Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 66
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR42 folk@frettabladid.is Kántrísöngkonunni LeAnn Rimes brá heldur í brún þegar gestur veitingahúss vatt sér að henni og skammaði hana fyrir að vera of mjó. Rimes, sem sat að snæðingi ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Eddie Cibrian, var mjög brugðið og skrifaði svo reiðilestur til konunnar á samskiptavefnum Twitter þegar heim var komið. „Hvernig vogaði hún sér að koma upp að borðinu mínu og segja mér að borða meira? Er ekki allt í lagi með fólk? Á meðan ég þarf að borða meira þarf hún að læra mannasiði.“ Holdafar Rimes hefur verið í kastljósi fjölmiðla en hún þykir vera of mjó og hafa grennst hratt síðustu mánuði. Þykir of mjó REIÐ Á VEITINGAHÚSI Söngkonan LeAnn Rimes fékk að heyra það frá veitingahúsagesti sem hvatti hana til að borða meira. NORDICPHOTO/GETTY 2 Friðrika Hjördís Geirs- dóttir hefur eytt öllu sumr- inu í að undirbúa nýjan matarþátt fyrir Stöð 2. Sam- kvæmt síðustu tölum hefur hún líka selt tuttugu þús- und eintök af tveimur mat- reiðslubókum sem komu út á þessu ári. „Þetta er bara búið að vera enn ein meðgangan,“ segir Friðrika Hjör- dís Geirsdóttir sjónvarpskona. Hún hefur selt, samkvæmt síð- ustu tölum, tuttugu þúsund ein- tök af matreiðslubókunum sínum tveimur sem komið hafa út á síð- astliðnum níu mánuðum; annars vegar Léttir réttir og hins vegar Bollakökubókin. Friðrika segir þetta vera skemmtilegar tölur. „Maður er auðvitað þakklátur fyrir þessar viðtökur og ég hafði ekki alveg gert mér grein fyrir þessu.“ Friðrika er síður en svo hætt allri útgáfustarfsemi því í októ- ber kemur út þriðja bókin sem unnin er í tengslum við nýja mat- reiðsluþætti á Stöð 2. Hún gæti því mögulega náð hálfgerðri Arnald- ar Indriða-stöðu hvað sölu varðar þótt sjónvarpskonan geri lítið úr þeim samanburði. „Hann verður alltaf á toppnum.“ Friðrika hefur því átt lítið sumar frí, hún hefur eytt því í að undirbúa þáttaröðina enda segir hún að kyrrseta eigi ekki við sig. „Þarna fær athyglis- bresturinn að njóta sín til fullnustu.“ Hún segist jafn- framt njóta þess að vinna við matar- gerðarþætti enda reyni hún alltaf að finna eitthvað nýtt til að gera. „Núna ætlum við til að mynda að ferðast um heiminn án þess að stíga fæti út úr eldhúsinu. Eitt land í einu verður tekið fyrir í hverjum þætti og kynnt- ir til leiks réttir sem fólk tengir við það.“ freyrgigja@ frettabladid.is HEFUR SELT 20 ÞÚSUND BÆKUR GÓÐUR ÁRANGUR Friðrika Hjördís Geirsdóttir hefur selt tuttugu þúsund eintök af tveimur mat- reiðslubókum sínum á aðeins níu mánuðum. MILLJÓNIR MANNA borguðu sig inn á vefsíðu sem sýnir gamalt kynlífsmyndband Kim Kardashian og rapparans Ray J um svipað leyti og raunveruleikastjarnan gekk að eiga Kris Humphries. Venjulega er vefsíðan með 300 þúsund gesti. Google greinir frá því að írskir karlmenn voru duglegastir við að hala niður myndbandinu. Það munar miklu að vera í Námunni Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, 16 ára og eldri. Lögð er áhersla á þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og fjölbreytt fríðindi. Þú færð Auntsdesign bolinn til styrktar Neistanum á eftirtöldum útsölustöðum: Rita Bæjarlind 6 og Eddufelli 2. Nordic Store, Lækjargata 2. Neistinn, Síðumúla 6. Auntsdesign-Studio, Hlíðasmára 8. Kúnígúnd Kringlunni og Laugarveg 53. Hús Handanna, Egilstöðum. Fríhöfnin - Rammagerðin. Álafoss, Kvosinni Mosfellsbær. Hrím Hönnunarverslun, Hofi Menningarhúsi og Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri. Baðhúsið, Brautarholti 20. www.auntsdesign.is Íslensk hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.