Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 42
25. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið
Í dag opnar sýningin
Leikandi lestrarhestar í
Ráðhúsinu. Þar má sjá
myndskreytingar Lindu D.
Ólafsdóttur úr Lestrarlandinu,
nýútkominni lestrarbók
Námsgagnastofnunar sem
kennd verður fyrstu bekkjum
grunnskóla landsins í vetur.
„Það er mikill heiður að fá að
skapa myndir í lestrarkennslu-
bók komandi kynslóða. Áhugi
minn á myndskreytingum kvikn-
aði þegar ég sjálf lærði að lesa
og lá yfir myndunum í Við lesum,
á milli þess sem ég klóraði mig
fram úr orðunum,“ segir Linda
sem var farin að teikna um leið
og hún hafði vald á blaði og blý-
anti og stefndi barnung að því að
starfa við myndskreytingar.
„Í hverjum bekk er ávallt einn
teiknari og ég var hann. Kennar-
inn lét okkur myndskreyta skóla-
ljóðin og ég hafði strax mikinn
metnað í því. Þá fékk ég mikla
hvatningu frá foreldrum mínum
og endalausir staflar blaða og lita
til taks heima. Það skiptir miklu
fyrir þá sem langar að verða betri
í teikningu; að æfa sig oft og teikna
það sem er í kringum þá hverju
sinni,“ segir Linda sem man eftir
sér átta ára á myndlistarnámskeiði
barna í MHÍ.
„Í dag sé ég hvað mamma lagði
mikið á sig til að ég kæmist í það
sem mér þótti skemmtilegast, en
hún taldi aldrei eftir sér að dröslast
með mig og litlu tvíburasystkini
mín í strætó eldsnemma á morgn-
ana til að koma mér á námskeiðið,“
segir Linda þakklát.
Linda útskrifaðist með BFA-
gráðu frá Listaháskóla Íslands
2001 og MFA-gráðu í myndskreyt-
ingum frá Academy of Art Univer-
sity í San Francisco 2009.
„Ég nýt þess að myndskreyta
barnabækur því ég hef svo gaman
af fallegum sögum og að sjá þær
myndrænt fyrir mér. Myndskreyt-
ingar barnabóka eru ekki síður
fyrir fullorðna, því foreldrar eru
líka gagnrýnendur þegar þeir lesa
með börnum sínum. Á sama tíma
þurfa myndskreytingar fyrir börn
að vera raunsæjar og útilokað að
plata þau. Þau rýna í minnstu smá-
atriði og taka eftir því ef sögupers-
óna skiptir um sokk,“ segir Linda
sem teiknaði 38 myndir í Lestrar-
landið frá febrúar til júní.
„Ég naut þess láns að heim-
sækja skólabörn í Austurbæjar-
skóla, en af þeim tók ég mynd-
ir sem ég studdist við svo teikn-
ingarnar yrðu trúverðugri með
raunverulegum stellingum barna,
fatnaði og svipbrigðum við ólík-
an starfa og leik. Hin raunveru-
legu börn eru þó ekki í bókinni en
vissulega gæti einhver kannast við
andlit sitt í sögupersónum.“
Sýningin opnar í Ráðhúsi
Reykjavíkur í dag og stendur til 4.
september. - þlg
Útilokað að plata krakka
Myndirnar vann Linda með akríl-, tré- og olíulitum. Á sýningunni í Ráðhúsinu má sjá
áhugavert sköpunarferli myndanna og hvernig Linda vann þær stig frá stigi.
Linda D. Ólafsdóttir á vinnustofu sinni þar sem hún skapar litrík ævintýr barna í hefðbundnum teiknistíl og þar sem handbragð
listamannsins nýtur sín hvað best. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN