Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 72
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR48 Hvernig sem leikurinn fer þá er Íslands- mótinu ekki lokið. Þetta er ekki úrslitaleikur. RÚNAR KRISTINSSON ÞJÁLFARI KR KR Þjálfari: Rúnar Kristinsson Árangur 2010: 4. sæti (38 stig) Staða í deild: 1. sæti (14 leikir, 34 stig) Í banni í kvöld: Enginn Meiddir leikmenn: Óskar Örn Hauksson (út tímabilið), Gunnar Örn Jónsson (óvíst hversu lengi), Skúli Jón Friðgeirsson (3-4 vikur), Magnús Már Lúðvíksson (tæpur) Líklegt byrjunarlið (4-3-3): Hannes Þór Halldórsson Dofri Snorrason Gunnar Þór Gunnarsson Grétar S. Sigurðarson Guðmundur Reynir Gunnarsson Bjarni Guðjónsson Baldur Sigurðsson Björn Jónsson Kjartan Henry Finnbogason Viktor Bjarki Arnarson Guðjón Baldvinsson ÍBV Þjálfari: Heimir Hallgrímsson Árangur 2010: 3. sæti (42 stig) Staða í deild: 2. sæti (15 leikir, 32 stig) Í banni í kvöld: Enginn Meiddir leikmenn: Denis Sytnik (út tímabilið) Líklegt byrjunarlið (4-3-3): Albert Sævarsson Arnór Eyvar Ólafsson Brynjar Gauti Guðjónsson Rasmus Christiansen Matt Garner Finnur Ólafsson Andri Ólafsson Tryggvi Guðmundsson Tony Mawejje Þórarinn Ingi Valdimarsson Ian Jeffs KR og ÍBV mætast í toppslag Pepsi-deildar karla í kvöld FÓTBOLTI KR og ÍBV mætast í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar leikur liðanna úr 9. umferð fer fram. Leiknum var frestað á sínum tíma vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppnunum. Um toppslag er að ræða í deildinni og ljóst að það er mikið undir. KR-ingar eru enn taplausir í deildinni og geta með sigri í kvöld tekið fimm stiga forystu í deild- inni auk þess að eiga leik til góða. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, veit hvað það þýðir. „Það myndi í raun þýða að mótið væri búið,“ sagði Heimir í sam- tali við Fréttablaðið í gær. Kollegi hans hjá KR, Rúnar Kristinsson, vill þó ekki taka svo djúpt í árinni. „Hvernig sem leikurinn fer þá er Íslandsmótinu ekki lokið. Þetta er ekki úrslitaleikur. Vissulega er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið eins og hver annar leik- ur. Þessi eini leikur mun ekki hafa úrslitaáhrif í mótinu.“ Heimir fer í svipaða sálma og segir að sínir leikmenn megi ekki gleyma sér í þessum eina leik. „Við eigum leik gegn Víkingi þrem- ur dögum síðar og það eru jafn- mörg stig í boði í þeim leik. Við viljum ekki byggja upp of mikl- ar væntingar fyrir leikinn gegn KR – leikmenn mega ekki leggj- ast í volæði þó svo að hann tap- ist því staðreyndin er sú að staða okkar í deildinni er mjög góð sama hvernig leikurinn endar.“ Heimir segir þó rétta tímann til að mæta KR nú. „Þeir hafa sjálfir rætt um að það sé þreyta í liðinu og svo eru meiðsli í þeirra röðum. Það er því rétti tíminn nú til að láta slag standa og við ætlum að reyna að vinna leikinn í kvöld.“ Mikið leikjaálag á KR Rúnar segir að leikjaálagið hafi haft áhrif. „Við spiluðum sex leiki í Evrópukeppninni og fórum alla leið í bikarnum og því höfum við spilað fleiri leiki en önnur lið í deildinni. En við erum líka með stóran leikmannahóp og við vitum vel að fylgifiskur þess að ná árangri er mikið álag á leikmenn,“ sagði hann. „Það þýðir samt ekk- ert að dvelja of lengi við þetta og við erum alls ekki að búa til neinar afsakanir. Við verðum eins mikið tilbúnir og hægt er fyrir leikinn í kvöld og höfum engar afsakanir sama hvernig hann fer.