Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 58
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR34 34 menning@frettabladid.is Netleikhúsið Herbergi 408 í sam- starfi við Mobile Homes sýnir verkið School of Transform- ations í Tjarnarbíói í kvöld. Höf- undar verksins eru Steinunn Knútsdóttir og Zoe Christiansen. School of Transformations er gagnvirkt leikverk um internet- ið, hinn hnattræna leikvöll þar sem sviðsetning, neysluhyggja og langanir stýra hegðun manna. Í verkinu sest áhorfandinn á skóla- bekk og lærir að skilja betur afleiðingar þess sem hann kýs, um leið og frumstæðar hvatir hans og kraftar veita honum færi á að nýta menntun sína tafarlaust. Steinunn Knútsdóttir er for- sprakki netleikhússins Herbergi 408, sem síðast sýndi Jöklaleikhús- ið í apríl síðastliðnum. Að þessu sinni vinnur hún með Zoe Christ- ansen og leikhúsi hennar Mobile Homes frá Ósló. Leikarar í verkinu Ólöf Ingólfs- dóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Magnús Guðmundsson, Karl Flym- ann, Håkon Vassvik, Line Svend- sen og Ásrún Magnúsdóttir. Sýn- ingin er á ensku og tekur um fimm klukkustundir með tveimur hléum. Gagnvirk frumsýning í Tjarnarbíói ÚR SCHOOL OF TRANSFORMATION Nýjasta verk netleikhússins Herbergi 408 í samstarfi við Mobile Home. Hjalti Sigfússon ljósmyndari opnar ljósmyndasýningu sína Réttir í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, á morgun, föstudaginn 26. ágúst. Á sýningunni eru myndir sem Hjalti hefur tekið síðustu ár af bændum, búfénaði og aðkomumönnum í Haukadalsréttum í Dalasýslu. Þar er jafnan margt um manninn og þangað leggja margir leið sína úr bænum til að aðstoða bændur við smölun. Hjalti, sem fæddur er 1984, sigraði í ljósmyndasamkeppni sem haldin var á vegum Flickr@ Iceland, Höfuðborgarstofu og Menningarnætur 2010. Hann hefur mikinn áhuga á íslenskri náttúru og bera myndir hans þess merki. Sýningin stendur yfir til 19. október og er opin virka daga frá klukkan 12 til 19 og um helgar frá 13 til 17. Aðgangur er ókeypis. Réttir í Skotinu SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR Heldur erindi um verkefnið Stefnumót hönnuða og bænda, þar sem einni elstu stétt landsins er stefnt saman við þá eina yngstu til að skapa nýjar afurðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gildi hönnunar frá ýmsum sjónarmiðum verður í brennidepli á ráðstefnunni Nýr farvegur í Hörpu á morgun. Erlendir og inn- lendir fyrirlesarar halda erindi, þar á meðal Sigríður Sigurjónsdóttir, sem ræðir samstarf vöruhönnuða og bænda. Á ráðstefnunni Nýr farvegur verður fjallað um hönnun frá sjónarhóli samfélags, umhverf- is, efnahags og framtíðar. Meðal álitamála sem reifuð verða eru áhrif hönnunar á velgengni fyrirtækja, samfélagsgildi hönn- unar og hönnunardrifin nýsköpun. Á annan tug fyrirlesara úr ólíkum áttum halda erindi, þar á meðal Sigríður Sigurjónsdóttir, vöruhönnuður og forsvarsmaður samstarfsverkefnisins Stefnumót hönnuða og bænda í Listaháskóla Íslands. „Stefnumót hönnuða og bænda er frumkvöðlaverkefni þar sem ein elsta starfstétt landsins og ein yngsta eru leiddar saman til að skapa nýja afurð,“ segir Sig- ríður. „Nemendur hafa sótt nám- skeið í Listaháskólanum sem gengur út á að heimsækja bænd- ur, skoða hráefnið, afurðirnar og aðstæður og koma með tillögur að nýjum matvörum út frá því. Á hverju ári er eitt verkefni valið til áframhaldandi þróunar í samstarfi við sérfræðinga, þar til það er þróað og sett á markað.“ Meðal afurða sem litið hafa dags- ins ljós fyrir tilstilli verkefnisins er skyrkonfekt, rabarbarakara- mella, sláturkaka og blóðbergs- drykkur. Sigríður segir ákveðna huga- farsbreytingu hafa átt sér stað meðal neytenda gagnvart land- búnaðarvörum og bændur bregðist í auknum mæli við því. „Fólk er farið að gera auknar kröfur um rekjanleika og bænd- ur hafa brugðist við því með þjónustunni Beint frá býli.“ Samstarf vöruhönnuða og bænda gengur þó ekki aðeins út á ásýnd og umbúðir vörunnar, bendir Sigríður á, heldur bein- línis að þróa nýja vöru frá upp- hafi til enda. Markmiðið er að það skapi efnahagslegan ávinning og hvetji bændur til að auka vægi nýsköpunar og þverfaglegrar samvinnu í framleiðslunni. Samstarfsverkefnið var til þriggja ára og er nú að renna sitt skeið á enda en Sigríður segir það þegar hafa skilað árangri. „Sífellt fleiri bændur eru farnir að hafa samband og spyrjast fyrir um samstarf,“ segir hún. „Við höfum beint þeim á nemendur sem hafa lokið námi í vöruhönn- un og ég veit um að minnsta kosti þrjú samvinnuverkefni bænda og vöruhönnuða fyrir utan skólann. Það segir okkur að verkefnið er farið að vinda upp á sig, sem var alltaf markmiðið.“ Ráðstefnan er opin öllum og fer fram á ensku. Skráning fer fram á midi.is. bergsteinn@frettabladid.is Gildi hönnunar í víðu ljósi 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Einn dagur - kilja David Nicholls Indjáninn - kilja Jón Gnarr Dönsk íslensk orðabók - gul Orðabókaútgáfan Stóra Disney köku- og brauðbókin - Walt Disney Frelsarinn - kilja Jo Nesbø METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 17.08.11 - 23.08.11 Ensk íslensk orðabók - gul Orðabókaútgáfan Íslensk dönsk /Dönsk íslensk vasaorðabók Punktur, punktur, komma, strik - kilja - Pétur Gunnarsson Íslenskur fuglavísir - nýr Jóhann Óli Hilmarsson Sjálfstætt fólk Halldór Laxness VINNUSMIÐJA Í HAFNARHÚSINU LORNALAB OG LISTASAFN REYKJAVÍKUR standa fyrir vinnusmiðju í Hafnarhúsinu á laugardag klukkan 13 til 17. Hannes Högni Vilhjálmsson, forritari og vísindamaður við Háskólann í Reykjavík, kynnir þar forritunarmálið Processing, tölvutækni sem fellur vel að gagnvirkri listsköpun. Þátttakendur koma með eigin fartölvur og geta sótt forritunarumhverfið ókeypis á netinu. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri forritunarkunnáttu. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.