Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 22
22 25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR Undanfarið hafa fjölmiðla-konurnar Ellý Ármanns og Tobba Marinós fengið töluverða gagnrýni vegna orða sem Ellý lét falla í Fréttatímanum varðandi sjónvarpsþátt sem þær stöllur fara í loftið með á SkjáEinum nú í haust. Þar sagði Ellý þær ætla að fjalla um allt það sem mæðir á konum og taldi svo upp örfá dæmi. Sú upptalning hennar hefur farið fyrir brjóstið á mörg- um enda engan veginn tæmandi að þeirra mati, eðlilega ekki, kannski. Eðlilega ekki, segi ég enda efast ég um að hún hafi ætlað að telja upp umfjöllunarefni næstu mánaða í örstuttu blaðaviðtali. Flest slík viðtöl eru tekin í gegn- um síma og viðmæl- andi hefur stuttan tíma til að íhuga hvernig best sé að koma fyrir sig orði. Þegar ég las viðtalið við þær Ellý og Tobbu staðnæmdist ég einmitt við þetta svar Ellýjar, ekki vegna þess að það færi svo fyrir brjóstið á mér heldur hugsaði ég með mér: „Hún verður skot- in í kaf fyrir þetta!“ En það er einmitt þar sem hnífurinn stendur í kúnni, að mínu mati. Sjálf hef ég starfað sem blaðamaður á elsta og vin- sælasta kvennatímariti lands- ins, Vikunni, í fjögur ár auk þess sem ég stjórnaði kvennaspjall- þættinum Dyngjunni ásamt Nadiu Katrínu Banine síðastlið- inn vetur á SkjáEinum. Því má segja að ég sé hokin af reynslu í að fjalla um „allt það sem konur tala um“. Og veit ég vel að það sem við tölum um er ekki hægt að koma í eina setningu og eins að umræðuefnin eru misjöfn okkar á milli, það hvarflar ekki að mér að ætla öllum konum að vera að tala um það sama og hvað þá öllum stundum. Á þessum árum mínum í fjöl- miðlum hef ég fjallað um allt frá bleiuskiptum að staðalímyndum og allt frá því hvernig beri að velja varalit að því hvaða end- urmenntunarmöguleikar séu í boði og ég er viss um að margar konur hafi haft gaman af hvoru tveggja en ekki endilega aðeins öðru hvoru. Það er þó ekki aðal- málið í mínum huga heldur sú staðreynd að kona sem tekur þá ákvörðun að halda uppi sjón- varpsþætti sérstaklega miðuðum að kynsystrum sínum í hverri viku skuli eiga það á hættu að vera skotin í kaf. Eða, leyfið mér að endurorða, ekki aðeins eiga það á hættu, heldur „gjörðu svo vel, farðu í skotbyrgið og búðu þig undir stórhríð“. Og það jafn- vel áður en þátturinn fer í loftið. Þegar við Nadia fórum af stað með Dyngjuna síðasta vetur var hringt í mig frá Fréttablaðinu klukkutíma eftir að ég vissi að ég hefði fengið starfið. Ég var einmitt spurð að því sama og Ellý: Um hvað við ætluðum að fjalla. Ég svaraði eins vel og ég gat, enda voru aðeins nokkr- ar hugmyndir komnar á blað. Klukkutíma síðar hafði ég svo aftur samband við blaðamann- inn til að fá að bæta fleiri hug- myndum við sem höfðu ekki komið í huga mér í flýtinum áður. Þetta gerði ég einfaldlega til að reyna að koma í veg fyrir að vera „skotin í kaf“. Algjör- lega eðlilegur og réttmætur ótti af minni hálfu. Það eru gömul sannindi og ný að færri konur birtast á sjónvarps- skjáum okkar en karl- ar og því hljótum við öll að fagna breyting- um frá þeirri stefnu. Við þurfum ekkert að vera á einu máli um efnistökin, enda aldrei svo að hægt sé að þóknast öllum. Ég hef voða gaman af því að vera fín og sæt en ég fæ samt krump- aðar tær þegar konur fara að tala um megr- un og nýjustu línuna í naglalökkun og vin- konur mínar vita betur en að ræða hvaða augnskuggi sé best- ur við mig. Ég geri mér þó grein fyrir því að margar konur hafa einmitt sérlegan áhuga á þessu tvennu og þær mega það alveg mín vegna. Ég meira að segja fjalla um þetta og margt annað sem vekur ekkert endilega áhuga minn, enda er ég blaðamaður en ekki bloggari og skrifa ekki bara um hugðarefni mín eða bara fyrir mig. Þó svo að ég geti verið sam- mála ýmsu í gagnrýninni sem komið hefur upp í þessari umræðu og ég sé sammála því að við eigum ekki að ýta undir stöðluð hlutverk kynjanna og það sé gott að vera alltaf aðeins á tánum þá held ég að með því að ráðast hverjar á aðra á þennan hátt færum við einmitt kvenrétt- indabaráttuna aftur um áratugi. Umræða er af því góða en orrahríð og illindi ekki. Leyfum röddum kvenna að hljóma, alls konar röddum, og hættum að keppa um hver sé mesti femínist- inn – við erum það allar: Konur eru konum bestar! Með nýrri menntastefnu og menntalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2008 hafa orðið breytingar í leik-, grunn- og fram- haldsskólum. Aukin áhersla er á velferð nemenda og að nemend- ur læri um lýðræði í lýðræðislegu skólasamfélagi. Hlutverk fræðslu- yfirvalda og samtaka foreldra er að útfæra nýju lögin og upplýsa almenning um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum lögum og aðalnámsskrá. Auka þarf fræðslu til starfsfólks í skólum og ekki hvað síst upplýsa foreldra og nemendur um nýjar áherslur í skólastarfinu. Skólaráð eru nú starfandi í grunnskólum sem allir hagsmuna- aðilar innan skólans eiga aðild að. Ráðið er samráðsvettvang- ur skólastjóra og skólasamfélags um skólahaldið. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skóla- stjóri stýrir starfi skólaráðs sem skipað er níu aðilum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Þar eiga foreldrar og nemendur tvo full- trúa hvor ásamt kennurum, öðru starfsfólki skóla og einum aðila úr grenndarsamfélaginu. Bæði nemenda- og foreldrafé- lög skulu samkvæmt grunnskóla- lögum setja sér starfsreglur um kosningu fulltrúa í skólaráð og hafa flest foreldrafélög samþykkt slíkar reglur. Í grunnskólalögum er kveðið á um réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsum- hverfi, námstilhögun og fyrir- komulag skólastarfs, s.s. með setu í skólaráðum. Nokkuð ber á því að nemendafélög fái ekki þann undirbúning sem þau þurfa til að nemendur geti með góðu móti orðið virkir þátttakendur í skólaráðum. Í skýrslu um mann- réttindafræðslu hefur starfshópur á vegum mennta- og menningar- málaráðuneytisins sett fram til- lögur sem ætlað er að vera hug- myndagefandi fyrir skóla fyrir þann mikilvæga þátt í menntun barna að stuðla að virkri þátt- töku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Þar kemur fram að átt hefur sér stað vitundarvakning á undan- förnum árum um mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að styrkja sjálfa sig og undirbúa sig betur undir áskoranir daglegs lífs í síbreytilegum heimi. Markmið- ið með tillögunum er að auðvelda skólum að styrkja þennan þátt í menntun barna og ungmenna. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef ráðuneytisins: http://www.mennta- malaraduneyti.is/frettir/Forsidu- greinar/nr/4786. Þar er einnig bent á leiðir til að innleiða markmiðin í kennslu. Má nærri geta að tillög- ur þessar eru fagnaðarefni fyrir kennara og foreldra sem vinna saman að útfærslu 2. greinar nýrra grunnskólalaga. Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar, uppfræða þá og hvetja þá til lýðræðislegrar þátt- töku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mann- réttindi. Virk mannréttindavernd byggir á því að fólk þekki rétt sinn og virði réttindi annarra. Útfærsla nýrra menntalaga er m.a. á hendi fræðslunefnda á hverjum stað en foreldrar og almenningur eru helsta eftirlitið og aðhald á að lögum sé framfylgt. Skólar geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér og mikilvægt að borgararnir láti sig varða hvernig á er haldið og hvernig verklag og útfærsla á skólastefnu sveitarfélaga fer fram. Þar gegna foreldrafélög lykilhlut- verki. Allt miðar þetta að aukinni velferð okkar, betri líðan nemenda og auknum gæðum menntunar. Í grunnskólalögum er kveðið á um rétt- indi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri … … hættum að keppa um hver sé mesti femínistinn - við erum það allar: Konur eru konum bestar! Nemendafélög í grunnskólum „Ég er meiri femínisti en þú!“ Menntamál Helga Margrét Guðmundsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur Kvenréttinda- barátta Björk Eiðsdóttir blaðamaður AF NETINU Afturför í verslun Ég hef áður skrifað um hvað „handabandið“ má kosta, ekki síst þegar maður heldur sjálfur í bensíndæluna og þarf að afgreiða sig sjálfur. Um leið og maður lætur blekkjast að það sé gert í boði olíufélganna til að þú sparir. Hið rétta er auðvitað að þetta er gert til að eigendurnir sjálfir græði meira innan dyra. Afgreiðsla á rándýru eldfimu eldsneyti, jafnvel upp á tugþúsundir króna í hvert skipti, getur aldrei talist ódýr verslunarvara sem ekki verð- skuldar góða þjónustu. Þegar þú ætlast til að þjónustan sé til fyrir þig, en ekki öfugt. Myndastyttur af konum Sammála Jóni Gnarr um, að við þurfum styttu af Björk við Hörpuna, helzt mjög stóra. Samt ekki með ljósasjóvi, það er of gróft. Þurfum að skapa fleiri myndafæri fyrir ferðamenn. Björk er frægasti Íslendingurinn nú um stundir og gæti haft sama aðdráttarafl og Hallgrímskirkja. Þar er alltaf krökkt af ferðamönnum. Ég styð líka plebejíska eftirlíkingu af sögualdar-sverðinu á kafi í Melatorgi. Einkum vantar þó myndastyttu af Vigdísi Finnbogadóttur, sem markaði þáttaskil í samspili kynjanna. Ekki dugar, að bara séu til styttur af körlum. Björk og Vigdís eru kjörnar til að brjóta ísinn. http://jonas.is Jónas Kristjánsson Mánudaginn 12. september 2011 verða hlutabréf í Skeljungi hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Skeljungs hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verður ekki tekið við tilkynningum um eigendaskipti á bréfum félagsins 9.-11. september 2011. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Skeljungi hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Við rafræna útgáfu hlutabréfanna er nafnverð hvers hlutar ákveðið ein króna. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Skeljungs hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Skeljungs hf. að Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík, eða í síma / tölvupóstfangi 444-3000 / iak@skeljungur.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri fyrir skráningardag við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum framangreindum takmörkunum á tilkynningum um eigendaskipti 9.-11. september 2011. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína, svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun stofnar í þessu skyni VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins er kynnt framangreint bréfleiðis. Stjórn Skeljungs hf. INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA Í SKELJUNGI HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.