Fréttablaðið - 25.08.2011, Page 34
2 •
Á heimasíðu Bjarkar Guðmunds-
dóttur, Bjork.com, var á dögunum
auglýst viðamikið Biophilia-box í
tilefni af útgáfu samnefndrar plötu
hennar. Þrátt fyrir að kosta hátt í eitt
hundrað þúsund krónur er boxið nú
þegar uppselt en það var gefið út í
tvö hundruð númeruðum eintökum.
Ljóst er að eingöngu alhörðustu
aðdáendur söngkonunnar með
mikið fé á milli handanna tryggðu
sér eintak og er það væntanlegt
til þeirra í pósti í lok september.
„Þetta er gefið út í mjög tak-
mörkuðu upplagi,“ segir Ásmundur
Jónsson í Smekkleysu, sem gefur út
plötur Bjarkar hér á landi. Spurður
hvort þetta sé dýrasta varan sem
Björk hafi sent frá sér telur hann
svo vera. „En það hafa oft verið
hlutir á eBay sem tengjast henni á
einhvern hátt sem hafa verið seldir
á hærra verði.“
Biophilia hefur verið lýst sem
heimsins fyrstu app-plötunni. Fyrir
peninginn sem boxið kostar myndu
sumir ætla að iPad-græja fylgdi
með í kaupunum en svo er ekki.
Fyrir 500 pund, eða um 93 þúsund
krónur, fá kaupendur sendan heim til
sín forláta viðarkassa með 48 blað-
síðna safaríkum Biophilia-bæklingi
og tíu krómuðum tónkvíslum í tíu
mismundandi litum. Hver tónkvísl
um sig hefur verið gerð sérstaklega
fyrir hvert lag á plötunni en þau
eru tíu talsins. Að sjálfsögðu fylgir
Biophilia-platan einnig með í kaup-
unum ásamt upptöku frá nýlegum
tónleikum Bjarkar á listahátíðinni
í Manchester.
Biophilia-boxið er eins og gefur
að skilja eitt það dýrasta sem gefið
hefur verið út og líklega það dýrasta
sem ekki er safnbox með öllum
plötum flytjanda. Þýsku rokkararnir
í Rammstein eru ekki hálfdrættingar
á við Björk því óvenjuleg útgáfa
plötu þeirra, Liebe Ist Fur Alle Da,
kostaði um 45 þúsund krónur. Auk
viðhafnarútgáfu af plötunni sjálfri
voru í boxinu sex kynlífsleikföng og
hvert og eitt þeirra var sérmerkt
einum meðlimi bandsins.
Dýrar endurútgáfur eru einnig
vinsælar um þessar mundir, þar á
meðal Nevermind-plata Nirvana
sem kom fyrst út fyrir tuttugu árum.
Super Deluxe-útgáfa plötunnar
kostar þó „aðeins“ um fimmtán
þúsund krónur sem eru smáaurar
miðað við Biophilia-boxið.
freyr@frettabladid.is
BIOPHILIA-BOX BJARKAR KOSTAR HÁTT Í HUNDRAÐ ÞÚSUND KRÓNUR
GLAÐNINGUR FYRIR
RÍKA AÐDÁENDUR
LÖGIN Á
BIOPHILIA:
MOON
THUNDERBOLT
CRYSTALLINE
COSMOGONY
DARK MATTER
HOLLOW
VIRUS
SACRIFICE
MUTUAL CORE
SOLSTICE
BJÖRK Biophilia er sjöunda hljóðversplata Bjarkar á enskri tungu.
BIOPHILIA Tíu krómaðar tónkvíslir í tíu mismunandi litum fylgja með boxinu.
FARÐU ÚT Allir vita
að maður á að vera á Ís-
landi á sumrin, einfaldlega
af því það er skásti tím-
inn hérna. Allir ættu jafn-
framt að vita að haust-
in eru besti tíminn til að
ferðast og leika sér. Sept-
ember er einn besti mán-
uðurinn til að skella sér í
borgarferð, skoða sig um
og sleppa sér aðeins í búð-
unum. New York er auð-
vitað besta borg alheims-
ins og ekki skemmir fyrir
að þar er enn sumarveður
fram í október.
„Þetta verða 24 tónleikar á 24
dögum í 24 borgum í ellefu
löndum,“ segir Björgvin Sigurðs-
son, söngvari og gítarleikari
Skálmaldar.
Víkingarokksveitin kröftuga er
á leiðinni í stóra tónleikaferð um
Evrópu í lok september ásamt
Finntroll, Wintersun og fleiri
kunnum sveitum úr sömu senu.
„Þetta verður keppnistúr. Þetta
verður ekkert frí,“ segir Björgvin.
„Við fórum í litla tónleikaferð í
sumar um Ísland og Færeyjar
með Hamferð. Svo fórum við
á Wacken-hátíðina í ágúst og í
þriggja daga ferð til Svíþjóðar
í byrjun desember en þetta er
fyrsti alvöru túrinn,“ segir hann
spenntur.
Tónleikaferðin kallast Heiden-
fest og er þetta þriðja árið í röð
sem hún er farin. „Þessi ferð er
skipulögð af fyrirtæki sem er
með nokkur mini-festivöl á sínum
snærum. Við þurfum voða lítið
að gera nema að vera í rútunni
þegar hún leggur af stað. Það er
allt mjög „professional“ í kringum
þetta.“ Flestir tónleikarnir verða
í Þýskalandi og flestir verða
þeir í höllum sem taka um 1.500
áhorfendur.
Plata Skálmaldar, Baldur, var
nýverið gefin út erlendis og hefur
hún undantekningalítið fengið
góða dóma. Þar má nefna 7 af
10 mögulegum hjá hinu þekkta
tímariti Metal Hammer og 4 af 5 á
síðunni Metalcrypt.com. - fb
SPILA 24 SINNUM Á 24 DÖGUM
HLUSTAÐU Nýja
platan hans Snorra Helga
fær afar góðar viðtök-
ur og óhætt er að mæla
með að fólk tékki á
henni. Stjörnurnar fimm
í Fréttatímanum voru
kannski aðeins of marg-
ar en Winter Sun er engu
að síður ein af betri plöt-
um ársins til þessa.
FARÐU Í BÍÓ Það er farið að dimma og ekki er langt í að gamli góði skíta-
kuldinn bætist við. Þá er eina vitið að loka sig inni eða skella sér í bíó. Í septem-
ber hefst RIFF-hátíðin og þar er ýmislegt djúsí að finna. Til dæmis í tónlistar-
flokki hátíðarinnar. Þar má nefna Scenes From The Suburbs eftir Spike Jonze
sem byggir á plötu Arcade Fire, The Suburbs. Ætti að vera skothelt.
LIFÐU AF Í
SEPTEMBER
KEPPNISTÚR Rokkararnir í Skálmöld eru
á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu í
haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur
út einu sinni í mánuði.
Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason
atlifannar@frettabladid.is
Útlitshönnun: Arnór Bogason
Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson
benediktj@365.is • sími 512 5411
Útgefandi: 365 hf.
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • ÁGÚST 2011
VICKYMÝKRI LÖG Á NÝRRI PLÖTU
BJÖRK
GEFUR ÚT RÁNDÝRT BOX FYRIR SAFNARA
vodafone.is
Í skólannStórsnjallir símar á frábæru verðií verslunum Vodafone
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR
ENSKI BOLTINN
STÆRRI EN ALLT
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
FÁÐU BEITTUSTU
BRANDARANA Í SÍMANN
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi