Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2011 25 Nafn á grein þessari má lesa út úr grein Brynjars Níels- sonar hæstaréttarlögmanns í Fréttablaðinu er birtist hinn 6. ágúst 2011. Lögmaðurinn finnur allt til að verja úrskurði dómara Hæstaréttar Íslands í anda þess að þeir sem þar komast til valda séu óskeikulir. Hann telur að ekki megi hrófla við dómi sem þegar hefur verið upp kveðinn og dómur sé hinn endanlegi sannleikur. Því miður er það svo í íslensku réttarfari að þar hefur þróast spilling sem er verri en nokk- ur spilling sem áður hefur sést í íslensku samfélagi. Spilling þessi einkennist af umsögn lögmanna sem leitað er til varðandi rekstur máls fyrir dómi að lögmennirnir biðja skjólstæðinga sína að leggj- ast á bæn og biðja þess að ákveðn- ir dómarar komi ekki til með að hafa afskipti af málinu. Dómar eru kveðnir upp án tillits til þess sem mælt er fyrir í lögum og eru slíkir utanlaga dómar miklu fleiri en hinn almenni borg- ari gerir sér grein fyrir. Dómur sem kveðinn er upp á að vera til að skýra fyrir almenningi hvernig eigi að túlka umrætt orða- lag í lögum sem sett eru af Alþingi í þeim tilgangi að samskipti þegn- anna geti gengið með sem fæst- um árekstrum. Þegar uppkveðnir dómar í sams konar eða sambæri- legum málum eru á einn veg í dag en á allt annan veg á morgun er ekki hægt að taka úrskurð dómara alvarlega. Framkvæmd dóma á Íslandi er eins og „rússnesk rúlletta“ því dómurinn sem kveðinn var upp í gær vegna skemmdarverka getur í sambærilegu máli verið úrskurð- aður af dómara sem löglegt skemmdarverk á morgun. Ekk- ert samræmi er í túlkun dómara innan hins íslenska réttarkerfis. Fyrir hendi eru skriflegar sann- anir fyrir því að álit eins dóm- ara er öndvert við álit dómsstjóra sama dómstóls. Þegar slíkar sannanir eru fyrir- liggjandi um mistúlkanir dómara á lögum og hringlandahátt er því fylgir innan réttarkerfisins án þess að þegnarnir fá leiðréttingu sinna mála er þjóðfélagið á hættu- legri braut. Notkun dómara á fölsuðum gögnum í úrskurðum sínum og að þeir neiti að fara að lögum er ekkert einsdæmi. Fyrir hendi eru fleiri en eitt dæmi (mörg) um að dómari hafi notað falsað gagn sem úrskurður dómarans var byggður á. Þegar réttarkerfið er komið út á svo hála braut að úrskurður dóm- ara er byggður á fölsuðu gagni er stutt í að farið verði í að höggva mann og annan. M.ö.o. að menn hlíta ekki úrskurði dómara held- ur taka lögin í sínar eigin hendur. Lagasetning og tilkoma skipun- ar á dómara var til þess ætluð að með því yrði hægt að koma í veg fyrir þau vígaferli sem viðgengust á öldum áður. Réttarkerfið sem spannst upp í kringum dómara er orðið að myllu steini um háls þjóðarinnar því ekkert er að marka uppkveðna dóma. Þjóðin þarf að halda uppi stórum hópi manna sem níðast á þegnunum með geðþóttaúrskurð- um sem kallast dómar en dóm- arnir eru þess eðlis að þeir leysa engan vanda innan samfélagsins. Eina atriðið sem leyst er með uppkvaðningu dóms er að það eru fluttir peningar frá aðilum að málarekstri og yfir til lögmanna. Sá sem tapar máli þarf að greiða tvisvar til þrisvar sinnum meira í kostnað en sá sem fær jákvæðan úrskurð dómara. Sá sem verður undir í ræðuhöld- um fyrir dómara getur ekki leit- að réttar síns á neinn hátt. Lög- brot dómara eru fengin mönnum innan sömu starfsklíku til skoð- unar og gera ekkert annað en að hvítþvo misgjörðirnar sem felast í dómsorðum. Þvottastöðvar þess- ar eru Nefnd um dómarastörf og Dómstólaráð. Þeir sem eru skip- aðir í þessa nefnd og ráð koma úr hópi dómara og að ætlast til þess að þeir fari að kasta rýrð á starfs- félaga sína er álíka og að bregðast samtökum á borð við bandarísku mafíuna. Dómar sem falla undir utan- laga-dómsúrskurð eru miklu fleiri en fólk í landinu gerir sér grein fyrir. Dæmi er um að uppkveðinn dómur boðaði að ofbeldi væri lög- legt ofbeldi og þeir sem urðu fyrir ofbeldinu fengu heimild dóm- arans til að snúast til varnar og beita ofbeldi gegn ofbeldismann- Dómar eru kveðnir upp án tillits til þess sem mælt er fyrir í lögum og eru slíkir utanlaga dómar miklu fleiri en hinn almenni borgari gerir sér grein fyrir. Vildarþjónusta Viðskiptavinum í Vildarþjónustu býðst leikhúskort á lægra verði. Nú er að hefj ast spennandi leikár í Þjóðleikhúsinu þar sem helstu listamenn landsins stíga fram á sviðið og sýna áhorfendum nokkur helstu verk leikbókmenntanna auk nýrra og spennandi verka úr samtímanum. Viðskiptavinum í Vildarþjónustu Arion banka býðst leikhúskort að fj órum sýningum á 9.900 krónur og ungmennakort á 7.900 krónur. Tilboðið gildir til og með 6. september. Kortin fást í miðasölu Þjóðleikhússins, sími 551 1200. Greiða þarf með debet- eða kreditkorti frá Arion banka. arionbanki.is — 444 7000 Hvað skiptir þig máli? Vér hinir óskeikulu Dómstólar Kristján Guðmundsson fv. skipstjóri Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.