Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2011, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 25.08.2011, Qupperneq 43
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2011 7skólar og námskeið ● fréttablaðið ● Vetrarstarfið hefst 12. september Sigrún Arna Elvarsdóttir hefur gefið út barnabókina Regnbogafuglinn. Bókin nýtist vel til þess að opna umræðu um margbreytileikann með börnum í leikskóla. Sigrún Arna hefur undanfarin fjögur ár starfað sem sérkennslu- stjóri á leikskól- anum Sólborg á Ísafirði. Hún er nú nýflutt til Noregs þar sem hún mun vinna sem leikskóla- kennari auk þess sem hún vinnur að því að ljúka masters- ritgerð sinni í sérkennslufræðum við Háskóla Íslands. „Regnbogafuglinn var gælu- verkefni sem ég vann meðfram mastersnámi mínu,“ segir Sigrún Arna. Hugmynd- in að bókinni vaknaði í leikskólanum. „Ég var að vinna með nokkr- um drengj - um og vantaði sögu sem fjallaði um að við værum öll ólík og hefðum ólíka hæfi- leika en gætum öll verið vinir og leikið saman. Ég fann enga bók á bókasafni leikskólans og sett- ist því niður og skrifaði þessa sögu,“ segir hún en söguna hélt hún áfram að þróa á námskeiði í háskólanum. „Þá las ég hana fyrir börnin í leikskólanum. Út frá því urðu til umræðupunktar sem finna má á hverri síðu í bókinni.“ Sigrún Arna hlaut styrk úr Þró- unarsjóði námsgagna til að ljúka við bókina. Hún fór þá á fésbók og komst þar í samband við Jelenu Jóhannsson sem býr á Ísafirði og hún tók að sér að teikna myndir í bókina. Sigrún Arna segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við bókinni. Hún hafi til að mynda kynnt hana fyrir leikskólastjóranum í Noregi sem strax hafi keypt tvær bækur á íslensku. Innt eftir efni mastersverkefni hennar segir Sigrún Arna það einnig tengjast starfi sínu í leik- skólanum. „Ritgerð- in fjallar um skóla án að- greiningar á leikskóla. Ég breytti starfs- h át t u m m í nu m þannig að ég hætti að taka börn út af deildum í einkatíma heldur vann ég al- farið að sérkennslu í hópavinnu. Það gekk rosalega vel og ég myndi ekki sinna sérkennslu á annan hátt í dag,“ segir hún glaðlega. - sg Börn læra um margbreytileika Regnbogafuglinn fær fugla í mismunandi litum og stærðum til að leika saman. Sigrún Arna Elvarsdóttir FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Í VIÐSKIPTUM Á VÍSI Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Inntökupróf í Drengjakór Reykja- víkur verða í Hallgrímskirkju mið- vikudaginn 31. ágúst. Þá er 9-11 ára drengjum boðið að koma í stutta prufu þar sem þeir syngja lag og tónskala og tónheyrn er prufuð. Drengjakór Reykjavíkur var stofnaður árið 1990 og starfar í Hallgrímskirkju. Stjórnandi kórs- ins er Friðrik S. Kristinsson sem einnig stjórnar Karlakór Reykja- víkur. Í kórstarfinu felast æfingar tvisvar í viku. Þá er farið í kór- ferðalag innanlands annað hvert ár og kórferðalag til útlanda hitt árið. Æfingabúðir eru yfir eina helgi að hausti og vori og bæði jóla- og vor- tónleikar. Þá syngur kórinn við messu að jafnaði einu sinni í mán- uði yfir vetrartímann. Drengirnir kynnast öflugu tónlistarstarfi og hefur það sýnt sig að margir fyrr- verandi kórfélagar halda áfram tónlistarnámi. Inntökupróf að hefjast Margir drengjanna halda áfram tón- listarnámi eftir að kórstarfinu sleppir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.