Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 26
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is Þeir eru líkari unglömbum en öldung- um tvíburabræðurnir Ármann og Sig- dór Sigurðssynir sem eru níræðir í dag. Þeir eru einmitt að ræða um hvernig verja eigi deginum þegar blaðamann ber að. „Ég er búinn að finna gjótu hér fyrir utan Hafnarfjörð sem ég get falið mig í,“ segir Sigdór grallaralegur. „Já, við Sigga verðum ekkert heima heldur,“ segir Ármann en tekur fram að þeir bræður ætli að halda upp á afmælið á laugardaginn. Bökunarilmurinn úr eld- húsinu hjá Sigríði Hrólfsdóttur, konu hans, gefur til kynna að þar verði gott með kaffinu. Fleiri fagnaðarefni eru í fjölskyld- unni því Sigdór og kona hans, Ída Heiður Jónsdóttir, eiga gullbrúð- kaupsafmæli á morgun. „Jú, jú, það er margheilagt,“ viðurkennir Sigdór. „Heilmikill pakki.“ Bræðurnir eru fæddir í Neskaup- stað og uppaldir í Norðfirði hvor á sínu heimili. „Ég var orðinn níu ára þegar ég sá þennan mann fyrst,“ segir Ármann og bendir á Sigdór. „Móðir okkar dó þegar við vorum mánaðar- gamlir og við systkinin fimm fórum hvert í sína áttina.“ Sigdór tekur við. „Ég var tekinn í fóstur á bæ í sveitinni sem hét Vindheimar en Ármann var hjá fólki í þorpinu. Okkur var báðum sagt að við ættum tvíburabróður en höfðum engan sérstakan áhuga á að hittast.“ Ármann tekur undir það. „Fóstra mín sagðist hafa farið með mig að Vindheimum en þá fór þessi heiðurs- maður til fjalls og faldi sig. Þannig að við hittumst fyrst í skóla níu ára gaml- ir.“ „Við áttum samt ekki sömu leik- félaga og urðum ekki vinir fyrr en um fimmtán ára aldur. Þá urðum við sam- lokur,“ botnar Sigdór. Ármann og Sigdór eru eineggja tví- burar og nauðalíkir enda segja þeir fólk hafa ruglað þeim saman í 90 ár. Sigdór nefnir dæmi. „Það var einn asskoti góður verkstjóri á Norðfirði sem sagði alltaf: „Ert þetta þú eða bróðir þinn?“ þegar ég kom til hans með hjólbörur að sækja kol.“ „Ég var um tíma togaraskipstjóri og Sigdór stýrimaður,“ rifjar Ármann upp. „Við komum til Reykjavíkur og þurftum að sinna ansi mörgum erindum. Þá fór Sigdór á suma staðina og skrifaði nafnið mitt, þannig gátum við nýtt tím- ann betur!“ Sigdór kveðst þrisvar hafa verið rekinn úr kennslustofu í Stýri- mannaskólanum því kennarinn hafi talið að hann væri Ármann. „Þú átt ekki að sitja hér. Þú ert í hinum bekkn- um, það veistu,“ sagði kennarinn. „Ég sá mér leik á borði, greip töskuna og ætlaði í frí en fávitarnir í bekknum gátu ekki þagað!“ Bræðurnir byrjuðu á sjó sextán og sautján ára. „Viðhorfið austur í Nes- kaupstað var þannig að annaðhvort kom maður sér út á sjó eða hélt áfram í beitningarskúrum. Það var ekki margt að gera,“ segja þeir og rifja upp að oft hafi þeir siglt með aflann, hvor á sínum bát, á stríðsárunum. Á seinni árum hafa þeir átt stangveiði að áhugamáli. Báðir hafa bræðurnir búið í Hafnar- firði frá 1955 og haldið þar hvor með sínu íþróttaliði til að geta verið ósam- mála. Rígurinn er þó ekki meiri en það að þeir ætla að halda veisluna á laugardaginn í Haukaheimilinu. „Það var Sigdór, sem stakk upp á því þótt hann haldi með FH,“ bendir Ármann á. „Já, afmælið verður frá 12 til 15 og allir vinir okkar eru velkomnir ef þeir nenna,“ segir Sigdór. Snýr sér að Ármanni. „En ef enginn mætir, hvað gerum við þá?