Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 38
25. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Börn með hegðunarvanda, sem í þrjú ár fengu uppeldi samkvæmt aðferðum PMT-Foreldrafærni, sýndu betri framkomu, voru síður döpur og sýndu meiri félagsfærni en önnur börn sem áttu í sömu erfiðleikum og fengu þá þjónustu sem sveitarfélögin almennt veita. „Þetta er úrræði til að meðhöndla hegðunarvandamál barna,“ byrj- ar Margrét Sigmarsdóttir sál- fræðingur, spurð hvað PMT-For- eldrafærni sé. Hún opinberaði ný- lega fyrstu niðurstöður úr stórri rannsókn á árangri þessa úrræðis hér á landi og sýna þær að hann er verulegur. Börn sem höfðu feng- ið meðhöndlun samkvæmt aðferð- um sem þar er beitt sýndu betri hegðun, voru síður döpur og höfðu aukið félagsfærni sína verulega á rannsóknartímanum sem var þrjú ár. Þau höfðu þar yfirburði miðað við samanburðarhóp sem hafði notið þjónustu fagfólks sveitar- félaganna og hafði einnig tekið framförum. PMT stendur fyrir Parents Management Training og er bandarískt meðferðarform sem breiðst hefur út um heiminn. Hafn- arfjörður innleiddi verkefnið hér á landi árið 2000. Fleiri sveitar félög hafa tileinkað sér það og er Akur- eyri þar framarlega. Margrét er verkefnisstjóri þess hér á landi og vinnur að doktorsritgerð um ár- angurinn. „Okkur fannst við ekki geta setið með hendur í skauti og beðið eftir að ráðamenn tækju ákvörðun um markviss viðbrögð við þessum hópi. Þess vegna fórum við af stað,“ segir hún. „Rannsóknin tók til 102 fjöl- skyldna sem höfðu leitað eftir hjálp vegna hegðunarvanda barna. Hún fór af stað 2007. Þá var gerð mæling á vissum hlut- um, eins og félagsfærni, hegð- un og þunglyndiseinkennum barnanna og færni foreldra. Í framhaldinu var rannsóknarhópn- um skipt í tvennt og óháður aðili dró út hvaða fjölskyldur fengju PMT-meðferð og hverjar fengju þá þjónustu sem sveitarfélögin bjóða, sem er dálítið mismunandi. Alger tilviljun réði í hvorum hópn- um hver fjölskylda lenti. Í hópnum sem fékk PMT-meðferðina voru 28 stúlkur og 74 drengir, 20 voru í leikskóla og 80 í grunnskóla. Öll sýndu hegðunarfrávik. Í stuttu máli sagt komu börnin sem fóru í gegnum PMT-Foreldrafærni-með- ferðina marktækt betur út en sam- anburðarhópurinn. Einkum jókst félagsfærni þeirra mikið, bæði að mati foreldra og kennara.“ Margrét segir hegðunarvanda vera algengustu ástæðu þess að börnum er vísað til sérfræðinga. „Auðvitað óhlýðnast öll börn ein- hvern tíma en þegar þau fara yfir öll mörk og ástandið verður viðvar- andi getur það þróast út í að verða eitt stærsta vandamál samfélags- ins,“ segir hún og hefur áhyggjur af mikilli lyfjanotkun íslenskra barna. Hún er líka gagnrýnin á of mikla áherslu á greiningar á vanda barna og segir mikilvægt að fjármagni sé varið í úrræði til að meðhöndla vandann. gun@frettabladid.is Betri hegðun barna, minni depurð og meiri félagsfærni „Í stuttu máli sagt komu börnin sem fóru í gegnum meðferð PMT-Foreldrafærni marktækt betur út en samanburðarhópurinn,“ segir Margrét. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Línur sem sýna framfarir í félagsfærni hjá samanburðarhópunum tveimur. Nýtt skólahúsnæði grunnskóla- sviðs sameinaðs grunn- og leik- skóla Hvalfjarðarsveitar var vígt á þriðjudag. „Þetta var bæði vígsla og skólasetning nýs sam- einaðs leik- og grunnskóla í Hval- fjarðarsveit. Hann er svo nýr að hann er ekki einu sinni búinn að fá nafn,“ segir Ingibjörg Hannes- dóttir, skólastjóri hins nýja skóla, sem tók við störfum í byrjun júní. „Við athöfnina færðu svo börn úr gömlu skólunum sem sameinuð- ust skólanum táknræna gjöf. Ann- ars vegar frá Heiðarskóla og hins vegar Skýjaborg. Þeirra innslag var frábært.“ Hvaða áhrif mun sameiningin hafa? „Hjá sveitarfélaginu er hún ekki hugsuð sem niðurskurður eða sparnaður heldur sem faglegur ávinningur vegna fámennis,“ út- skýrir Ingibjörg og bætir við að nýtt skipurit hafi verið unnið sem snýst um að færa stjórnunarfjár- magnið í starfshópinn. „Í raun fer það stjórnunarfjármagn sem sparast aftur inn í skólastarfið.“ Ingibjörg segir að lögð sé áhersla á samfellu milli skólastiga. „Við viljum nýta þessa aðstöðu bæði sem leik- og grunnskóla,“ segir Ingibjörg og tekur fram að sér finnist yfirvöld á svæðinu setja börnin í forgang. - mmf Skólahúsnæði vígt í Hvalfjarðarsveit Nýja skólahúsnæðið hýsir grunnskólasvið sameinaðs grunn- og leikskóla Hval- fjarðar sveitar. MYND/ARNÞÓR BIRKISSON Skólaferðir - Óvissuferðir - Starfsmannaferðir Hvað langar ykkur að gera? Hafðu samband og við sérsníðum ferð fyrir þinn hóp. Guðmundur Tyrfingsson ehf gt@gtbus.is www.gtbus.is S. 482-1210 Ábyrgð byggingastjóra Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir alla þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar og stýra byggingaframkvæmdum í samræmi við samþykktir, lög og reglur. Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingayfirvöld. Farið yfir hlutverk byggingarstjóra við verkframkvæmdir og meðhöndlun uppdrátta, lög, reglugerðir, tryggingar og tryggingaslit. Kynnt gildi og framkvæmd úttekta, s.s. áfanga-, fokheldis, stöðu- og lokaúttektir. Á námskeiðinu er kynnt og afhent Byggingarstjóramappa, en hún er vísir að gæða- kerfi fyrir byggingarstjóra. Í nýjum mannvirkjalögum er gert ráð fyrir því að byggingarstjórar hafi gæðakerfi vegna starfa sinna. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Kennarar verða Magnús Sædal byggingarfulltrúi og Gunnar Pétursson lögfræðingur. NÁMSKEIÐ FYRIR VERÐANDI BYGGINGASTJÓRA  3. SEPTEMBER Skúlatún 2 - 105 Reykjavík Sími 590 6400 - www.idan.is Kennt verður í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs að Skúlatúni 2 í Reykjavík, laugardaginn 3. september frá kl. 9.00 – 16.30. Skráning á www.idan.is og í síma 590 6400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.