Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Síða 13
IÐUNNJ
Gleðilegt sumar.
7
er svífur yfir hlíðar éljastroka.
Hvað verður þá úr ykkar trú og ást?
Nei, gamla ísland er á mínu valdi,
þótt örfá smáblóm, dreifð um laut og hól,
sig konungborin, frjáls og fullvöld lialdi
og fella hyggist Norðra tignarstól!
(Meö vaxandi ákefö:)
Minn þrumugnj'r skal hátl í hömrum duna
og hríða minna sveil um völlu bruna, —
við öldurót og storm um lög og land
ég læl við rokský glampa klaka-brand.
Og undir stjörnu-leiftra fölvum ljóma
skal landið slynja’ í jökuls heljardróma!
(Lágt:)
Eg hræðist eina’, er ekki hér er nú,
sem ykkur gæli sloðað —.
(Skinnndi sólskin yflr sviðimi. Suinnrgyðjnn keimtr inn og svnrnr.)
Sumargyðjan:
— Hér er sú!
(Vetur ltörfnr óttnslcginn undnn i ltnksýn. Vordisirnnr sln hring mn
Suntnrgyöjunn, dnnsn fyrst lótl og tigulegn og syngjn svo.)
V o r d í s i r:
Velkomin, móðir! Viðbláins ljósa
volduga, göfuga, himneska dís!
Drottningin ásta, drollningin rósa,
dýrðleg og há þín veldissól ris!
Verndaðu blómin, börnin þín ungu,
blíðgeislinn þinn er vakti’ á ný!
Áðan á heiðum svanirnir sungu
suinar í land við gullin ský.
Kærleikans móðir, ljósvakans ljómi
lífgandi, vekjandi skín þér um brá, —
lofgjörð á tungu hverri þér hljómi,
hjálpa þú, bæg oss vetrinum frá!