“ „Þá kaupum við frysti- hús fyrir kökurnar,“ svarar Ármann að bragði. gun@frettabladid.is TVÍBURARNIR ÁRMANN OG SIGDÓR SIGURÐSSYNIR: ERU NÍRÆÐIR Í DAG Ert þetta þú eða bróðir þinn? EIGA GULLBRÚÐKAUP Á MORGUN Sigdór og kona hans, Ída Heiða Jónsdóttir. SIGDÓR OG ÁRMANN „Þegar við vorum á fraktskipunum vorum við alltaf svartir. Síðan er nóg að spáð sé sólskini,“ segja þeir þegar haft er orð á að þeir séu útiteknir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MOSAIK Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Hjördísar Lovísu Pálmadóttur. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Gjörgæsludeild- ar Sjúkrahúss Akureyrar. Einnig viljum við þakka þeim innilega, sem hafa gefið til líknarfélaga í hennar minningu. Pétur Haraldsson Fanney Bergþóra Pétursdóttir - Hafsteinn Lúðvíksson Haraldur Már Pétursson - Silja Einarsdóttir Úrsúla Nótt Siljudóttir - Helga Dís Hafsteinsdóttir Illugi Dagur Haraldsson - Ríkharður Pétur Hafsteinsson Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir, tengdasonur, mágur og frændi, Ragnar Heiðar Kristinsson húsasmíðameistari, Bæjarbrekku 10, Álftanesi, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 18. ágúst, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13. Ragnheiður Katrín Thorarensen Ingibjörg Magnúsdóttir Hulda Björk Ingibergsdóttir Kristín Þorvaldsdóttir Þorvaldur Jón Kristinsson Ólafur Kristinsson Þorbjörg Inga Jónsdóttir Oddur C.S. Thorarensen Unnur L. Thorarensen Elín Thorarensen Úlfar Örn Friðriksson Alma Thorarensen Sindri Sveinbjörnsson og frændsystkin Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför Stefaníu Ármannsdóttur Aðalstræti 62, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Hlíð og heimaþjónustu Akureyrarbæjar, og annarra sem aðstoðuðu í veikindum hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Baldur Sigurðsson. Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir, tengdamóðir, amma og systir, Jóhanna M. Aðalsteinsdóttir Hjallahlíð 19b, Mosfellsbæ, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 23. ágúst. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bendum á Minningarsjóð Karitas í síma 5515606 milli kl. 08.30 og 10.00 eða netfangið karitas@karitas.is Útförin verður auglýst síðar. Björn Júlíusson Unnur Björnsdóttir Ágúst Helgi Jóhannesson Erla Björnsdóttir Guðmundur Þór Reynisson Birna Björnsdóttir Sigursteinn Norðfjörð Kristjánsson Anna Lilja Björnsdóttir Hallgrímur Jónas Ingvason Sædís, Örvar, Tómas, Reynir Þór, Björn Emil, Jóhanna Iðunn. Anna Björk Aðalsteinsdóttir Lárus S. Aðalsteinsson Útför okkar ástkæra Hjálmars Vilhjálmssonar Dr. Philos. fiskifræðings, Ásvallagötu 18, Reykjavík, sem lést laugardaginn 20. ágúst, verður gerð frá Hallgrímskirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Kolbrún Sigurðardóttir Vilhjálmur Hjálmarsson Sigurður Stefán Hjálmarsson Jóhanna Erlingsdóttir Kristín Anna Hjálmarsdóttir Jón Þór Geirsson Ína Björg Hjálmarsdóttir Sigurður Þór Jónsson Vilhjálmur Hjálmarsson yngri barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Kristján G. Sveinsson fyrrverandi bifreiðarstjóri, Sóleyjarima 9, Reykjavík. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju í dag fimmtudag- inn 25. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Margrét Zúber Sveinsdóttir Guðbjörg Lóní Kristjánsdóttir Anna Lísa Kristjánsdóttir Leó E. Löve Aníta Margrét Aradóttir Kristján Jóhann Arason Anna Margrét Leósdóttir ÞÓRUNN ERLU-VALDIMARSDÓTTIR sagnfræðingur og rithöfundur er 57 ára í dag. „Ást manna og lands hlýtur að vera gagnkvæm.“ 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.