Fréttablaðið - 25.08.2011, Side 16
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR16
Það er engin ástæða til þess
að borða megrunarduft til
að ná af sér aukakílóum
sem mögulega hafa bæst
við eftir grillmat sumars-
ins, feitar sósur, vín og ís.
Líkamsrækt eins og sund og
daglegar gönguferðir koma
öllum í gott form, hvort sem
þeir þurfa að léttast eða
ekki, auk þess sem hreyfing
er góð gegn haustdepurð.
Nú þegar hausta tekur eru
auk þess alls konar tilboð
í líkamsræktarstöðvunum
sem vert er að skoða.
Hjá Actic-líkamsræktarstöðv-
unum, sem eru níu talsins víðs
vegar um landið, er til dæmis til-
boð á árskorti í Kópavogsstöðv-
unum en þar kostar það 29.990 kr.
til 20. september. Eftir það kost-
ar árskortið í Kópavogi 35.990 kr.
Kortin hjá Actic gilda í líkams-
rækt og sund í því sveitarfélagi
sem þau eru keypt. Á heimasíðu
Actic, www.nautilus.is, er að finna
upplýsingar um fleiri tilboð.
Baðhúsið í Reykjavík er heilsu-
lind fyrir konur. Árskortið þar
kostar 62.900 kr. Heimasíða Bað-
hússins er www.badhusid.is.
Líkamsræktarstöðin Hress í
Hafnarfirði býður árskortið á 54
þúsund kr. til 1. september. Eftir
það kostar almennt árskort 61.990
kr. Heimasíðan er www.hress.is. Á
henni sést meðal annars að árskort
fyrir námsmenn kostar 43.990 kr.
Fleiri tilboð eru jafnframt í boði.
Árskort hjá líkamsræktarstöð-
inni Hreyfingu í Glæsibæ í Reykja-
vík kostar 64.692 kr. Þar er hægt
að fá svokallaðar Blue Lagoon
Spa-meðferðir, sams konar með-
ferðir og veittar eru í Bláa lóninu í
Grindavík. Upplýsingar um tilboð,
meðal annars sérstaka fjölskyldu-
aðild og skólaaðild, er að finna á
heimasíðunni www.hreyfing.is.
Í líkamsræktarstöðinni Sport-
húsinu í Kópavogi kostar árskort
með aðgangi að sundlaugum
ÍTR 61.000 kr. en 68.280 kr. með
aðgangi að sundlaugum ÍTK.
Íþróttaskóli Latabæjar er í Sport-
húsinu og eru námskeiðin fyrir
krakka á aldrinum 3 til 6 ára. Sjá
nánar á heimasíðunni www.sport-
husid.is.
World Class er með líkams-
ræktarstöðvar á níu stöðum á
höfuðborgarsvæðinu. Árskortið
hjá World Class kostar 69.760 kr.
Öllum kortum fylgir aðgangur að
öllum stöðvunum ásamt aðgangi
að Laugardalslaug, sundlauginni
á Seltjarnarnesi og Lágafellslaug.
Sjá nánar um tilboð á www.world-
class.is.
Vert er að hafa í huga að ýmis
fyrirtæki og stéttarfélög bjóða
styrki í líkamsrækt.
ibs@frettabladid.is
16
hagur heimilanna
Skólabækur fyrir framhaldsskóla hafa lækkað í verði
um allt að 33 prósent milli ára, samkvæmt nýrri
verðlagskönnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði
verð á bókum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu
miðvikudaginn 17. ágúst síðastliðinn.
Verð var kannað á 23 algengum kennslubókum sem
framhaldsskólanemar þurfa að kaupa. Verð bókanna
hækkaði mest hjá Pennanum Eymundsson milli ára
en lækkaði á sama tíma hjá Griffli, Office 1 og Iðnú.
Verðmunur milli verslana hefur aukist milli ára.
Til að mynda hefur stærðfræðibókin „Stærðfræði
3000“ hækkað um 6 prósent í verði hjá Pennanum
Eymundsson, stóð í stað hjá Bóksölu stúdenta, en
lækkaði um 14 prósent hjá Office 1.
Mesta hækkun á milli ára var hjá Pennanum
Eymundsson sem hefur hækkað verðið á 18 titlum af
þeim 23 sem skoðaðir voru, en hækkunin var undir
tíu prósentum í flestum tilvikum.
Mesta lækkun á milli ára var hjá Office 1, en þar
hafði verðið lækkað á 16 bókatitlunum af 17 sem
fáanlegir voru. Lækkunin var oftast á bilinu tíu til
tuttugu prósent.
