Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 64
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR40
bio@frettabladid.is
> STILLER FÆR CHAPLIN
Ben Stiller fær hin virtu Charlie
Chaplin-verðlaun Bafta-sam-
takanna í Los Angeles. Þetta
var tilkynnt á þriðjudag.
Verðlaunin verða afhent
við hátíðlega athöfn 30.
nóvember.
Á fyrstu árum níunda ára-
tugar síðustu aldar fylgd-
ust sjónvarpsáhorfendur
(aðallega konur) með þátt-
unum Húsið á sléttunni. Þar
steig sín fyrstu skref ungur
strákur sem hefur tekið sér
sinn tíma til að komast á
toppinn.
Jason Bateman leikur aðalhlut-
verkið í kvikmyndinni Change-
Up á móti Ryan Reynolds. Bate-
man leikur fjölskylduföður sem er
öfundsjúkur út í vin sinn, leikinn
af Reynolds, en hann hefur vart
undan að sofa hjá föngulegu kven-
fólki. Eitt kvöld skipta þeir hins
vegar um líkama og fá að upplifa
líf hvors annars með kostulegum
uppákomum.
Bateman steig sín fyrstu skref
í leiklist hjá frægri bandarískri
sjónvarpsfjölskyldu, hinni hjarta-
góðu Ingalls-ætt í Walnut Grove í
Minnesota. Bateman fór þar með
hlutverk James Cooper Ingalls
sem Ingalls-fjölskyldan ættleiddi
eftir sviplegt fráfall foreldra
hans. Hlutverkið varaði í 21 þátt
en framtíð hins tíu ára gamla leik-
ara var ráðin.
Jason Kent Bateman, eins og
hann heitir fullu nafni, er fæddur
1969. Hann er sonur Kents Bate-
man sem var áhrifamaður í Holly-
wood, og flugfreyju. Ingalls-hlut-
verkið gerði það að verkum að
leikarinn fékk mörg hlutverk í
misgóðum sjónvarpsseríum auk
þess sem hann birtist af og til í b-
myndum sem aldrei skiluðu neinu
bitastæðu til baka.
Það var því ekki fyrr en sjón-
varpsframleiðandinn og hand-
ritshöfundurinn Mitchell Hur-
witz kom með hlutverk til hans
sem var klæðskerasniðið fyrir
sérstakan gamanleik og jafnvel
hreim Batemans; gamanþáttaröð-
ina Arrested Development. Sögu-
þráðurinn og persónurnar voru
ólíkar öllu því sem bandarískir
áhorfendur áttu að venjast, gagn-
rýnendur elskuðu þá og þættirnir
voru tilnefndir til fjölda Emmy og
Golden Globe-verðlauna og hlaut
Bateman meðal annars þau síðar-
nefndu fyrir leik sinn í þáttunum.
En í bandarískum sjónvarpsiðnaði
gildir aðeins eitt lögmál: áhorfs-
tölur og Arrested Development
náði aldrei neinu flugi á því sviði.
Fox-sjónvarpsstöðin ákvað því
að hætta framleiðslu þeirra eftir
aðeins þrjú ár. Hins vegar er nú
unnið að handriti fyrir bíómynd
um Bluth-fjölskylduna.
Bateman naut engu að síður
góðs af þáttunum. Hann fékk loks
hlutverk í kvikmyndum á borð við
Juno, State of Play og Up in the
Air eftir Jason Reitman. Bateman
hefur síðan haft í nægu að snúast
á þessu ári en auk The Change-Up
lék hann í kvikmyndunum Paul og
Horrible Bosses.
freyrgigja@frettabladid.is
Ingalls-krakki á nýrri braut
Á UPPLEIÐ Þrátt fyrir að hafa verið lengi að í Hollywood má kannski segja að
ferill Jasons Bateman stefni upp um þessar mundir. Hann leikur aðalhlutverkið í
gamanmyndinni Change-Up.
Ben Affleck hefur samkvæmt
fréttum vestanhafs samþykkt að
leika aðalhlutverkið og leikstýra
nýrri hasarmynd frá Joel Silver,
framleiðanda Lethal Weapon-
myndanna og Die Hard.
Myndinni hefur verið gefið
vinnuheitið Line of Sight og verð-
ur nokkuð óvenjuleg í sniðum því
hún mun segja söguna frá sjónar-
hóli eins manns og verður tekin
upp líkt og fyrstu persónu skot-
leikur í tölvum. Peter O‘Brien,
sem skrifaði handritið að tölvu-
leiknum Halo: Reach, hefur verið
beðinn um að skrifa handritið að
myndinni.
Nýlega var frá því greint að
Affleck og eiginkona hans, Jenni-
fer Garner, ættu von á sínu þriðja
barni og því er í mörg horn að líta
hjá Hollywood-stjörnunni. Næsta
mynd sem hann leikur í er hins
vegar kvikmyndin Argo og sögu-
þráður hennar lofar nokkuð góðu.
Hún fjallar um hóp CIA-njósnara
sem smygla sér inn í Íran í líki sci-
fi kvikmyndagerðarmanna. Meðal
mótleikara Afflecks í myndinni
eru John Goodman og Alan Arkin.
Affleck í nýrri hasarmynd
Eftir mögur ár í Hollywood hefur
Antonio Banderas snúið aftur í arma
spænska leikstjórans Pedros Almodóv-
ar því kvikmyndin La piel que habito er
fyrsta kvikmynd þeirra tveggja í 21 ár.
Myndin var frumsýnd í Cannes fyrr á
þessu ári og fékk afbragðsgóða dóma.
Almodóvar reynir sig við vísinda-
skáldskap í fyrsta sinn en höfuðein-
kenni hans eru aldrei langt undan.
Myndin er byggð á skáldsögunni Tar-
antula eftir Thierry Jonquet og segir
frá lýtalækninum Robert Ledgard sem
segist hafa fundið upp fullkomið skinn.
Hann tekur jafnframt fram að hann
hafi eingöngu prófað skinnið á tilrauna-
músum en það er ekki alveg sannleik-
anum samkvæmt.
Banderas hefur ekki átt sjö dagana
sæla á hvíta tjaldinu í Hollywood og
hefur helst alið manninn í arfaslökum
B-myndum. Það er því ekkert
skrýtið að hann skuli leita aftur
á náðir Almodóvars en spænski
kvikmyndarisinn á einna helst
heiðurinn af glæstum ferli Band-
eras. Hann gaf leikaranum sitt
fyrsta tækifæri í Laberinto de pas-
iones sem frumsýnd var 1982 og
tveimur árum seinna var Band eras á
allra vörum fyrir frammistöðu sína í
La ley del deseo. Það var svo með kvik-
myndunum Konur á barmi taugaáfalls
og Bittu mig, elskaðu mig, báðar eftir
Almodóvar, að Banderas fór vestur um
haf til Hollywood.
Banderas snýr aftur til Almodóvars
Íslensku kvikmyndinni Á annan
veg hefur verið boðið að keppa á
San Sebastian-kvikmyndahátíðinni
á Spáni. Leikstjóri er Hafsteinn
Gunnar Sigurðsson en hátíðin fer
fram 16.-24. september. Myndin
keppir í New Directors Award-
flokknum en hann er tileinkaður
fyrstu eða annarri mynd leikstjóra.
Til mikils er að vinna því fyrstu
verðlaun eru 90 þúsund evrur sem
skiptast jafnt á milli leikstjóra og
spænskra dreifingaraðila.
Á annan veg fjallar um tvo vega-
vinnukarla á 9. áratug síðustu
aldar sem vinna við afskekkta
fjallvegi. Þeim kemur ákaflega illa
saman til að byrja með en þegar
lífið tekur óvænta stefnu læra þeir
að meta félagsskap hvor annars.
Með aðalhlutverkin í myndinni
fara þeir Sveinn Ólafur Gunnars-
son, Hilmar Guðjónsson og Þor-
steinn Bachmann.
Keppir á Spáni
KOMINN HEIM Antonio Band-
eras er kominn aftur heim og
leikur að nýju undir stjórn
Pedros Almodóvar í kvikmynd-
inni La piel que habito.
TIL SPÁNAR Mynd Hafsteins Gunnars
Sigurðssonar, Á annan veg, keppir á San
Sebastian-kvikmyndahátíðinni.
NÝ TEGUND AF HASAR Ben Affleck
hefur tekið að sér aðalhlutverkið í
kvikmyndinni Line of Sight.
Sambíóin ætla að blása til Kvik-
myndadaga í Kringlunni og sýna
kvikmyndir sem farið hafa sigur-
för um heiminn. Opnunarmynd
hátíðarinnar verður Tree of Life
eftir Terence Malick en hluti
hennar var tekinn hér á landi.
Með aðalhlutverkin fara
þeir Brad Pitt og Sean Penn.
Myndin vann Gull pálmann á
Cannes á þessu ári.
Þá verður dýrasta
kvikmynd Asíu, Red
Cliff, einnig sýnd á
hátíðinni en hún er
eftir John Woo sem
hefur getið sér gott
orð fyrir hasarmyndir sínar í
Hollywood. Sambíóin ætla einnig
að sýna Beaver, kvikmynd Mels
Gibson í leikstjórn Jodie Foster en
hún er fyrsta kvikmynd ástralska
leikarans eftir stöðug vandamál
í einkalífinu. Þá verður myndin
Fair Game sýnd en hún skart-
ar Sean Penn og Naomi Watts
í aðalhlutverkum.
Veisla í Sambíóunum
CANNES-MYND Tree of Life
með Sean Penn og Brad
Pitt í aðalhlutverkum verður
frumsýnd á Kvikmynda-
dögum Sambíóanna sem
hefjast á föstudaginn.
Ný fjölmiðlakönnun Capacent Gallup
staðfestir vinsældir Fréttablaðsins.
Rúmlega 72% íbúa höfuðborgarsvæðisins
á aldrinum 18-49 lesa að meðaltali hvert
tölublað Fréttablaðsins - nær þrefalt fleiri
en lesa næsta dagblað þar á eftir.
Fólkið í
landinu les
Fréttablaðið
Allt sem þú þarft...
Prentmiðlakönnun Capacent Gallup.
Apríl til júní 2011, meðallestur á tölublað.