“ Staðan á leikmannahópi ÍBV er fín. Aðeins einn leikmaður, Denis Sytnik, er frá vegna meiðsla og spilar hann líklega ekkert meira með í sumar. Hápressan hefur skilað árangri ÍBV hefur spilað á köflum mjög grimman bolta gegn sínum andstæðingum og segir Rúnar að hápressan hafi reynst Eyjamönnum vel. „ÍBV er með vel skipulagt lið og liðinu hefur tekist mjög vel til að spila sinn bolta. Það sýnir bæði árangurinn í sumar og í fyrra. Þetta eru vinnusamir og dugleg- ir strákar og við munum mæta þeim af hörku,“ segir Rúnar en ætlar samt ekki að breyta miklu í leikskipulagi sinna manna. „Við höfum ekki lagt það í okkar vana að liggja til baka og beita skyndisóknum og við munum ekki breyta út af okkar venjum. Við munum fyrst og fremst hugsa um okkar eigin leik og hvernig við viljum að leikurinn spilist.“ Auglýsi ekki í blöðunum Sjálfur segir Heimir að ÍBV hafi átt það til að liggja til baka og að það hafi einnig skilað árangri. „Við höfum bæði bakkað og pressað. Hápressan hefur kannski fengið meiri athygli en við höfum ekki síður náð góðum úrslitum þegar við höfum lagt meiri áherslu á varnarleikinn. En fyrir vikið eru leikirnir hægari og það finnst mönnum ferlega leiðinlegt,“ segir hann í léttum dúr. „Ég ætla vitanlega ekki að aug- lýsa það í blöðunum hvernig við munum spila en við munum að sjálfsögðu reyna að vinna leikinn.“ Ekki meiri pressa á KR KR-ingar hafa í gegnum tíðina búið við miklar væntingar enda krafan um titil hávær á hverju ári í vesturbænum. Rúnar vill þó ekki kannast við að það sé meiri pressa á KR en öðrum liðum í deildinni. „Fyrir tímabilið stefndu 6-7 lið á að blanda sér í toppbaráttuna og ég get ekki séð að það sé meiri pressa á okkur en þeim. Strákarnir eru einfaldlega búnir að æfa vel í ár og þeir vilja ná árangri. Við höfum staðið okkur vel hingað til og mótið er komið vel á veg. Ef eitthvert álag hefur verið til staðar hingað til þá hafa strákarnir höndlað það mjög vel.“ Heimir er sömuleiðis ánægður með stöðu ÍBV í deildinni en bend- ir á að margir hafi ef til vill ekki búist við svo miklu af Eyjamönn- um í sumar. „Umræðan um okkur hefur ef til vill verið á þann veg- inn að allir eru að bíða eftir því að blaðran springi. Við erum ein- faldlega mjög ánægðir með hópinn og þann árangur sem hann hefur náð á skömmum tíma. Við erum ekki langt frá þeim árangri sem við náðum í fyrra og þá voru allir ánægðir. Við höfðum mjög gaman af því að vera í toppbaráttunni fram í síðustu umferð í fyrra og viljum endurtaka leikinn nú.“ eirikur@frettabladid.is Eyjamenn taka stóra prófið í kvöld Toppslagur KR og ÍBV í Pepsi-deild karla er í kvöld. KR-ingar eru enn ósigraðir og stinga af með sigri í kvöld. Eyjamenn geta hleypt mikilli spennu í toppbaráttuna með sigri fyrir lokasprettinn í deildinni. BARIST UM BOLTANN Það mun mikið mæða á KR-ingnum Guðmundi Reyni Gunnarssyni og Eyjamanninum Finni Ólafssyni í kvöld. KR vann dramatískan 1-0 sigur í leik liðanna á KR-vellinum í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Reiknað er með góðri mætingu á KR-völlinn í kvöld en ljóst að áhorfendur verða að láta hendur og raddbönd nægja til þess að styðja sín lið. Á KR-vellin- um ríkir hljóðfærabann sem þýðir að meðlimir stuðningsbands ÍBV, Stalla-Hú, þurfa að skilja hljóðfæri sín eftir heima. „Auðvitað er það leiðinlegt en þetta er þeirra völlur og maður skilur þetta. Það er samt kald- hæðnislegt að banna hljóðfæri í Frostaskjólinu og samt er tónlist- arskóli í íþróttahúsinu þeirra. Við fylgjum öllum reglum en þetta er hluti af stemningunni. Flest lið eru með trommur eða lúðra en KR- ingarnir vilja banna þetta,“ segir Skapti Örn Ólafsson, forsprakki Stalla-Hú. „Við vorum að grínast með það að Miðjan [stuðningsmenn KR] væri