Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 40
25. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Það getur gert gæfumuninn fyrir námsárangurinn að hafa námsgögn tiltæk á sínum stað, í snyrtilegu umhverfi heima fyrir og svo á réttum stað í skólatöskunni. Gott er að skipuleggja sig vel í byrjun hausts og koma sér upp ákveðnum vanaverkum. SKÓLATASKAN: ■ Til að námsbækurnar skemm- ist ekki og þær séu örugglega í skólatöskunni þegar á þarf að halda, sem og önnur námsgögn, er mjög mikilvægt að taka dag- lega til í töskunni. Gott er að gera ráð fyrir ákveðinni stund á hverjum degi til að fara yfir töskuna, henda nestisumbúðum og þvo ef þarf. Um leið er hægt að raða í hana öllu sem þarf að vera til staðar fyrir kennslu- stundir næsta dags. ■ Á sama hátt er gott að taka íþróttadót og slíkt til að kvöldi. ■ Öðru hverju er gott að tæma alveg töskurnar og hrista úr þeim úti á svölum og þvo ef það má og þarf. ■ Gott er að nota tösku sem hefur nokkur hólf fyrir minni hluti og er ekki eins og allar hinar töskurnar. Sumir eru með svartar töskur sem týn- ast auðveldlega og því er gott að skreyta töskuna einfaldlega með skærlitum límmiða eða binda litsterkan borða á hald- ið. SKRIFBORÐIÐ HEIMA: ■ Þar sem heimanáminu er sinnt, hvort sem er á sérstöku skrifborði eða við borðstofu- borð, skulu öll gögn alltaf vera tiltæk. ■ Ef lært er við borð- stofuborð er gott að koma sér upp sérstakri skúffu eða hillu þar sem dótið er geymt í röð og reglu á meðan borðið er notað til annarra hluta. Penna, liti og önnur skriffæri er gott að geyma í krukkum eða öðrum ílátum. Oft er gott að hafa þau glær til að sjá nákvæmlega útlit pennanna og blýantanna og hvort strokleður leynist á botninum. ■ Á borðplötunni sjálfri er þó ekki gott að geyma of mikið af dóti, heldur einungis verkfær- in, og hafa þau þá í góðum ílátum sem taka lítið pláss. Almennt er gott að lær- dómsumhverfið sé snyrti- legt. ■ Í skúffum, svo sem undir borðplötunni, er betra að geyma pappíra, blöð, plastumslög undir verkefni og annað sem gott er að grípa til. ■ Ekki þarf að kaupa dýr ílát, sultukrukkur eru til dæmis fyrirtaksílát. Síðast en ekki síst skiptir miklu máli að stóllinn sé góður og á borðinu sé vinnu- lampi. ÖNNUR GÓÐ RÁÐ FYRIR ÁRANGURSRÍKAN NÁMS VETUR: ■ Finndu út hvaða að- stæður henta þér best fyrir heimalærdóminn. Sumir læra betur við undirleik tónlistar en aðrir þurfa frið og ró. ■ Lestu stundum upphátt og reyndu að sjá mikilvæg atriði í námsbókunum fyrir þér á myndrænan hátt. Notaðu liti og merkingar sem henta þér til að muna hlutina betur. ■ Fáðu nægan svefn og borðaðu reglulega. Röð og regla í vetur Þeir sem vilja ekki fjárfesta í sér- stökum skriffærahirslum geta notast við krukkur, blómapotta og bakka sem til eru á heimilinu. Óreiðukennt umhverfi getur hindrað að árangur heimalærdóms verði sem skyldi. Sniðugt er að hafa ílát undir skriffæri glær. Bæði virðist umhverfið þá stærra og auðvelt er að sjá hvað leynist í ílátunum. Söngskólinn í Reykjavík í allar deildir stendur yfir fara fram 23-26. ágúst INNRITUN INNTÖKUPRÓF Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga www.songskolinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.