Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Síða 11
imjNN)
Gleðilegt sumar.
5
þá er í skauti þung mér verða mun.
(Mcö gremju:)
— Séð hef ég fölvar væskils-verur tjalda
veikbygðar daufum litum skógarsal,
brosandi stíga dans í mínum dal,
láta sem koinnar væru þær til valda!
(Ákafur:)
Kraftarins drottni’ af konungs-slóli að bola
kveifum þeim smám er verra’ en ilt að þola!
Af æði þeirra’ og dælsku dável sést,
að dusilmenskan Iælur jafnan verst!
(Birtir yíir sviöinu. Yordísirnar ganga i liring og dansh nokkur
spor umhveríis Vetur, skipa sér svo i hálfhring framini fyrir honum
syngja.)
V o r d í s i r:
Glaða, glaða, unga, unga
æskulífsins sumar þrá
hrindir gömlum dauðadrunga
dalablómum ljósum frá!
Staðisl enginn, enginn getur
ungra strauma sigurþrótt!
Éljagrímur, gamli vetur,
gakk þú heim og sofðu rótt!
(Þnð dimmir vlir. Vetur stcmlur grafkyr, stollur og kaldur á svip,
la'lur sem liann sjái þær ekki.)
V e t u r:
Kg held ég þekki þetta gamla lag,
á þessa strengi fyrr ég heyrði leikið!
Enn á ég kraft að kveða rammaslag
og kyngibyljum hylja sól og dag, —
með þeim ég oft hef mátað vorið hreykið.
Kg strái hrími’ í hlómsins augað hlátt,
það bliknar ef á krónu þess ég anda,
og þennan veika gróður Ieik ég grátt,
á grafarbakka’ er fastast þykist standa.