Mesta hækkunin á milli ára var á enskubókinni
„Lord of the Flies“ sem hækkaði um 53 prósent hjá
Bóksölu stúdenta. Mesta lækkunin á milli ára var á
sömu bók hjá Griffli um 33 prósent.
Verð var kannað í Bóksölu stúdenta Hringbraut,
Pennanum Eymundsson Kringlunni, Office 1
Skeifunni, Griffli Skeifunni og Bókabúðinni Iðnú
Brautarholti. - sv
Ný verðkönnun ASÍ sýnir verðlækkun á skólabókum á milli ára:
Hafa lækkað um 33% síðan í fyrra
SKÓLABÆKUR Könnun ASÍ sýnir mikinn verðmun á skólabók-
um á milli verslana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Verð hjá líkamsræktarstöðvum
Actic Baðhúsið Hress Hreyfing Sporthúsið World Class
Stakur tími - 2.000 1.400 1.500 1.500 1.900
1 mán. - 11.900 11.990 10.900 11.900 12.990
3 mán. - 25.900 23.990 24.900 24.900 29.460
6 mán. 25.990 41.900 41.990 41.500 36.900 47.640
12 mán. 29.990 62.900 54.000 64.692 61.000 69.760
til 20. sept. til 1. sept. + ÍTR-sundlaugar
Annars Annars 68.280
35.990 61.990 + ÍTK-sundlaugar
Fjölbreytt tilboð hjá
líkamsræktarstöðvum
Á BRETTINU Actic-stöðvarnar eru meðal þeirra sem bjóða aðgang að sundlaugum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GÓÐ HÚSRÁÐ
Matarsódi er þarfaþing
Í 17 löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins,
EES, er ökumönnum skylt að hafa endurskinsvesti
eða -jakka í bifreið sinni, að því er segir í frétt á vef
Neytendasamtakanna.
Alls tóku 29 ríki þátt í könnun Evrópsku neytenda-
aðstoðarinnar um umferðarreglur. Könnunin var gerð
innan aðildarríkja Evrópusambandsins, ESB, auk
Noregs og Íslands. Í þremur löndum er mælt með
því að endurskinsvesti séu í bifreiðunum en í níu
löndum var það hvorki skylt né mælt með því. Í
nokkrum löndum er hjólreiðamönnum einnig skylt
að klæðast endurskinsvestum, í það minnsta eftir
að skyggja tekur.
Ökumenn sjást betur á vegum úti ef þeir klæðast
endurskinsvesti eða -jakka neyðist þeir til að yfir-
gefa bifreiðar sínar vegna bilunar eða bensínleysis.
■ Umferð
Skylt að hafa endurskinsvesti í bílum
VERÐHÆKKUN Kílóverð á appelsínum hefur
meira en tvöfaldast síðan árið 2007.
Auglýsingastofur og neytendur mæla með
vörum á heimasíðum fyrirtækja gegn greiðslu.
Neytendur þurfa þess vegna að vera á verði, að
því er segir á fréttavefnum www.24.dk.
Jakob Linaa Jensen, aðjúnkt við Árósarháskóla,
kveðst sjálfur hafa séð hóteleiganda skrifa með-
mæli með eigin starfsemi á vefinn Hostelword.
com.
Anders Tjørnelund, einn stofnenda Trustpilot.
dk, síðu þar sem neytendur skiptast á skoðunum
um netverslanir, kveðst kannast við vandamálið.
Hann segir fyrirtæki sitt hafa yfir ýmsum
tæknilausnum að ráða sem eiga að koma í veg
fyrir fölsuð meðmæli. Daglega séu slík meðmæli
fjarlægð af síðunni. Hins vegar geti verið erfitt að
greina á milli alvörumeðmæla og þeirra sem eru
fölsuð. Einkennandi fyrir þau fölsuðu sé meðal
annars yfirdrifið hrós auk þess sem nafn við-
komandi netsíðu sé oft nefnt mörgum sinnum.
■ Verslun á netinu
Neytendur taki meðmælum
á netsíðu með varúð
Matarsódi er til margra hluta gagnlegur og
nauðsynlegur á öllum umhverfisvænum
heimilum. Hann er ódýr, án eiturefna og
virkar vel við hin ýmsu verk. Til dæmis er
hann góður gegn allri lykt, slekkur olíueld á
pönnu, hreinsar silfur, losar óhreinindi í pottum
og pönnum, hreinsar erfiða bletti úr fötum og
er góður til að hreinsa útigrillið.
128%
Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040
Sitness
Kr. 39.900,-
Góðir fyrir bakið!
Veltikollar og hnakkstólar
w
w
w
.h
ir
zl
an
.i
s
Body Balance
Kr. 39.900,-
Bonanza
Kr. 65.900,-
svart leður