Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 60
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR36 Tónlist ★★★ Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Auður Gunnarsdóttir og Jónas Ingimundarson Byrjaði vel Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, sem eru haldnir á þriðjudagskvöldum, eru notalegar stundir. Tónleikasalurinn er ekki mikið stærri en rúmgóð stofa, og það myndast þægileg nálægð við flytjendur. Tónleikarnir taka klukkustund og það er ekkert hlé. Svo er hægt að fá sér kaffi og kruðerí á kaffistofu safnsins á eftir. Þar er útsýnið yfir sundin ein- staklega fagurt. Það er í rauninni synd að ekki séu haldnir þarna tónleikar allt árið um kring. Á þriðjudagskvöldið síðasta komu þar fram Auður Gunnarsdóttir sópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Fyrst fluttu þau þrettán íslensk þjóðlög í útsetningum Þorkels Sigurbjörnssonar. Það eru skemmtilegar útsetningar. Píanóröddin er hugvitsamleg og myndar litríkt mótvægi við sönginn. Hún er frjálsleg, jafnvel fantasíukennd, en samt alltaf í anda laganna. Tónleikarnir byrjuðu vel. Fyrsta lagið, Nátttröllið var stór- skemmtilegt í meðförum Auðar. Hún söng með tilþrifum, lék tröllið af svo mikilli innlifun að maður skellihló. Mörg önnur laganna voru líka kostuleg, eins og t.d. Gimbillinn mælti – sem kveinkar sér yfir því að verið er að mjólka móður hans og hann fær ekkert að drekka. Lagið var svo raunalegt í túlkun Auðar, og píanóleikurinn svo angurvær, að það fór langt yfir strikið og varð drepfyndið. Þrjú lög eftir Tryggva Baldvinsson voru næst, Þú ein, Krummi og Gömul ljósmynd. Þau voru fallega rómantísk og prýðilega mótuð. Helst mátti finna að því síðasta, en þar voru efstu söngtónarnir ekki alveg hreinir. Síðust á efnisskránni voru nokkur lög eftir sjálfan píanóleikarann, sem eru tiltölulega nýkomin út. Þau eru nokkuð misjöfn, laglínurnar fremur fálmkenndar og ekki grípandi. Píanóröddin skapar alls konar myndir til að undirstrika það sem sungið er um. Það er í rómantískum anda, þægilegt áheyrnar, en jaðrar við að vera klisjukennt. Hér varð maður ekki var við mikinn sannfæringarkraft hjá Auði. Ég hafði á tilfinningunni að hún hefði lagt minnstu vinnuna í þessi lög, samanborið við hin. Auðvitað þarf svo ekki að vera. En útkoman var alltént ekki krass- andi. Óneitanlega fremur óspennandi endir á annars ágætum tónleikum. Jónas Sen Niðurstaða: Oftast prýðilegur flutningur. En lögin sjálf voru misbitastæð. Nýtt sýningarár er að ganga í garð hjá Íslenska dansflokknum. Fjögur verk eru á dagskrá Íslenska dans- flokksins auk annarra viðburða og sýninga erlendis. Þekktir erlendir danshöfundar leggja dansflokkn- um lið, þar á meðal hinn ísraelski Ohad Narin. Starfsárinu verður hleypt af stokkunum í september með haust- sýningunni Fullkominn dagur til drauma eftir Anthon Lacky, félaga úr danshópnum Les Slovaks sem sýndi hér á Listahátíð í vor. Full- komnum degi til drauma er lýst sem óði til dansins, þar sem Lacky leitast við að draga fram sérkenni hvers dansara og flétta saman við sinn persónulega stíl, undir tónlist Verdis. Dúettinn Svanurinn eftir Láru Stefánsdóttur verður fluttur aftur í nóvember. Sýningin var frum- flutt 2008 en verður sett upp aftur í haust í kjölfar velgengni á danshátíð í Austurríki í sumar. Einn af hápunktum ársins verð- ur án efa sýningin Minus 16 eftir Ísraelann Ohad Narin í febrúar. Narin er einn rómaðasti danshöf- undur heims en Íslenski dansflokk- urinn fékk styrk frá Auroru vel- gerðasjóði til að setja verkið upp. Sama kvöld verður Grossstadt- safari eftir Jo Strömgren flutt aftur en bæði verkin verða einnig flutt í Hofi á Akureyri í mars. Í