Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2011, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 25.08.2011, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2011 3 Í eina tíð þótti hárfegurð norrænna kvenna ein-stök. Ljóst víkingahár var sjaldgæft og dáleiddi margan manninn. En nú eru aðrir tímar og af ýmsum ástæð- um, meðal annars af efnameð- ferðum, hefur dofnað yfir ljósa litnum á Norðurlöndunum nema auðvitað að um litað hár sé að ræða. Í Rússlandi og víðar í Austur-Evrópu mátti lengi vel sjá sítt ljóst hár enda hefðin að ungar stúlkur söfnuðu hári sem var fléttað í langar fléttur og fléttan ekki klippt fyrr en á full- orðinsárum. Þið munið sjálfsagt eftir Júlíu Tímosjenko, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu og hennar ljósa fléttaða hári, en kona frá Úkraníu sem ég þekki í Cannes segist ekki viss um að þetta sé hennar eigið hár! Eftir hrun kommúnismans og aukið frelsi í löndum Austur- Evrópu hefur hár kvenna stór- lega látið á sjá hvað varðar litinn því þær tóku upp þá vit- leysu eftir Vesturlandakonum að lita á sér hárið og setja í það permanent. Þetta vita þeir sem höndla með hár, ekki síst kaupendur hárs af síðhærðum konum sem svo framleiða hár- kollur og lokka í hárlengingar. Markaðurinn hefur verið í uppsveiflu um nokkurt skeið og blómstrar sem aldrei fyrr. Eftirspurnin er mest eftir síðu ljósu hári sem helst á að vera slavneskt og ef ekki þá er ljóst hár frá Suður-Rússlandi ekki slæmt. Aðrar hárgerðir eru verri. Að sama skapi hækkar verðið á hárinu því sífellt færri konur halda í hinar fyrrnefndu fléttur sem ekki þykja móðins og nemur hækkunin um sjötíu prósentum á ári. Góð flétta getur selst á hundrað og fimm- tíu evrur og dugir seljandanum fyrir farsíma! Vinnustofurnar sem vinna hárið meðhöndla tvö tonn á ári. Oftast eru það konur til dæmis í fátækum héruðum Rússlands sem vinna þessa vinnu og ekki eru launin merkileg, um fjögur hundruð evrur á mán- uði. Í Moskvu er fjöldi hár- greiðslustofa sem vinna nær eingöngu við hárlengingar fyrir auðugar rússneskar konur eða hjákonur ríkra manna sem leggja allt í útlitið. Því er nóg að gera í hárinu og verðið ekkert vandamál. En ljósa hárið er í hættu. Hár- fræðingar segja að með tím- anum muni gæðahárið hverfa af markaðnum. Kínverjar eru nú þegar að taka yfir markað- inn með fölsku hári eða lélegu mannshári. Vandamálið er hins vegar það að venjulegt fólk getur ekki greint gæðahárið frá öðru hári og kínverska hárið kemur jafnvel frá Kína merkt „Made in Siberia“! Svo ganga þær óstaðfestu sögur um að fólk sé látið hverfa til að ná í fallegt hár. Fá mér leppa tvo úr hári þínu ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá Nice Lakme-tískuvikan í Mumbai á Indlandi var haldin nýlega. Þjóð- legar hefðir voru í fyrirrúmi svo og litagleðin sem einkennir Indverja. Yfir sextíu hönnuðir sýndu það sem koma skal í indverskri tísku. Litríka Bollywood Fatahönnunarkeppni Reykjavik Runway sumarið 2012 fór fram á fimmtudaginn í síðustu viku. Forsala á fatnaði hönnuðanna sem kepptu í Reykjavik Runway verður í kvöld, 25. ágúst, í Bíla- umboðinu Öskju, umboðsaðila Mercedes Benz á Íslandi og hefst hún klukkan 18.18 en stendur til 21.21. Þar gefst gestum kost- ur á að kaupa flíkur úr sumarlín- um hönnuðanna á forsöluverði og fá þær afhentar fyrstar allra þegar þær koma úr framleiðslu í vor. Forsalan verður aðeins í þetta eina skipti en tíu prósent af hagnaði sölunnar renna til Einstakra barna. Þeir hönnuðir sem munu selja fatnað sinn í kvöld eru: Harpa Einarsdóttir með merkið ZISKA, en hún bar sigur úr býtum í keppninni. Eygló Margrét Lárus- dóttir með merkið EYGLO, Rosa Winther Denison og Bryndis Þor- steinsdóttir með merkið ROSA- BRYNDIS og Sólveig og Edda Guðmundsdætur með merkið Shadow Creatures. - sg Forsala á fatnaði Reyjavík Runway FORSALA VERÐUR Í KVÖLD Á FATNAÐI HÖNNUÐANNA SEM KEPPTU Í REYKJAVÍK RUNWAY FYRIR VIKU. Jazzballett Innritun fyrir haustönn stendur yfir á www.jsb.is www.jsb.is Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is EF L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n ansararDwww.jsb.is Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Kennslustaðir: • Danslistarskóli JSB í Kópavogi, Íþróttahúsi Digraness. Almenn braut. • Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. Almenn braut og listdansbraut. FRAMHALDSNEMENDUR OG NÝNEMAR Rafræn skráning er á www.jsb.is, upplýsingar í síma 581 3730. Jazzballett • Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur og stráka frá 7 ára aldri • Í boði eru byrjenda- og framhaldshópar á aldrinum 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára og 16+ • Uppbyggileg dansþjálfun sem veitir svigrúm til sköpunar og frelsi til tjáningar • Allir nemendur taka þátt í glæsilegri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu á vorönn. Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar. Stundaskrá birtist á vefnum 19. ágúst. Kennsla hefst 5. september!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.