Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 40
25. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið
Það getur gert gæfumuninn
fyrir námsárangurinn að hafa
námsgögn tiltæk á sínum
stað, í snyrtilegu umhverfi
heima fyrir og svo á réttum
stað í skólatöskunni. Gott er
að skipuleggja sig vel í byrjun
hausts og koma sér upp
ákveðnum vanaverkum.
SKÓLATASKAN:
■ Til að námsbækurnar skemm-
ist ekki og þær séu örugglega
í skólatöskunni þegar á þarf að
halda, sem og önnur námsgögn,
er mjög mikilvægt að taka dag-
lega til í töskunni. Gott er að
gera ráð fyrir ákveðinni stund
á hverjum degi til að fara yfir
töskuna, henda nestisumbúðum
og þvo ef þarf. Um leið er hægt
að raða í hana öllu sem þarf að
vera til staðar fyrir kennslu-
stundir næsta dags.
■ Á sama hátt er gott að taka
íþróttadót og slíkt til að
kvöldi.
■ Öðru hverju er gott að
tæma alveg töskurnar
og hrista úr þeim úti á
svölum og þvo ef það
má og þarf.
■ Gott er að nota tösku
sem hefur nokkur hólf fyrir
minni hluti og er ekki eins og
allar hinar töskurnar. Sumir
eru með svartar töskur sem týn-
ast auðveldlega og því er gott að
skreyta töskuna einfaldlega með
skærlitum límmiða eða binda
litsterkan borða á hald-
ið.
SKRIFBORÐIÐ HEIMA:
■ Þar sem heimanáminu
er sinnt, hvort sem er
á sérstöku skrifborði
eða við borðstofu-
borð, skulu öll gögn
alltaf vera tiltæk.
■ Ef lært er við borð-
stofuborð er gott að
koma sér upp sérstakri skúffu
eða hillu þar sem dótið er geymt
í röð og reglu á meðan borðið er
notað til annarra hluta. Penna,
liti og önnur skriffæri er gott
að geyma í krukkum eða öðrum
ílátum. Oft er gott að hafa þau
glær til að sjá nákvæmlega
útlit pennanna og blýantanna
og hvort strokleður leynist á
botninum.
■ Á borðplötunni
sjálfri er þó ekki gott að
geyma of mikið af dóti,
heldur einungis verkfær-
in, og hafa þau þá í góðum
ílátum sem taka lítið pláss.
Almennt er gott að lær-
dómsumhverfið sé snyrti-
legt.
■ Í skúffum, svo sem undir
borðplötunni, er betra að geyma
pappíra, blöð, plastumslög undir
verkefni og annað sem gott er að
grípa til.
■ Ekki þarf að kaupa dýr ílát,
sultukrukkur eru til dæmis
fyrirtaksílát. Síðast en ekki síst
skiptir miklu máli að stóllinn
sé góður og á borðinu sé vinnu-
lampi.
ÖNNUR GÓÐ RÁÐ FYRIR
ÁRANGURSRÍKAN NÁMS
VETUR:
■ Finndu út hvaða að-
stæður henta þér best
fyrir heimalærdóminn.
Sumir læra betur við
undirleik tónlistar en aðrir
þurfa frið og ró.
■ Lestu stundum upphátt
og reyndu að sjá mikilvæg
atriði í námsbókunum fyrir þér
á myndrænan hátt. Notaðu liti
og merkingar sem henta þér til
að muna hlutina betur.
■ Fáðu nægan svefn og borðaðu
reglulega.
Röð og regla
í vetur
Þeir sem vilja ekki fjárfesta í sér-
stökum skriffærahirslum geta notast við
krukkur, blómapotta og bakka sem til
eru á heimilinu.
Óreiðukennt umhverfi getur hindrað
að árangur heimalærdóms verði sem
skyldi.
Sniðugt er að hafa ílát undir skriffæri
glær. Bæði virðist umhverfið þá stærra
og auðvelt er að sjá hvað leynist í
ílátunum.
Söngskólinn í Reykjavík
í allar deildir stendur yfir
fara fram 23-26. ágúst
INNRITUN
INNTÖKUPRÓF
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans
að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga www.songskolinn.is