Faxi - 01.12.1990, Side 5
Atvinnumál
Oddur Einarsson
fyrrv. bæjarstjóri
Mér er ætlað í þessu ágripi mínu
að fjalla um atvinnumál. Ég segi
ágripi því að tímans vegna verður
ekki unnt að gera mikið meira en að
drepa á helstu atriði í þessum viða-
mikla málaflokki Atvinnumál og
gott atvinnuástand er undirstaða
alls og þess vegna einn allra mikil-
vægasti málaflokkurinn sem sveit-
arfélög fjalla um. Á því byggist
rekstur sveitarfélaga að íbúarnir
liafi sem mesta og besta atvinnu og
viðgangur fyrirtækja sé góður.
Ég er ekki og hef aldrei verið tals-
maður opinbers rekstrar og það er
trú mín að hann eigi að vera sem
allra minnstur, en einkaframtak eigi
að fá að njóta sín. Eftir sem áður tel
ég að opinberir aðilar, ríki og sveit-
arfélög eigi að hafa afskipti af at-
vinnumálum með því að skapa at-
vinnurekstri þau almennu rekstrar-
skilyrði að hann fái notið sín sem
best.
Skilyrði til atvinnurekstrar hafa
verið vond á Islandi nú um fjölda
ára. Þau hafa verið misjafnlega
vond frá einum tíma til annars en
þau hafa verið vond. Stöðugleiki er
undirstaða þess að atvinnurekstur
geti þrifist eðlilega. Þennan stöðug-
leika hefur algerlega skort hér á
landi og þess vegna hefur enginn at-
vinnurekstur getað þróast eðlilega.
Rekstrargrundvöllur hefur verið svo
ótryggur að segja má að stjórnend-
ur fyrirtækja hafi þurft að láta hverj-
um degi nægja sína þjáningu, þeir
vissu einfaldlega aldrei hvað morg-
undagurinn bar í skauti sínu. Sá
grundvöllur sem þeir byggðu á í dag
gat verið horfinn eða gjörbreyttur á
morgun. Við slíkar aðstæður eru
áætlanir dagsins í dag orðnar úrelt-
ar á morgun og það tekur því ekki
að gera neinar áætlanir. Þegar slíkt
ástand er viðvarandi ár eftir ár þá
letur það athafnamenn til fram-
kvæmda og það letur fjármagnseig-
endur til að leggja fé í fyrirtæki.
Nú á síðustu misserum eru viss
teikn á lofti um að þetta sé að breyt-
ast og það er vel.
Fari svo að hér á landi takist að
skapa þann stöðugleika sem verið
hefur i nágrannalöndum okkar þá
skapast í fyrsta sinn um langan tíma
skilyrði til að gera áætlanir og hefja
alvöru þróun í atvinnurekstri. Þessa
sér þegar stað t.d. með auknum
árangri liins almenna fjármagnseig-
enda á að leggja fé sitt í atvinnufyr-
irtæki.
Þáttur sveitarfélaganna í þessari
þróun eins og ég sé hann fyrir mér
felst einkum i því að skapa grund-
völl fyrir stofnun nýrra fyrirtækja
og þróun þeirra sem fyrir eru. Þetta
gera sveitarfélögin einkum með þvi
að hafa tiltækar byggingalóðir og
annað það sem þarf til að fyrirtæki
FRÁ AÐALFUNDI
f VOGUM 14. - 15. SEPT. 1990
Sveitarstjórnarmenn og fjölmargir gestir
sátu aöalfund SSS sem ad þessu sinni
var haldinn í Stóru-Vogaskóla í Vogum.
Formadur stjórnar, Vilhjálmur Gríms-
son, flutti skýrslu stjórnarinnar og kom
hann víöa viö. Minntist hann í upphafi á
fjárhagsnefnd SSS sem hefði hafiö störf
á kjörtímabilinu og starfaö vel. Þá
minntist hann á hina nýju
verkaskiptingarlög ríkis- og
sveitarfélaga sem heföu haft miklar
breytingar í för meö sér á starfi SSS.
