Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 70
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR46 sport@frettabladid.is EVRÓPUMEISTARAR BARCELONA eru á meðal félaganna 32 sem verða í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeilar Evrópu í knattspyrnu í dag. Tyrkneska knattspyrnusambandið meinaði landsmeisturum Fenerbahce í gær að spila í deildinni í kjölfar spillingarmáls sem skekur tyrkneska knattspyrnu. Trabzonspor, sem hafnaði í öðru sæti tyrknesku deildarinnar, tekur sæti þeirra. Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA klukkan 15.45 og verður í beinni úsendingu á vefsíðu sambandsins. ÍÞRÓTTIR Arnar Pétursson bar sigur úr býtum í Reykjavíkurmara- þoninu þegar hann kom í mark á tæpum tveimur klukkustundum og 45 mínútum. Árangurinn er sérlega glæsilegur í ljósi þess að Arnar er ekki nema tvítugur og æfði sérstaklega fyrir hlaupið í einungis tvo mánuði. Hann er fyrst og fremst körfu- boltamaður en hann spilar sem leikstjórnandi með Breiðabliki í 1. deildinni. Hann ákvað samt að láta slag standa og hlaupa til sigurs í Reykjavíkurmaraþoninu – með þessum góða árangri. „Ég var himinlifandi. Þetta var óvænt en líka léttir að hafa klár- að hlaupið,“ segir Arnar. „Þetta er ólíkt því sem maður þekkir úr körfuboltanum, nú var ég að ein- beita mér að einum degi og einu hlaupi. Þegar það er búið og ég sá að þetta gekk allt upp fylgdi því ótrúlega mikil gleðitilfinning.“ Arnar átti erfitt með þessar til- finningar. „Já, það má segja að þær hafi borið mig ofurliði,“ segir hann í léttum dúr. „Það var ótrú- lega skemmtilegt að fá að upplifa það.“ Alltaf í góðu formi Arnar hefur fyrst og fremst stund- að boltaíþróttir, körfubolta og fót- bolta. Hann spilar enn körfubolta með Breiðabliki og mun áfram gera í vetur. Hann hefur einn- ig sterk tengsl í körfuna þar sem faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðs- son, var framkvæmdastjóri KKÍ til margra ára. Hann segir þó að það hafi ekki verið mjög erfitt að skipta yfir í langhlaupin. „Ég hef alltaf verið í góðu formi frá náttúrunnar hendi og alltaf átt auðvelt með að hlaupa hratt og lengi. Það var svo fyrir tveim- ur árum að ég sagði að ég myndi hlaupa maraþon um leið og ég næði aldri,“ segir Arnar en aðeins átján ára og eldri mega hlaupa fullt maraþon í Reykjavíkurmara- þoninu. „Ég gerði svo það, bara til að hlaupa maraþon. Það gekk ótrú- lega vel og ég náði að vera í öðru sæti af íslensku keppendunum en fyrirfram vissi ég ekkert á hvaða tíma ég myndi hlaupa.“ Foreldrarnir í kapphlaupi Faðir hans, Pétur Hrafn, hafði áður hlaupið maraþon og giskaði á að Arnar myndi hlaupa á þremur og hálfum tíma í þessari frumraun sinni. Raunin varð að Arnar kom í mark á tveimur klukkustundum og 55 mínútum og voru foreldrarn- ir næstum búnir að missa af því þegar hann kom í mark. „Þau ákváðu að ná mér úti á Sel- tjarnarnesi og fylgja mér í mark. En það endaði með því að þau þurftu að koma sér í flýti niður í bæ til að sjá mig koma í mark,“ rifjar hann upp. Eftir þetta fékk Arnar ábend- ingar um að hann gæti náð langt í greininni. Og fyrir maraþonið í ár ákvað hann að æfa sérstaklega fyrir hlaupið í tvo mánuði. Miðað við þann stutta undirbún- ing er ekki erfitt að sjá fyrir sér að Arnar gæti náð enn lengra ef hann helgar sig langhlaupum. En hann segir að körfuboltinn taki nú aftur við á haustmánuðunum. „Ég mun pottþétt spila með Breiðabliki í vetur. En ég mun taka hlaupin samhliða og leggja minni áherslu á miklar lyftingar í körfunni. Það hentar langhlaup- ara ekki vel að vera með stóra og mikla vöðvauppbyggingu.“ Mikið svigrúm fyrir betri árangur Hann neitar því ekki að hann sér mikla möguleika á að ná góðum árangri í hlaupunum og þarf því eflaust að ákveða hvort hann ætli að leggja þau algjörlega fyrir sig. „Ég tel að ég hafi mjög mikið svigrúm til að bæta mig og er bæði gott og hvetjandi að hugsa til þess. Þegar ég byrjaði að æfa í vor fyrir hlaupið var það bara til að sjá hvað ég gæti ef ég myndi leggja aðeins á mig,“ segir hann og vill ekki úti- loka að keppa á Ólympíuleikum. Ólympíuleikarnir heilla Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana er tvær klukkustundir og fimm- tán mínútur. Arnar þyrfti því að bæta sig um hálftíma til að eiga möguleika á því að komast þangað en segir það vissulega heillandi til- hugsun. „Ég hef fulla trú á að ég geti staðið mig mjög vel í þessari grein. Ég vona að það sé raunhæft markmið fyrir mig að komast á Ólympíuleika enda kemur ekk- ert annað til greina en að stefna sem hæst ef ég myndi leggja þetta algerlega fyrir mig.