar sem fólk styður hvert annað bæði fræði- lega og í gegnum hversdagsleg samskipti. Hún skapar þannig ný atvinnutækifæri og stuðlar að nýrri þekkingu. Hún laðar til bæj- arins fræðafólk til lengri og skemmri tíma, bæði erlendis frá og frá höfuðborgarsvæð- inu. Hún er mikilvægur stuðningur við vax- andi menningarlíf í þessum bæ, við Háskól- ann, félagasamtök, stofnanir og einstaklinga. AkureyrarAkademían sem vinnustaður er komin til að vera. Þegar rætt er við fólk sem hefur nýtt sér vinnuaðstöðuna í húsinu verður ljóst hversu mikilvæg aðstaðan hefur verið fyrir flest þeirra. Það að geta setið í ró og næði og stundað fræðistörf er dýrmætt. En það er samfélagið í húsinu, þverfaglegt samtal, samstarf og félagsskapur af fólki með ólíkan bakgrunn sem gerir vinnuaðstöð- una í húsinu ómetanlega. Sá góði andi sem ríkir í húsinu, næðið sem fólk hefur þar og öll aðstaða gerir að verkum að fólki vinnst vel. Allnokkrir félagar í meistara- eða dokt- orsnámi við Háskóla Íslands eða háskóla erlendis hafa eða hafa haft vinnuaðstöðu í húsinu. Ljóst er, að ef þessi aðstaða væri ekki fyrir hendi hefðu sum þeirra jafnvel tekið ákvörðun um að flytja búferlum. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er komið til að vera. Þegar rætt er við félagsfólk um mikilvægi þess að hér fyrir norðan sé starfandi slíkur félagsskapur eru margir á þeirri skoðun að áfram þurfi að vinna að því að efla og styrkja starf félags- ins sem nær til fólks á öllum aldri, með fjöl- breyttan bakgrunn úr akademíu og skóla lífsins, fólks sem býr yfir fjölbreyttri þekk- ingu sem gildir að virkja. Viðburðir AkureyrarAkademíunnar hafa skapað sér fastan sess í fræða- og menning- arlífi Akureyrarbæjar og Norðurlands alls. Sérstaklega verða hin ýmsu þing Akademí- unnar þar sem teflt hefur verið saman fólki úr ýmsum atvinnugreinum, fræðum og list- um að teljast vel heppnuð og gefa þau fyrir- heit um það sem koma skal. Einnig hefur það verið aðalsmerki Akademíunnar að fræða- fólk úr ýmsum áttum hefur kvatt sér hljóðs á vettvangi Akademíunnar og þarf svo að vera, því enginn annar vettvangur er til stað- ar á Norðurlandi þar sem jafn fjölbreyttur og breiður hópur hefur möguleika á því að tjá sig á opinberum vettvangi um hin ýmsu fræði, stærri og minni. Umfang þeirrar starfsemi sem Akur- eyrarAkademían mun sinna í náinni fram- tíð ræðst af því hvernig ríki, bæjarfélög og aðrir aðilar sjá sér fært að styrkja félagið til athafna. Fyrir stjórn og félagsfólk allt er það eitt helsta verkefnið að leita leiða til þess að fjármagna starf félagsins. Ljóst er að félagið hefur einhverja möguleika til að sækja um minni styrki fyrir staka viðburði, en áríð- andi er að opinberir aðilar tryggi að dagleg- um rekstri félagsins sé borgið. Vaxtarmöguleikar AkureyrarAkademí- unnar tengjast einnig ákvörðunum um hús- næðið í gamla Húsmæðraskólanum við Þór- unnarstræti 99. Húsið myndi sóma sér vel sem fræðasetur á Akureyri, sem fólkvangur þar sem áhugafólk og fræðafólk af vettvangi lista, menningar og hvers kyns vísinda hefði áfram tök á því að bera saman bækur sínar, sinna samtali og þverfaglegri gagnrýni, sem væri til þess fallin að hvetja einstaklinga til að hugsa út fyrir ramma eigin sérgreinar í átt að nýsköpun og framtíð sem byggir á gagnkvæmri virðingu og forvitni þess sem vill vita meira. Ekki má líta framhjá því að auk þess að vera fræðilegur aflvaki er Akademían ekki síður mikilvæg atvinnusköpun í nærsam- félagi sínu. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun hennar hefur Akademí- an beint og óbeint stuðlað að atvinnusköp- un og nýsköpun á svæðinu. Innan veggja Akademíunnar hafa þannig verið unnin rannsóknarverkefni, skrifaðar bækur, unnið að menningarviðburðum, og listsköpun. Fræðimennska er atvinnugrein þeirra sem hana stunda og þótt Akademían sé ekki atvinnurekandi í beinum skilningi er hún mikilvægur grundvöllur þeirra starfa sem Akademónar vinna. Hún er skjólshús fjöl- margra sjálfstætt starfandi fræðimanna og skapar þeim frjóan vettvang sem ekki síst hvetur til þverfaglegs samtals og samvinnu. Sem slík eflir Akademían fræðilegan fjöl- breytileika á Akureyri og eykur möguleika og víðsýni ungs fræðafólks á svæðinu þegar kemur að starfsmöguleikum. Árlegur beinn stuðningur skatt-greiðenda við sauðfjárfram- leiðslu er um fjórir milljarðar króna. Um tveir milljarðar eru í formi svokallaðra beingreiðslna, ríflega milljarður er í formi gæða- stýringarálags sem svo er kall- að, afgangurinn er í formi ullar- nýtingarframlags, framlags til markaðsstarfs (m.a. erlendis!) og í formi framlags til Lífeyrissjóðs bænda. Fjórir milljarðar eru mikið fé. Til samanburðar kostar rekstur allra sendiráða og sendiskrifstofa Íslands erlendis um þrjá milljarða og rekstur Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri kostar um fjóra millj- arða króna. Auk greiðslna til sauð- fjárbænda senda skattgreiðendur einnig kúabændum og grænmetis- bændum glaðning. Allt í allt eru heildartilfærslur frá skattgreið- endum til bænda um 11 milljarð- ar króna á ári. Það er geipimik- ið fé. Ellefu milljarðar króna eru tæplega 37 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu eða um 150 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Beingreiðslurnar eru byggð- ar á samningi milli Bændasam- takanna og ríkisstjórnar Íslands. Samningurinn skuldbindur ríkis- sjóð til að afhenda sauðfjárbænd- um alla þessa fjármuni á ákveðn- um dögum. Venjan er sú að þegar tveir aðilar gera með sér samning felst í samningnum gagnkvæm- ar skuldbindingar. Óljóst er hver skuldbinding bænda er. Ég tel að samningurinn og þeir ofurtollar sem landbúnaðarráðuneyti leggur á innfluttar kjötafurðir skuldbindi bændur siðferðilega til að selja stærstan hluta framleiðslu sinnar á innlendum markaði. Kjörnir tals- menn bænda og ráðnir embættis- menn þeirra benda á hinn bóginn á að ekki sé bókstafur í undirrit- uðum samningnum er lúti í þessa átt. Bændum sé frjálst að ráðstafa sínum sláturafurðum eins og þeim sýnist þrátt fyrir að bændur hafi þegið fjóra milljarða „að gjöf“ frá skattgreiðendum. Löglegt? Vissu- lega. Siðlaust? Já, að mínu viti. Beingreiðslur og gæðastýr- ingarálag dreifist á sauðfjárbænd- ur í samræmi við greiðslumark hvers býlis auk fjölda sauðfjár sem talið er fram á búfjárskýrslum. Greiðslumark ræðst af fjölda ærgilda sem skráð er á hvert býli. Greiðsla á hvert ærgildi nam ríf- lega 5.700 krónum á árinu 2010. Meðalgæðastýringarálag var um helmingur þeirrar fjárhæðar. Taflan hér fyrir ofan sýnir meðal- upphæð beingreiðslna og gæða- stýringarálags á býli eftir stærð býlanna. Stærðin er mæld í ærgild- um. Taflan ber með sér að 1.926 býli fengu beingreiðslur árið 2010. Að meðaltali fær hvert býli 1,1 millj- ón króna árlega. Sé gæðastýring- argreiðslunum bætt við er greiðsla á býli ríflega 1,6 milljónir króna á ári. Til samanburðar eru grunnat- vinnuleysisbætur 1,9 milljónir á ári. Um 750 býli eru með