Atvinnumál, m.a. álver og
feröaþjónusta, almenningssamgöngur
um svœöiö, skoðanakönnun um
sameiningu voru síöan meöal þeirra
mála sem Vilhjálmur fjallaöi um í sinni
ítarlegu skýrslu.
Nokkur athyglisverö erindi voru flutt á
þinginu og birtast tvö þeirra hér.
geti komið yfir sig húsnæði og hafið
rekstur. Upplýsingaöflunin og miðl-
un þeirra er sá þáttur sem ég vil
gera að sérstöku umræðuefni. Öll
sveitarfélögin hér á Suðurneskjum
hafa starfandi atvinnumálanefndir,
formenn þeirra mynda síðan at-
vinnumálanefnd Suðurnesja og auk
þess er starfandi sérstakt atvinnu-
þróunarfélag. Þessa krafta þarf alla
að sameina. Til þarf að vera einn að-
ili sem hefur undir höndum upplýs-
ingar um öll þau atriði sem miðla
þarf til þeirra sem hugsanlega vildu
setja sig niður á Suðurnesjum með
nýjan atvinnurekstur. Þessi aðili
þarf að geta miðlað upplýsingum
um sveitarfélögin almennt, skipulag
þeirra, íbúafjölda, atvinnusam-
setningu og stærð og fjölda fyrir-
tækja sem fyrir eru í hverri grein,
stærð markaðar, samgöngumál á
sjó og landi, lóðaframboð í hverju
sveitarfélagi, möguleika á orku-
kaupum, s.s. raforku og heitu vatni
og stofnkostnaði vegna þessa og
fleiri atriða s.s. opinberum gjöldum.
Einnig þarf að vera unnt að gera
grein fyrir skipulagi verkalýðsmála,
fjölda verkamanna og iðnaðar-
manna í hverri iðngrein og svo
framvegis. í stuttu máli þurfa að
vera til á einum stað allar þær upp-
lýsingar sem sá sem ætlar að hefja
atvinnurekstur þarf á að halda. En
þetta er ekki nóg, ekki dugar að
safna að sér öllum nauðsynlegum
upplýsingum og sitja síðan og biða
eftir að það myndist biðröð við
dyrnar. Það þarf að hefja skipulagða
kynningarstarfsemi, það þarf að
selja Suðurnesin og það sem þau
hafa upp á að bjóða.
Þetta gerðu sveitarfélögin með
eftirminnilegum hætti síðasta vetur
þegar ATLANTAL-málið komst á
dagskrá. Þá var myndaður sameig-
inlegur starfshópur sem fékk það
verkefni að stuðla að því að þetta
risafyrirtæki yrði staðsett á Suður-
nesjum, án tillits til þess hvar á
Suðurnesjum það yrði. I dag benda
allar líkur til þess að starfshópnum
hafi tekist þetta ætlunarverk sitt og
þá er líklega í höfn eitt stærsta hags-
munamál sem við Suðurnesjamenn
höfum augum litið. Jafnframt sýnir
það þá hvað hægt er að gera með
samstilltu átaki og með faglegum
vinnubrögðum, og þar er ég alls
ekki að hrósa sjálfum mér, síður en
svo, þar eiga fyrst og fremst skilið
hrós þær sveitarstjórnir sem ákváðu
að takast verkefnið á hendur sam-
eiginlega, því næst eiga skilið hrós
þeir sem mynda þennan starfshóp,
og síðast en ekki síst þeir sérfræð-
ingar sem hópurinn fékk til liðs við
sig við þá fagvinnu sem vinna þurfti
til að málið fengi framgang. Ég
sagði að að öllum líkindum væri
þetta mál í höfn, en við skulum at-
huga eitt, ef við fáum þetta fyrirtæki
til okkar. þá skyldum við heldur bet-
FAXI 197