“ Hann stendur því frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hann eigi að taka skrefið til fulls. „Það er ein- mitt það sem ég er að velta fyrir mér á hverjum degi. Ég hef fundið fyrir mikilli hvatningu og finnst það skemmtilegt. En ég geti ekki alveg snúið baki við körfunni og strákunum í liðinu eins og er – ekki enn að minnsta kosti.“ eirikur@frettabladid.is Körfuboltastrákur á krossgötum Arnar Pétursson vakti mikla athygli um helgina þegar hann kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann er tvítugur körfuboltastrákur sem æfði í aðeins tvo mánuði fyrir maraþonið. Hann íhugar nú hvort hann eigi að söðla algerlega um. „Ég vona að Ólympíuleikar séu raunhæft markmið fyrir mig,“ segir hann. KOMINN Í MARK Arnar segir að tilfinningarnar hafi borið hann ofurliði þegar hann kom í mark í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, valdi í gær 23 manna landsliðs- hóp fyrir leikina gegn Belgíu og Noregi í undankeppni EM 2013. Leikirnir fara fram 1. september á Vodafone-vellinum og 6. sept- ember á Kópavogsvelli. EM 2013 hjá U21 árs liðinu: Eyjólfur velur landsliðshópinn NÝTT VERKEFNI Eyjólfur og Tómas Ingi Tómasson reyna að koma Íslandi í lokakeppnina 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Landsliðshópurinn Markverðir Arnar Darri Pétursson SönderjyskE Árni Snær Ólafsson ÍA Ásgeir Þór Magnússon Höttur Varnarmenn Dofri Snorrason KR Eiður Aron Sigurbjörnsson ÍBV Finnur Orri Margeirsson Breiðablik Gísli Páll Helgason Þór Hlynur Atli Magnússon Fram Jóhann Laxdal Stjarnan Kristinn Jónsson Breiðablik Miðjumenn Atli Sigurjónsson Þór Björn Jónsson KR Björn Daníel Sverrisson FH Brynjar Gauti Guðjónsson ÍBV Guðlaugur Victor Pálsson Hibernian Magnús Þórir Matthíasson Keflavík Þórarinn Ingi Valdimarsson ÍBV Sóknarmenn Aron Jóhannsson AGF Björn Bergmann Sigurðarson Lilleström Guðmundur Þórarinsson ÍBV Jóhann Helgi Hannesson Þór Kolbeinn Kárason Valur Kristinn Steindórsson Breiðablik www.sindri .is / sími 5 75 0000 LOADING IÐNAÐARHURÐIR LOADING HURÐIR Loading hurðir eru klæðskerasniðnar með tilliti til stærðar og mismunandi aðstæðna. Mikið framboð lita ásamt öryggisþáttum sem tryggir öruggt aðgengi að hurð. Hurðin veitir góða einangrun ásamt því að vera traust gagnvart veðurofsa. GOTT VERÐ FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knatt- spyrnu karla er komið í 124. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins en nýr listi var birtur í gær. Ísland fellur um þrjú sæti frá því að síðasti listi var birtur en í millitíðinni hefur landsliðið spilað einn leik, 4-0 tapið gegn Ungverjum í Búdapest fyrr í mánuðinum. Samningur Ólafs Jóhannesson- ar landsliðsþjálfara rennur út í lok yfirstandandi undankeppni. Jón Gunnlaugsson, formaður lands- liðsnefndar, var spurður að því í viðtali við vefsíðuna fotbolti.net í gær hvort nefndin væri byrjuð að skoða þjálfaramálin. „Það er byrjað að velta þessu öllu saman fyrir sér. Menn hafa ekki viljað tjá sig mikið um þetta og því hafa menn mikið verið að geta í eyðurnar. Það eru alltaf sögur í gangi og þeim hefur ekki fækkað eftir að fjölmiðlunum hefur fjölgað. Þetta er eitthvað sem við þurfum að lifa með en það er langt í frá að ég sé eitthvað ánægður með árangurinn, það má ekki túlka það þannig,“ sagði Jón. Bilið milli Færeyinga og Íslend- inga jókst en frændur okkar hækk- uðu sig um eitt sæti og eru komnir í 111. sæti. Liechtenstein og Wales eru næstu Evrópuþjóðir fyrir ofan Ísland en Kasakstan og Lúxem- borg þær næstu á eftir. Jón segir vandamálið liggja í því að Ísland spili yfirleitt við sterkari þjóðir og lönd á borð við Færeyjar vilji ekki spila við Ísland meðan þau séu fyrir ofan á listanum. „Það hefur hjálpað okkur undan- farin ár að við höfum unnið eina og eina þjóð sem hefur skipt máli, við unnum Tékka fyrir ekki mörgum árum og fleiri þjóðir. Það vegur minna í dag en það gerði. Við bara vonum það besta, við verðum að gera það. Ég er samt ekki bjart- sýnn á að við verðum ofarlega á listanum í framtíðinni alveg sama hvað gerist. Því miður,“ sagði Jón við fotbolti.net. Hollendingar eru komnir í efsta sæti heimslistans en Evrópu- og heimsmeistarar Spánverja falla niður í annað sæti. Ólafur Jóhannesson tilkynnir í dag landsliðshópinn fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undan- keppni EM 2012 en þeir fara fram í byrjun næsta mánaðar. - ktd Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 124. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA: Enn versnar staða landsliðsins UM NÓG AÐ HUGSA Ólafur Jóhannesson hefur sætt töluverðri gagnrýni undan- farna mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.