Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Qupperneq 17
IÖUNN]
Katrín í Ási.
11
framan rúmslokkinn hennar allan daginn og spurði
einlægt við og við, hvort lienni fyndist sér ekki
liægja. Og hún svaraði í hvert sinn, að nú liði sér
l'etur, guð’ sé lof. — Loksins skildisl Pétri þó, að
konan hans væri svo alvarlega veik, að bezt mundi
að sækja prestinn.
Sömu nóttina fór Katrínu að sjmast, að það
>æri ekki hann Pétur sinn, er sæti við rúmstokkinn,
heldur væri það maður í hvítum klæðum og væri
hann kominn til þess að sækja hana. Pk fór hún að
gráta og slundi við: »Æ-nei-nei — ég vil heldur vera
hjá honum Pétri.«
»Hvað ertu að segja?« sagði maðurinn hennar, sem
sat þarna og vakli yíir henni.
Loks þóttist Katrín sjá, að hvítklæddi maðurinn
hreiddi út vængi, og henni heyrðist hann segja: »Jæja,
Kalrín mín, nú verður þú að koma með mér.«
Og Katrín gal ekki annað. Gesturinn hafði lekið
hana í fang sér. Og nú svifu þau úl úr herberginu,
upp loflið, og bæjarhúsin í Ási sýndust sífelt minni
°g minni, — fram hjá sólu og stjörnum, og mikið,
mikið lengra. IJá fór Ivatrín aftur að nöldra og snökla,
en ókunni maðurinn þerraði af henni tárin ogsagði:
»Vertu nú liughraust, því að nú er öllum áhj'ggjum
þínum lokið.«
»Æ, mér leið svo vel þar sem ég var,« sagði
Kat rin. »Og hann Pétur minn — á hann nú að vera
þarna einsatnall, gamall og farinn eins og hann er
°rðinn?«
»Guð mun sjálfsagt sjá honum ltorgið,« sagði sá
ókunnugi. »Láttu þér nú þykja vænt um, að þú ert
hráðum komin til himnaríkis.«
Kalrín fór nú að reyna að láta sér þykja vænt
þella, því að hún liafði jafnan ásett sér að
hegða sér svo, að hún fengi að koma til guðs. En
Jafnframt þessu gat hún þó ekki að sér gcrt að