Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2011 7skólar og námskeið ● fréttablaðið ●
Vetrarstarfið hefst 12. september
Sigrún Arna Elvarsdóttir
hefur gefið út barnabókina
Regnbogafuglinn. Bókin nýtist
vel til þess að opna umræðu
um margbreytileikann með
börnum í leikskóla.
Sigrún Arna hefur undanfarin
fjögur ár starfað sem sérkennslu-
stjóri á leikskól-
anum Sólborg
á Ísafirði. Hún
er nú nýflutt til
Noregs þar sem
hún mun vinna
sem leikskóla-
kennari auk
þess sem hún
vinnur að því að
ljúka masters-
ritgerð sinni í sérkennslufræðum
við Háskóla Íslands.
„Regnbogafuglinn var gælu-
verkefni sem ég vann meðfram
mastersnámi mínu,“ segir
Sigrún Arna. Hugmynd-
in að bókinni vaknaði í
leikskólanum. „Ég
var að vinna
með nokkr-
um drengj -
um og vantaði
sögu sem fjallaði
um að við værum
öll ólík og hefðum ólíka hæfi-
leika en gætum öll verið vinir og
leikið saman. Ég fann enga bók
á bókasafni leikskólans og sett-
ist því niður og skrifaði þessa
sögu,“ segir hún en söguna hélt
hún áfram að þróa á námskeiði í
háskólanum. „Þá las ég hana fyrir
börnin í leikskólanum. Út frá því
urðu til umræðupunktar sem finna
má á hverri síðu í bókinni.“
Sigrún Arna hlaut styrk úr Þró-
unarsjóði námsgagna til að ljúka
við bókina. Hún fór þá á fésbók og
komst þar í samband við Jelenu
Jóhannsson sem býr á Ísafirði og
hún tók að sér að teikna myndir í
bókina.
Sigrún Arna segist hafa fengið
mjög góð viðbrögð við bókinni.
Hún hafi til að mynda kynnt hana
fyrir leikskólastjóranum í Noregi
sem strax hafi keypt tvær bækur
á íslensku.
Innt eftir efni mastersverkefni
hennar segir Sigrún Arna það
einnig tengjast starfi sínu í leik-
skólanum. „Ritgerð-
in fjallar um
skóla án að-
greiningar á
leikskóla.
Ég breytti starfs-
h át t u m m í nu m
þannig að ég hætti að
taka börn út af deildum í
einkatíma heldur vann ég al-
farið að sérkennslu í hópavinnu.
Það gekk rosalega vel og ég myndi
ekki sinna sérkennslu á annan hátt
í dag,“ segir hún glaðlega. - sg
Börn læra um
margbreytileika
Regnbogafuglinn fær fugla í mismunandi litum og stærðum til að leika saman.
Sigrún Arna
Elvarsdóttir
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT
Í VIÐSKIPTUM Á VÍSI
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira
útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar,
meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir,
meiri virkni, meira
úrval. Þú færð meira
af öllu á Vísi.
Inntökupróf í Drengjakór Reykja-
víkur verða í Hallgrímskirkju mið-
vikudaginn 31. ágúst. Þá er 9-11 ára
drengjum boðið að koma í stutta
prufu þar sem þeir syngja lag og
tónskala og tónheyrn er prufuð.
Drengjakór Reykjavíkur var
stofnaður árið 1990 og starfar í
Hallgrímskirkju. Stjórnandi kórs-
ins er Friðrik S. Kristinsson sem
einnig stjórnar Karlakór Reykja-
víkur. Í kórstarfinu felast æfingar
tvisvar í viku. Þá er farið í kór-
ferðalag innanlands annað hvert ár
og kórferðalag til útlanda hitt árið.
Æfingabúðir eru yfir eina helgi að
hausti og vori og bæði jóla- og vor-
tónleikar. Þá syngur kórinn við
messu að jafnaði einu sinni í mán-
uði yfir vetrartímann. Drengirnir
kynnast öflugu tónlistarstarfi og
hefur það sýnt sig að margir fyrr-
verandi kórfélagar halda áfram
tónlistarnámi.
Inntökupróf að hefjast
Margir drengjanna halda áfram tón-
listarnámi eftir að kórstarfinu sleppir.