apríl býður Dansflokkurinn upp á óhefðbundið verkefni sem nefnist Ferðalag. Nýjar íslensk- ar dansmyndir verða frumsýnd- ar og leikið með listformið á óvenjulegum vettvangi. Loks má geta að verkið Tran- saqunia – Into Thin air eftir Ernu Ómarsdóttur verður sýnt í tengslum við Bókamessuna í Frankfurt í haust. Nýtt sýningarár hjá Íslenska dansflokknum ÚR GROSSSTADTSAFARI Verk Jo Strömgren verður flutt aftur í vetur, í þetta sinn á Stóra sviðinu og í Hofi á Akureyri. Byltingin var gagnslaus!!! nefnist fjórða samsýning Hlyns Hallssonar og Jónu Hlífar Halldórsdóttur, sem opnuð verður á Akureyri á laugardag. Sýningin er lokahnykkur á þríleiknum Áfram með smjörlíkið frá því í fyrra, þar sem rýnt var í hrunið og eftirmál þess. Myndlistarmennirnir Hlynur Halls- son og Jóna Hlíf Halldórsdóttir héldu þrjár samsýningar í fyrra undir heitinu Áfram með smjör líkið, þar sem fjallað var um góðærið, hrunið og afleiðingar þess. Á síð- ustu sýningunni, sem haldin var í Listasafni ASÍ, var gestum boðið að skrifa hugmyndir fyrir Nýja Ísland á smjörpappír, sem síðan var fleygt í ruslafötu. Hlynur og Jóna Hlíf hafa nú unnið bókverk í níu bind- um úr smjörpappírnum og verður það þungmiðjan í sýningunni Bylt- ingin var gagnslaus!!! sem opnar í GalleríBox á Akureyri á laugardag. „Upphaflega áttu þetta bara að vera þessar þrjár sýningar,“ segir Jóna Hlíf, „en við ákváðum að bæta þeirri fjórðu við sem eins konar samantekt.“ Auk bókverksins verða á sýn- ingunni textainnsetningar og ljós- myndir en yfirskrift sýningarinn- ar er sótt í veggjakrot fyrir aftan Hallgrímskirkju og prýðir mynd af því plakat sýningarinnar. Jóna Hlíf segir titilinn, sem og annan texta í verkinu, fyrst og fremst ætl- aðan til að vekja upp spurningar og hugleiðingar. Sama tilgangi þjón- ar textaverk eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson, sem er skrifað í anda upphrópunarkenndra bloggkom- menta og Facebook-færslna. Gest- ir geta bæði lesið textann í heild sinni og eins vinnur Jóna Hlíf út frá honum í innsetningum sínum. Bókverkið á sýningunni er aðeins til í einu eintaki en Jóna Hlíf segir þau Hlyn vera að ræða hugmyndir um að koma verkinu í aðgengilegt form til frambúðar. Byltingin er gagnlaus!!! er liður af Akureyrarvöku. Sýningin stend- ur til 11. september. bergsteinn@frettabladid.is SMJÖRPAPPÍRSBYLTINGIN Fjórar aukasýningar á sýn- ingu Charlotte Bøving „Þetta er lífið … og om lidt er kaffen klar“ verða í Iðnó í september. Sýningin er óður til lífsins; hugleiðingar, sögur og söngur í flutningi Charlotte. Kabarettinn gekk fyrir fullu húsi í Iðnó allan síðasta vetur og var Charlotte tilnefnd til Grímuverðlauna sem besta söngkonan. Í sýningunni segir Charlotte frá á íslensku á milli þess sem hún syngur á dönsku kvæði eftir Benny Andersen, Piet Hein, Tove Ditlevse, Half- dan Rasmussen, Jóhann Sigur- jónsson og fleiri. Undirleik annast Pálmi Sigur hjartarson og Agnar Már Magnússon. Þetta er lífið áfram í Iðnó JÓNA HLÍF OG HLYNUR Sýna bókverk í níu bindum sem samanstendur af hugmyndum fyrir nýtt Ísland sem gestir á fyrri sýningu skrifuðu á smjörpappír. Hjartans þakkir: Á allra vörum safnar fyrir nýju barnahjartasónartæki í samstarfi við Neistann og á morgun verður söfnunar- og skemmtiþáttur á SkjáEinum. Þátturinn hefst kl. 21:00 og kemur fjöldi frábærra listamanna fram. Taktu kvöldið frá og leggðu hjartveikum börnum lið! 70 lítil hjörtu þurfa lækningu á hverju ári SÖFNUNARÞÁTTUR Í OPINNI DAGSKRÁ Á SKJÁEINUM Á MORGUN Hringdu núna til að styðja söfnunina: 903 3000 903 4000 og þú gefur 1.000 kr. og þú gefur 3.000 kr. 903 1000 og þú gefur 4.000 kr. Fí t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.