greiðslu- mark undir 100 ærgildum. Þau tæplega 1.200 býli sem eru með hærra greiðslumark en 100 ærgildi fá sendar frá tveimur og upp í ell- efu milljónir króna í umslagi frá ríkisféhirði árlega. Eig- endur 128 býla fá frá 5 til 11/12 milljónir á ári, eða frá 400 þúsund krónum og upp í um eina millj- ón króna mánaðarlega. Þetta jafngildir fullum atvinnuleysisbótum 2ja til sex karla eða kvenna allan ársins hring! Það verður ekki annað sagt en ríkisvaldið og skatt- greiðendur séu að gera afar vel við ábúendur á þessum 128 býlum. Þó þversagnarkennt sé þá er afkoma all- margra bænda slæm þrátt fyrir miklar til- færslur fjármuna frá skattgreið- endum. Ástæðan er óhagkvæm stærð búanna og óþarflega mikið umfang greinarinnar allrar. Ætla mætti að ríkisvaldið reyndi að nota þá miklu fjármuni sem til landbúnaðarstarfseminnar renn- ur til að koma rekstrinum á heil- brigt og sjálfbært stig. Það er ekki gert heldur afhendir landbúnaðar- ráðherra sauðfjárbændum þessa fjóra milljarða króna án skuldbind- inga og skilyrða. Slík skilyrðislaus afhending fjár viðgengst ekki einu sinni í hinu „vonda“ Evrópusam- bandi. Evrópusambandsbændur þurfa að sækja um beingreiðslur og fá þær ekki nema þeim takist að sýna fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær, að landnýting stuðli ekki að rányrkju, að notkun aukaefna sé innan viðurkenndra marka o.s.frv. Eðli- legt væri hér á landi að binda beingreiðslur við skilyrði um lágmarks sölumagn dilkakjöts á innanlandsmarkaði, að búskapur styrkþegans sé sjálfbær og stuðli ekki að uppblæstri, að fé sé í beitarhólfum og ekki í vegköntum eða uppblásnum heiðarlönd- um. Atvinnulaus maður þarf að leggja fram alls konar vottorð áður en hann fær sínar bætur. Atvinnulaus maður þarf að sækja námskeið og leita sér vinnu til að halda bótum sínum. Beingreiðslur streyma hins vegar án umsóknar og án nokkurra skilyrða frá ríkisféhirði til hand- hafa greiðslumarks. Að lokum þetta: Skilyrðislaust peningaaustur úr ríkissjóði til sauðfjárbænda viðheldur halla- rekstri margra sauðfjárbúa, tefur eða kæfir eðlilega þróun greinar- innar, skilar neytendum dýru kjöti og skattgreiðendum ómældum útgjöldum. Það er erfitt að skilja að nokkur aðili sem starfar að fram- leiðslumálum og styrkjamálum sauðfjárbúskaparins geti unað við óbreytt ástand. Ekki má líta framhjá því að auk þess að vera fræðilegur aflvaki er Akademían ekki síður mikilvæg atvinnusköpun í nærsamfélagi sínu. Eðlilegt væri hér á landi að binda bein- greiðslur við skilyrði um lágmarks sölumagn dilkakjöts … Beint í vasa sauðfjárbænda AkureyrarAkademían: Hluti af fræðasamfélagi Norðurlands Landbúnaður Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði Fræðasamfélag Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni Beingreiðslur og gæðastýringarálag á býli eftir stærð býla Ærgildi Fjöldi býla Beingreiðslur á býli, Beingreiðslur og gæðastýringarálag krónur á ári á býli, krónur á ári 0-50 495 92.535 138.803 50-100 273 425.227 637.841 100–200 380 821.030 1.231.545 200–300 333 1.431.356 2.147.034 300–400 203 1.983.191 2.974.787 400–500 116 2.543.994 3.815.990 500–600 57 3.165.991 4.748.986 600–700 30 3.663.240 5.494.859 700–800 26 4.266.235 6.399.353 800–900 8 4.884.943 7.327.415 900–1.000 2 5.493.132 8.239.698 1.001–1.100 3 7.337.611 11.006.417 Alls 1926 1.101.545 1.652.317 Fyrir haglabyssur eða riffla. Sjónauki og taska fylgir. Tvífótur. 9-13”.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.