Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 34
2 • Á heimasíðu Bjarkar Guðmunds- dóttur, Bjork.com, var á dögunum auglýst viðamikið Biophilia-box í tilefni af útgáfu samnefndrar plötu hennar. Þrátt fyrir að kosta hátt í eitt hundrað þúsund krónur er boxið nú þegar uppselt en það var gefið út í tvö hundruð númeruðum eintökum. Ljóst er að eingöngu alhörðustu aðdáendur söngkonunnar með mikið fé á milli handanna tryggðu sér eintak og er það væntanlegt til þeirra í pósti í lok september. „Þetta er gefið út í mjög tak- mörkuðu upplagi,“ segir Ásmundur Jónsson í Smekkleysu, sem gefur út plötur Bjarkar hér á landi. Spurður hvort þetta sé dýrasta varan sem Björk hafi sent frá sér telur hann svo vera. „En það hafa oft verið hlutir á eBay sem tengjast henni á einhvern hátt sem hafa verið seldir á hærra verði.“ Biophilia hefur verið lýst sem heimsins fyrstu app-plötunni. Fyrir peninginn sem boxið kostar myndu sumir ætla að iPad-græja fylgdi með í kaupunum en svo er ekki. Fyrir 500 pund, eða um 93 þúsund krónur, fá kaupendur sendan heim til sín forláta viðarkassa með 48 blað- síðna safaríkum Biophilia-bæklingi og tíu krómuðum tónkvíslum í tíu mismundandi litum. Hver tónkvísl um sig hefur verið gerð sérstaklega fyrir hvert lag á plötunni en þau eru tíu talsins. Að sjálfsögðu fylgir Biophilia-platan einnig með í kaup- unum ásamt upptöku frá nýlegum tónleikum Bjarkar á listahátíðinni í Manchester. Biophilia-boxið er eins og gefur að skilja eitt það dýrasta sem gefið hefur verið út og líklega það dýrasta sem ekki er safnbox með öllum plötum flytjanda. Þýsku rokkararnir í Rammstein eru ekki hálfdrættingar á við Björk því óvenjuleg útgáfa plötu þeirra, Liebe Ist Fur Alle Da, kostaði um 45 þúsund krónur. Auk viðhafnarútgáfu af plötunni sjálfri voru í boxinu sex kynlífsleikföng og hvert og eitt þeirra var sérmerkt einum meðlimi bandsins. Dýrar endurútgáfur eru einnig vinsælar um þessar mundir, þar á meðal Nevermind-plata Nirvana sem kom fyrst út fyrir tuttugu árum. Super Deluxe-útgáfa plötunnar kostar þó „aðeins“ um fimmtán þúsund krónur sem eru smáaurar miðað við Biophilia-boxið. freyr@frettabladid.is BIOPHILIA-BOX BJARKAR KOSTAR HÁTT Í HUNDRAÐ ÞÚSUND KRÓNUR GLAÐNINGUR FYRIR RÍKA AÐDÁENDUR LÖGIN Á BIOPHILIA: MOON THUNDERBOLT CRYSTALLINE COSMOGONY DARK MATTER HOLLOW VIRUS SACRIFICE MUTUAL CORE SOLSTICE BJÖRK Biophilia er sjöunda hljóðversplata Bjarkar á enskri tungu. BIOPHILIA Tíu krómaðar tónkvíslir í tíu mismunandi litum fylgja með boxinu. FARÐU ÚT Allir vita að maður á að vera á Ís- landi á sumrin, einfaldlega af því það er skásti tím- inn hérna. Allir ættu jafn- framt að vita að haust- in eru besti tíminn til að ferðast og leika sér. Sept- ember er einn besti mán- uðurinn til að skella sér í borgarferð, skoða sig um og sleppa sér aðeins í búð- unum. New York er auð- vitað besta borg alheims- ins og ekki skemmir fyrir að þar er enn sumarveður fram í október. „Þetta verða 24 tónleikar á 24 dögum í 24 borgum í ellefu löndum,“ segir Björgvin Sigurðs- son, söngvari og gítarleikari Skálmaldar. Víkingarokksveitin kröftuga er á leiðinni í stóra tónleikaferð um Evrópu í lok september ásamt Finntroll, Wintersun og fleiri kunnum sveitum úr sömu senu. „Þetta verður keppnistúr. Þetta verður ekkert frí,“ segir Björgvin. „Við fórum í litla tónleikaferð í sumar um Ísland og Færeyjar með Hamferð. Svo fórum við á Wacken-hátíðina í ágúst og í þriggja daga ferð til Svíþjóðar í byrjun desember en þetta er fyrsti alvöru túrinn,“ segir hann spenntur. Tónleikaferðin kallast Heiden- fest og er þetta þriðja árið í röð sem hún er farin. „Þessi ferð er skipulögð af fyrirtæki sem er með nokkur mini-festivöl á sínum snærum. Við þurfum voða lítið að gera nema að vera í rútunni þegar hún leggur af stað. Það er allt mjög „professional“ í kringum þetta.“ Flestir tónleikarnir verða í Þýskalandi og flestir verða þeir í höllum sem taka um 1.500 áhorfendur. Plata Skálmaldar, Baldur, var nýverið gefin út erlendis og hefur hún undantekningalítið fengið góða dóma. Þar má nefna 7 af 10 mögulegum hjá hinu þekkta tímariti Metal Hammer og 4 af 5 á síðunni Metalcrypt.com. - fb SPILA 24 SINNUM Á 24 DÖGUM HLUSTAÐU Nýja platan hans Snorra Helga fær afar góðar viðtök- ur og óhætt er að mæla með að fólk tékki á henni. Stjörnurnar fimm í Fréttatímanum voru kannski aðeins of marg- ar en Winter Sun er engu að síður ein af betri plöt- um ársins til þessa. FARÐU Í BÍÓ Það er farið að dimma og ekki er langt í að gamli góði skíta- kuldinn bætist við. Þá er eina vitið að loka sig inni eða skella sér í bíó. Í septem- ber hefst RIFF-hátíðin og þar er ýmislegt djúsí að finna. Til dæmis í tónlistar- flokki hátíðarinnar. Þar má nefna Scenes From The Suburbs eftir Spike Jonze sem byggir á plötu Arcade Fire, The Suburbs. Ætti að vera skothelt. LIFÐU AF Í SEPTEMBER KEPPNISTÚR Rokkararnir í Skálmöld eru á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • ÁGÚST 2011 VICKYMÝKRI LÖG Á NÝRRI PLÖTU BJÖRK GEFUR ÚT RÁNDÝRT BOX FYRIR SAFNARA vodafone.is Í skólannStórsnjallir símar á frábæru verðií verslunum Vodafone VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR ENSKI BOLTINN STÆRRI EN ALLT FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.