Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Síða 16
Katrín í Asi
kemur til himnaríkis.
Eitir
Johan Bojer.
[Johan Bojer, f. 1872, er nú einna frenistur í flokki yngri
rithöfunda i Noregi. »Et folketog« (1896) var fyrsta sagan
cftir hann, sem verulega var tekiö eftir. Er það l^'sing á
sveitalifinu norska, en heldur ófögur og skuggaleg. Pá reit
hann »Den evige Krig« og »Moder Lea«, og eru þær bækur
í líkum anda. En svo kom skáldsagan »En Pilgrimsgang«
og hún heillaði hugi allra. Einhver bezta skáldsaga Bojers
er »Troens Magt« (1903), og ári síðar (1904) reit hann flokk
ævintýra, er hann nefndi »Hvide Fugle«. Úr þeim er þessi
smásaga tckin.]
Katrín í Ási var kona Péturs í Ási.
Saman höfðu þau grætt upp lilla kotið silt. Og
saman höfðu þau margt kvöldið lagst lúin til hvildar
í stóra, breiða rúminu sínu. Þau liöfðu stritað saman
eins og tveir samvanir plóghestar, og þau höfðu
dregið hlassið hvort við annars hlið, hvort sem það
var þungt eða létt. Og þau gátu ekki hugsað sér, að
neitt gæti komið fyrir annað þeirra, sem ekki kæmi
jafnframt fyrir þau bæði. Vitaskuld var það, að þegar
Pétur kom úr kaupstað, var hann fullur og barði
konu sína; en morguninn eftir var hann svo iðrandi
syndari, að hann barði sjálfan sig utan.
En svo kom það fyrir einn dag, að Katrín veiktist
og komst ekki á fætur. Og Pétur sat á skemli fyrir