hrædd um að tapa stúkunni. Þeir eru bara í einhverju miðju- moði á meðan við sækjum fram með hljómsveitinni okkar,“ bætir Skapti við í léttum dúr. Jónas Kristinsson, fram- kvæmdastjóri KR, segir félagið hafa tekið þessa ákvörðun fyrir nokkrum árum þegar hinn almenni stuðningsmaður var farinn að kvarta yfir trommu- slætti og öðrum ófögnuði á leikj- um. Hann segir engan ákveðinn leik hafa fyllt mælinn. „Nei, ekkert svoleiðis. Við ákváðum þetta bara fyrir tímabil- ið 2008 eða 2009 að það væri komið nóg af tónleikum. Menn yrðu bara að nota röddina og það höfum við gert síðari ár. Við vorum með trommur í miðri stúkunni en hætt- um því í leiðinni. Við látum jafnt yfir alla ganga,“ segir Jónas. „Það er leiðinlegt að geta ekki farið með bandið okkar á stærsta og flottasta völl á Íslandi. En við mætum hvítklæddir og hvetjum okkar lið,“ segir Skapti. - ktd Stuðsveitin Stalla-Hú þarf að notast við hendurnar og röddina líkt og aðrir til þess að hvetja ÍBV í kvöld: Engin hljóðfæri í stúkunni á KR-vellinum ÁN STUÐSVEITARINNAR Eyjamenn verða að spjara sig án Stalla-Hú í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Meistaradeild Evrópu FORKEPPNI, SÍÐARI LEIKIR Udinese - Arsenal 1-2 1-0 Antonio Di Natale (39.), 1-1 Robin van Persie (55.), 1-2 Theo Walcott (69.) Arsenal fer áfram samanlagt 3-1. Viktoria Plzen - FC Kaupmannahöfn 2-1 Plzen fer áfram samanlagt 5-2. Benfica - FC Twente 3-1 Benfica fer áfram samanlagt 5-3. Sturm Graz - BATE Borisov 0-2 BATE fer áfram samanlagt 3-1. Rubin Kazan - Lyon 1-1 Lyon fer áfram samanlagt 4-2. Sigurliðin tryggðu sér sæti í riðlakeppninni. ÚRSLIT Enski deildabikarinn LEIKIR Í 2. UMFERÐ Exeter - Liverpool 1-3 0-1 Luis Suarez (23.), 0-2 Maxi Rodriguez (55.), 0-3 Andy Carroll (58.), 1-3 Nardiello, vsp. (80.) Bolton - Macclesfield 2-1 Everton - Sheffield United 3-1 Blackburn Rovers - Sheffield Wednesday 2-1 West Ham - Aldershot Town 1-2 FÓTBOLTI Arsenal tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld með 2-1 sigri á Udinese á Ítalíu í síðari viður- eign liðanna. Mikil pressa var á lærisveinum Arsene Wenger en Robin van Persie og Theo Walcott tryggðu Lundúnaliðinu sigur. FC Kaupmannahöfn, lið Ragn- ars Sigurðssonar og Sölva Geirs Ottesen, féll úr keppni. Liðið tapaði 2-1 gegn Plzen í Tékk- landi. Vitað var að róðurinn yrði þungur fyrir FCK eftir 3-1 tap á heimavelli í fyrri leiknum. Sölvi Geir spilaði allan leikinn en Ragnar kom inn á seint í síðari hálfleik. -ktd Meistaradeild Evrópu: Arsenal komst í riðlakeppnina HETJAN Theo Walcott skoraði í báðum leikjunum gegn Udinese. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Stjarnan hefur dregið lið sitt í efstu deild kvenna í handknattleik úr keppni á kom- andi tímabili. Handknattleiks- deild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í gærkvöld. Þar kemur meðal annars fram að handknattleiksdeild Stjörn- unnar hafi reynst erfitt að afla fjármuna til að halda rekstri liðs- ins gangandi. Þeir sem það hafi gert undanfarin ár séu þess ekki megnugir án frekari stuðnings. Þá segir að ein ástæða þess að markmið um þátttöku í ár hafi ekki náðst sé vegna hrær- inga á leikmannamarkaði þar sem íslensk félög virði að vettugi lög HSÍ um samskipti félaga við leikmenn. Fréttatilkynninguna í heild sinni má lesa á Vísir.is. Ljóst er að leikmenn Stjörn- unnar þurfa að leita sér að nýju félagi. - ktd Íslenski kvennahandboltinn: Stjarnan hætt við keppni Í LEIT AÐ NÝJU LIÐI Landsliðsmaðurinn Hanna Guðrún Stefánsdóttir er á mála hjá Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.