Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 18
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur lækkað láns- hæfiseinkunnir Japans um eitt stig. Þung skulda- byrði nokkurra evruríkja gæti valdið því að þau horfi upp á sömu örlög á næstu mánuðum. Ekki er útilokað að hrina lækk- ana á lánshæfiseinkunnum muni ganga yfir Evrópu á næstu mán- uðum. Þjóðverjar gætu horft upp á breytt lánshæfi fljótlega en Frakkar og Ítalir áður en árið er á enda. Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði lánshæfi Japans um eitt stig í gær, úr Aa2 í Aa3. Lánshæfiseinkunnir nokkurra stórra banka í Japan lækkuðu á sama tíma. Niðurstaðan kemur ekkert sér- staklega á óvart, greiningarfyrir- tækið greindi frá því í maí að það væri með lánshæfi japanska rík- isins í endurskoðun vegna kostn- aðarsamrar endurreisnar í kjöl- far hamfaranna þar í landi í mars síðastliðnum. Í rökstuðningi matsfyrirtækis- ins fyrir ákvörðuninni nú er kastljósinu jafnframt beint að fjárlagahalla japanska ríkis- ins, mikilli skuldsetningu hins opinbera í samanburði við önnur lönd og vísað til þess að stjórn- völd virðist ekki hafa í hyggju að grynnka á skuldum sínum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virð- ist sama sinnis í nýlegri skýrslu. Þar var bent á að skuldir hins opinbera nema nú 233 prósentum af vergri landsframleiðslu og eigi ríkisjóður erfitt með að komast á beinu brautina á næstu árum. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir fjármálasérfræðingum að ólíklegt sé að lánshæfi Japans verði lækkað frekar. Öðru máli gegnir hins vegar um stærstu löndin sem aðild eigi að myntbandalagi Evrópu. Þjóð- verjum hefur lengi gramist hversu mikla byrði þeir þurfa að taka á sig til að leysa úr vanda þeirra evruríkja sem hafa lent í vanda sökum skuldasöfnunar. Andstaða þeirra við úrlausn á vanda ann- arra og sá langi tími sem endur- reisnin hefur tekið kann nú að hafa komið í bakið á þeim í formi lægri lánshæfiseinkunnar á næstu mánuðum. Bandaríski seðlabankinn hefur þegar gripið í taumana til að ýta hagkerfinu áfram og lýst því yfir að stýrivextir verði ekki hækkaðir eins og á evrusvæðinu fyrr en á þarnæsta ári. jonab@frettabladid.is Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur lánað matvælafyrirtækinu Nortura í Noregi 315 milljón- ir norskra króna, jafnvirði 6,6 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið vinnur að því að reisa stærsta sláturhús landsins í Malvik í Suður-Þrændalögum. Nortura er á meðal umsvifamestu matvælafyrir- tækja Noregs í kjötiðnaði og matvælavinnslu. Hjá fyrirtækinu vinna 5.800 manns í 34 verksmiðjum. Ætlunin er að í sláturhúsið færist starfsemi úr fjór- um eldri sláturhúsum fyrirtækisins auk vinnslu á lamba- og nautakjöti. Í tilkynningu frá NIB er haft eftir forstjóranum Johnny Åkerholm að á sama tíma og framleiðsla fyrirtækisins eykst með tilkomu nýs sláturhúss dragi fyrirtækið úr útblæstri koldíoxíðs út í and- rúmsloftið með innleiðingu nýrrar tækni og lokunar eldri sláturhúsa. - jab JOHNNY ÅKERHOLM Forstjóri Norræna fjárfestingarbankans segir risasláturhús í Noregi umhverfisvænt. Norræni fjárfestingarbankinn leggur milljarða króna til norsks matvælaiðnaðar: Reisa stærsta sláturhús landsins Framtakssjóður Íslands hefur sett Húsasmiðjuna í söluferli. Stefnt hefur verið að því frá upphafi að selja fyrirtækið ýmist að öllu leyti eða hluta þótt ýmsir hafi látið að því liggja að hyggilegt væri að skrá það á hlutabréfamarkað. Forsvarsmenn Framtakssjóðs- ins stefna að því að Húsasmiðjunni eða stórum hluta fyrirtækisins verði komið í hendur nýrra eigenda fyrir áramót. Húsasmiðjan var um skeið í eigu Hannesar Smárasonar, fyrr- verandi forstjóra FL Group, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og félaga þeim tengdum. Erlend lántaka sligaði félagið í gengishruninu og tók Landsbankinn fyrirtækið yfir haustið 2009. Húsasmiðjan tapaði 144 milljónum króna í fyrra sem var talsvert betri afkoma en árið áður. Heildareignir í lok síðasta árs námu 5,4 milljörðum króna og var eigið fé ríflega 1,4 milljarðar króna. Húsasmiðjan er hluti af Vestia, sem Framtakssjóðurinn keypti af Landsbankanum fyrir um ári. Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Framtakssjóðsins, vildi ekki gefa upp hugsanlegt verð. - jab Framtakssjóðurinn setur Húsasmiðjuna í söluferli: Verður ekki skráð á hlutabréfamarkað FALT FYRIRTÆKI Húsasmiðjan gæti verið komin í hendur nýrra eigenda fyrir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Málin fara ekki öll fyrir dóm- stóla. Í einhverjum tilvik- um fáum við fordæmi frá öðrum málum sem gilda á línuna,“ segir Steinunn Guðbjarts- dóttir, formaður slit- astjórnar Glitnis. Fyrirtaka er á næstum dögum í fjölda ágreining- mála um kröfur bæði einstak- linga og fyrir- tækja við slita- meðferð Glitnis sem send voru dómstólum fyrir rétt- arhlé í júlí. Rúmlega átta þúsund kröfum var lýst í þrotabú Glitnis á sínum tíma. Steinunn segir ágreining um helming þeirra. Hún bætir við að með dómstólaleið- inni sé fólk að láta reyna á rétt sinn. Forgangskröfur greiðist að fullu en almenn- ar kröfur að hluta við slita- meðferð. Hermann Guðmundsson, forstjóri olíuverslunarinnar N1, er einn þeirra sem lýsti kröfu í bú Glitnis og bíður þess nú að ágreiningsmál hans verði tekið fyrir hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur í næstu viku. Hann átti innstæðu upp á rúmar 388 milljónir króna í Glitni þegar bankinn fór á hliðina. Hermann vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. Steinunn sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Meðaltími einstaks máls hjá hér- aðsdómi er sex til átta mánuðir og gæti því niðurstaða í máli sem tekið er fyrir um næstu mánaðamót legið fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. - jab STEINUNN GUÐBJARTSDÓTTIR HERMANN GUÐMUNDSSON Þúsundir ágreiningsmála gegn þrotabúi Glitnis fyrir dómstólum: Forstjóri N1 vill 400 milljónir www.sindri .is / sími 5 75 0000 VERKFÆRI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA Á! IBTTG-28305 283 HLUTA VERKFÆRASKÁPUR. 1/4”, 3/8” og 1/2” topplyklasett Fastir lyklar, sexkantar og skrúfjárn, djúpir toppar, höggskrúfjárn, öfuguggasett, slaghamar, splittatangir, tangir, bitar og fl. Lífstíðarábyrgð af toppum og föstum lyklum. TOPTUL THE MARK OF PROFESSIONAL TOOLS 179.900m/vsk Fullt verð 231.900 Skilanefnd gamla Landsbankans ætlar á ný að reyna að sækja 10 milljónir svissneskra franka, jafnvirði 1,4 milljarða íslenskra króna, til eignarhaldsfélaga feðg- anna Flosa Valgeirs Jakobssonar og Jakobs Valgeirs Flosasonar í Bolungarvík. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 31. ágúst næstkomandi. Skilanefndin lét reyna á málið fyrir dómnum í hittifyrra. Því var vísað frá í október í fyrra þar sem það þótti ekki dómtækt. Í báðum tilvikum er um að ræða einkamál sem skilanefnd- in höfðar gegn félögum feðg- anna. Útgerð þeirra í Bolungar- vík, Jakob Valgeir ehf., tók lánið, sem hækkaði mikið í gengis- hruninu. Tvö félög feðganna voru í ábyrgðum fyrir láninu. Útgerðarmaðurinn Jakob Val- geir var talsvert í fréttum í kringum bankahrunið vegna tengsla hans við eignarhalds- félagið Stím. Félagið tengdist Glitni og hefur um skeið verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. - jab Skilanefnd sækir aftur gegn feðgunum í Bolungarvík: Tengjast rannsókn sérstaks saksóknara 5,2 PRÓSENT er verðbólgan í þessum mánuði, samkvæmt verðbólgu-spá ráðgjafafyrirtækisins IFS Greiningar. Verðbólgan mældist 5,0 prósent í júlí. Hagstofan birtir nýjar tölur í dag. KANSLARINN BROSIR EKKI SÍNU BREIÐASTA Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og fleiri ráðamenn þar í landi hafa lengi verið ósátt við kostnaðinn sem leggst á herðar Þjóðverja við að bjarga skuldsettum evruríkjum úr vandræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þjóðverjar kannski færðir skör neðar eru hlut- fall skulda japanska ríkisins af vergri landsfram- leiðslu 233%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.